Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 10

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N VNCWW LC/&H&VRHIR Einföld hljóðfæri. Oft má lítið laglega fara, segir máltaeki'ð. Hjer eru t. d. leiðbein- ingar um hversu búa skal til mjög einföld liljóðfæri. Á myndinni hjer að ofan efst til vinstri er skrýtin „fiðla“. Hún er búin til úr blikkdós og er á hana gert gat báðum megin (I a). Gegn- um bæði götin er stungið tegldri spýtu, sem á að falla vel út í götin. Yfir opin á blikkdósinni er strengd pergamentspjatla, alveg eins og þeg- ar maður bindur pappír yfir sultu- krukku. Ef pergamentið er vætt áð- ur en það er strengt á, stríkkar á því þegar það þornar. Á pergament- ið er límdur þríliyrndur trjeklossi, með fjórum litlum hökum á þeirri brúninni, sem snýr upp (1 b) og loks eru strengirnir festir á, eins og sýnt er á myndinni. í strengina er notað seglgarn, mismunandi gilt. Ekki er það heldur sjerlega marg- brotið hljóðfærið, sem sýnt er á mynd II. Það er flöt spýta, sem á er fest mörgum títuprjónum. Svo er eitthvert lag tiltekið og þú neglir prjónana mismunandi eftir því, hvernig tónninn á að vera. Því dýpra sem prjónninn er rekinn þvi hærri verður tónninn. Þegar prjónarnir i fjölinni eru orðnir jafnmargir og tónarnir í laginu, er hægt að spila lagið með því að láta nál snerta prjónana í sömu röð og þeir standa í fjölinni. Myndin III sýnir hljóðfæri, sem kallað er „maribma" og er gert úr nöglum. Naglarnir eru festir í röð með tveimur seglgarnsspottum eins og sýnt er til vinstri á myndinni og með því að velja mismunandi langa nagla, og með því að sverfa af sum- um þeirra má fá þá til að mynda rjetla tónaröð. Seglgarnsspottarnir eru festir á trjegrind. Þegar spilað er er grindin lögð á sljett borð. Best er að spila með trjehamri eins og sýndur er á myndinni að neðan. Auðvelt er að smíða hamarinn og á skaftið að vera úr sljettu og sveigj- anlegu trje, en hausinn úr þungu og hörðu trje. Samskonar hamar á að nota, ef „flöskuspil“ er búið til (mynd IV). Það er gert á þann hátt, að margar flöskur eru settar í röð og er helt i J>ær vatni, mismunandi miklu. Því hærra sem vatnið er í flöskunni því hærri er tóninn. Á slíkt flöskuspil er hægt að' spila flest lög, ef nóg er af flöskum. Bestan tón gefa flcskurnar, ef J^ær eru festar upp á stútnum upp i grind, þá kemur hljóðið betur fram. Sje maður leikinn í þessu spili má leika tvíraddað með tveim hömrum. Copyright P. I. B. 80« 6 Copenhagen Nr. 416. Hvað qevir maður ekki 'fqrir blessuð börnin. S k r f 11 u r. — Nú er jeg, sem betur fer, að verða lam við þetta barnastúss. Jeg ætla að giftast eftir helgina. — Ertu viss um, að allir hafi komist með bilnum. Jeg hefi ennþá tima til aðiskifta um gir. Sá hlýðnasti. Fjölskyldan sat við kaffidrykkju á sunnudagsmorguninn. „Segið þið mjer nú, krakkar“, sagði faðirinn, „hver liefir verið hlýðnastur síðastliðna viku og gert allt, scm mamma liefir sagt?“ Börnin litu hvert á. arinað án þess að segja nokkuð Jjar til Bagga litla sagði: „Þú, pabbi!“ í biblíusögutíma. Það var biblíusögutími í bekkn- um og kenslukonan sagði: „Góður guð fylgir ykkur alls- staðar“. „Gengur hann líka með okkur upp stigann?“ spurði Palli. „Já, það gerir hann“. „Já, en þegar jeg geng nú upp stigann, en Bjössi niður, með hvor- um okkar er guð þá?“ Tvö góð ráð. Það er oft vont þegar rúða brotn- ar. En stundum er hægt að hjálpa svolítið upp á sakirnar á þann hátt sem sýnt er hjer. Hnappur er settur sitt hvorum megin rúðunnar og eru þeir tengdir saman með vír og endarnir snúnir saman. Rúðubrotin haldast ])á lengi vel saman, ef til vill þar til hægt verður að setja nýja rúðu. Ef þú þarft að festa nagla ein- hversstaðar Jjar sem þú getur ekki haldið honum með fingrunum meðan — Þú verður að játa, að þessir þverröndótlu kjólar eru hrœðilega Ijótir..... Útbreiðið Fálkann. hann er að festast, geturðu fest nagl- ann f klaufina á hamrinum eins og sýnt er á myndinni og rekið hann i fyrsta höggi svo langt, að hann festist. — Þjer eruð víst ekkert hrædd, ungfrú Hansen?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.