Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N William Weldin: Auglýsingin "M ÆTURLESTIN var að mjak- ^ ast út úr Alibene brautar- stöðinni. Tobias T. Thomson — í dag- legu máli kallaður T. T. T. — forstjóri hins heimsfræga tó- baksfirma: Thomson-Tóbaksfje- lag — skirpti út úr sjer togleð- urstuggunni út um gluggann og hallaði sjer makindalega aftur á bak í liinar mjúku leðursessur, Þetta járnbrautarferðalag hafði nú staðið yfir í fulla þrjá klukku- tíma og það var ekki laust við að T. T. T. leiddist. Hann gaf gætur að hinum unga manni, sem sat beint á móti honum og sem var éinasti samferðamaður- inn í vagninum. Hinn ungi mað- ur var niðursokkinn í blaðið sitt, og hafði verið það frá því að hann stje inn í lestina. Það var eitthvað í fari hans, sem vakti áhuga Thomsons for- stjóra, sem hafi margra ára reynslu í því að sjá hvað í mönn- um bjó. Hann sá strax, að þessi maður mundi fást við viðskifti og verzlun, án efa mjög dug- legur. Ungi maðurinn lagði skyndi- lega frá sjer blaðið. Það var eins og hann liefði orðið var við að T. T. T. virti'bann fyrir sjer. Hann tók vindlingaveski upp úr vasa sínum, og kveikti sjer í vindlingi með merki frá verk- smiðjum Thomsons. — Mjer finst ekki að nokkrir vindlingar í heiminum jafnist á \áð vindlinga Tomson-Tóbaksfje- lagsins, sagði hann og horfði beint framan í T. T. T. — Jeg geri ráð fyrir að þjer sjeuð sömu skoðunar? — Auðvitað! svaraði Thomson liissa. — Þjer hafið fullkomlega rjett fyrir yður í því! Thomson vindlingar eru þeir bestu, sem fá- anlegir eru í Ameríku. Það veit livert barn. Ungi maðurinn hjelt áfram að einblína á hann. — Það gleður mig að þjer er- uð mjer sammála! sagði hann undarlega kuldalega. — Annars liefði jeg neyðst til þess að skjóta yður .... það hefði mjer þótt leiðinlegt. — Hva. . ? Hvað voruð þjer að segja? Án þess að segja neitt, tók hinn ungi maður upp litla, fægða skammbyssu og strauk hana blíð lega. — Já, hugsið yður annað eins og það, ef jeg liefði nú neyðst til þess að skjóta yður, hjelt hann áfram í sama rólega tón. — Gera út af við yður með þessari fallegu byssu! Thomson var ekki ragari en fólk er flest .... en þetta tók á taugar hans. Hvað átti hann að taka til bragðs? 'Maðurinn var auðsjáanlega snarvitlaus!!! í huganum sá Thomson feit- letraðar fyrirsagnir dagblaðanna. — Brjálaður maður drepur hinn þekta forstjóra Thomson frá Thomson-Tóbaksf jelagi! Að þessu athuguðu, slóð Tliom- son upp til þess að komast út úr vagninum, en ungi maðurinn hjelt honum kyrrum. — Þjer gerið svo vel að vera kyrr hjer! skipaði hann. — Ann- ars neyðist jeg til þess að skjóta yður, og það mundi mjer þykja mjög leiðinlegt. Jeg kann svo vel við yður! .... Lítið þjer nú út um gluggann! Síðasta setningin kom í slíkum skipunarróm, að Thomson þorði ekki annað en hlýða. Landið lá baðað i skærasta tunglsljósi — kvöldhimininn var þjettsettur stjörnum. Það var heillandi sjón, sem undir öðrum kringumstæðum mundi hafa hrifið Thomson. Ungi maðurinn benti upp í stjörnurnar með byssunni. — Blekkingar! sagði hann ró- lega. — Hreinai’ blekkingar! Þetta kom nú svo flatt upp a Thomson að hann brökk í kút. Ungi maðurinn hallaði sjer að honum og ýtti byssunni upp að brjósti hans. — Þekkið þjer leyndardóm stjarnanna? hvíslaði liann í eyr- að á T. T. T. — Ne-h? svaraði Thomson með röddu, sem hann ekki kann- aðist við sjálfur. Æsingur unga mannsins breytt ist í draumkenda viðkvæmni. — Einu sinni var það, að jeg hjelt að stjörnurnar væru sálir litlu barnanna .... en nú veit jeg betur. Stjörnurnar eru þjón- ai auglýsingastarfseminnar .... Merkúr, Guð viðslciftanna hefir gefið mönnunum þær. Jeg er stjörnufræðingur .... jeg veit hvað jeg er að tala um. Jeg veit yfirleitt allt! Getið þjer sjeð þessa stóru lýsandi stjörnu þarna uppi? Það er Venus! Það er iðnaður- inn! Hvað segið þjer? Trúið þjer ekki? Gott! þá veit jeg, hver þjer eruð! Þjer eruð málsvari and- stæðinga minna .... minna verstu andstæðinga, sem sitja um líf mitt .... þá verð jeg því miður að skjóta yður þrátt fyrir alt .... Angistin spratt í köldum svita fram á enni Thomsons. — Nei, nei! stamaði hann. — Jeg trúi yður .... fullkomlega. Þjer hafið rjett fyrir yður í öllu! Ungi maðurinn hoppaði af gleði eins og barn sem fær ó- vænt leikfang. Hann tók upp vasabók sína og opnaði hana á síðu, sem var útkrössuð i und- arlegum táknum og merkjum. — Jeg get auðvitað ekki ætl- ast til þess, að þjer skiljið kenn- ingar mínar án sannana! sagði hann. — En sjáið þjer hjer! Hann rjetti Thomson bókina og benti ákaft á líkingu: — R + Mars = 16 H. P. Sinn- um Venus -=- Jupiter Sinnum 48 + 19.999 -f- % til vinstri .... getið þjer sjeð? Það er augljóst, finst yður ekki svo? — Jeg lield nú það! svaraði Thomson. — Jeg skil! — Jeg er viss um, að þjer nú, þegar þjer hafið sjeð þessa ein- földu og skýru formúlu, munuð ekki hafa neitt á móti þvi að gefa mjer stuðning yðar skrif- lega? Viljið þjer skrifa það, sem jeg les yður fyrir? — Með ánægju! sagði Thom- son og tók upp sjálfblekunginn sinn. Ungi maðurinn lagði pappír á borðið fyrir framan hann. — gerið svo vel! sagði hann. — Nú byrja jeg. Takið þjer eftir: Mjer er ljúft að uppfylla þá skyldu að lýsa yfir því, að Venus er, samkvæmt eigin reynslu, hin skærasta stjarna á himni iðnað- arins. Ekkert jafnast á við Ven- us. Venus er hið einasta rjetta. — Jeg set steinvölu á höfuðið á mjer, sagði liann, — og lijálparmað- urinn tekur upp 16 punda sleggju, slær af —öllum kröftum og brýtur steininn. — Og svo undirskrift yðar . . Thomson flýtti sjer að skrifa undir og rjetti hinum unga manni siðan blaðið. Hann hjelt því upp að ljósinu og athugaði það og staklc því síðan í vasabók sina. Thomson forstjóra fanst sem steini væri af sjer Ijett. Vit- lausi maðurinn virtist vera að róast. Alt í einu hrökk Thomson við .... liinn hafði tekið eitthvað upp úr vasa sínum .... nú sem betur fór var það eklci nema blý- antur, sem liann tók til að rissa með á blað. Skömmu seinna stansaði lest- in á brautarstöð. Thomson var hughægra er hann sá f jelaga sinn búast til þess að fara út. Rjett um það að lestin var að fara af stað aftur, stökk hann út um leið og liann kastaði miðanum til Tliomsons. Thomson tók miðann og las: — Herra minn! Við þökkum yður hjartanlega fyrir bin ágætu meðmæli, sem þjer hafið gefið hinu nýja vindlingamerki voru, „Venus“. Svo fullkomin viður- kenning frá stærsta og hættu- legasta keppnaut vorum er auð- vitað mjög kærkomin. Með þakk- læti. Virðingarfylst. H.f. Nýja Tóbaksfjelagið. Umboðsmaðurinn fjekk svima við að liugsa um þetta. — Þetta er undursamlegt, sagði hann hrifinn, — en hvað um liöfuð- ið á yður — finnið þjer alls ekki til? Sterki maðurinn sló út hendinni. — Vissulega, þessvegna ber jeg stund um aspirín á mjer. Þessar loflvarnabyssur eru á bersku beitiskipi. Þær valda flugvjelum ávinanna miklum óþægindum. Sterki maðurinn var að skýra um- boðsmanni frá list sinni:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.