Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn lífs og líðnir. Giacomo Meyerbeer 1791—1864. Dramatiska tónskáldið frœga, Gia- como Mayerbeer, var fæddur i Ber- lín, 5. september 1791. Hann var.af gyðingaættum og var faðir hans auðugur bankastjóri i Berlín, en ættaður frá Frankfurt, Herz Beer að nafni. Skírður hafði hann verið Jakob Meyer, i höfuðið á einhverj- um frænda sínum, en þegar hann var „kominn í ganginn", sem tón- listarmaður, sneri hann nafninu á ítölsku og kallaði sig Giacomo, en ættarnöfnunum slengdi hann saman, svo að úr varð Meyerbeer, og svo hefir hann verið nefndur síðan. Hann var snemma hneigður til tónlistariðkana, og þegar hann var barn að aldri, var eftir þvi tekið og dáðst að, að hann gat fest sjer i minni lög, sem hann heyrði leikin á hljóðfæri og leikið þau síðan á píanó með rjettum hljómum. Fyrsti kennari hans var snjall píanóleikari pólskur, Lauska að nafni, lærisveinn hins fræga Clem- entis. Hann kom því til leiðar, að Clementi hlustaði á drenginn, ein- hverju sinni er Clementi var staddur i Berlín. Leist Clementi svo vænlega á hæfileika og getu drengsins, að liann bauðst til að veita honum til- sögn, en var þó annars löngu hætt- ur að sinna nemendum. Naut Giaco- mo síðan tilsagnar hans um nokkurt skeið og tók miklum framförum. Sjö ára gamall kom hann fram í fyrsta sinn á opinberum hljómleik- um, sem píanóleikari, og þegar hann var níu ára, var hann talinn með snjöllustu píanóleikurum i Berlin. Það var þessvegna talið alveg sjálf- sagt, að frægðina myndi hann vinna sjer sem pianóleikari. En hann var þá líka farinn að fást við að semja * tónsmíðar og þótlu þær bera vott um það, að nokkuð væri i hann spunnið einnig á því sviði. Honum var því komið fyrjr hjá góðuin hljómfræði- kennara, Zelter að nafni, til þess að læra stafróf hinnar æðri tónfræði og síðan hjá Bernhard Anzelm Weber, hljómsveitarstjóra Berlínar- óperunnar. Weber þessi var að vísu vel fær tónlistarmaður, en ekki að sama skapi slyngur kennari, og síst þegar um var að ræða jafn gáfaðan og „hraðskreiðan“ nemanda og Meyerbeer. Einu sinni kom drengurinn til hans með „fúgu“ sem hann hafði samið. Hann hafði varið miklum tima til að koma þessari tónsmíð saman og lagt sig allan fram. Weber komst allur á loft, þegar hann var búinn að athuga tónsmíðina og sendi liana hróðugur Volger ábóta í Darmstadt, sem var einhver mesti tónfræðingur sinnar tíðar, og hafði verið kennari Webers. Vildi bann láta Vogler sjá, hversu snjall liann væri orðinn, þessi ungi og gáfaði nemandi hans. Beðið var eftir um- sögn Voglers með eftirvæntingu. En svo leið langur tími, að ekkert heyrð ist frá honum. Loks kom gildur böggull og í honum var ítarleg fræði- ritgerð um alt, sem að fúgu lýtur. Ritgerðin var í þrem köflum, og var annar kaflinn um fúgu drengsins, hún gagnrýnd og „uppleyst“ takt fyrir takt og dæmd „Ijeleg“ að lok- um. En þriðji kaflinn var „fullkom- in fúga“, útskýrð nákvæmlega, cins og fúga drengsins. til þess að sýna, að hún væri eins og slík tónsmið ætti að vera. Weber varð fár við, en Meyerbeer tók þessu með jafnaðargeði og sett- ist þegar við að semja nýja, átt-þætta fúgu, í samræmi við þær bendingar, sem Vogler hafði gefið. Þessa tón- smíð sendi liann svo Vogler og lotn- ingarfult brjef með. Og svarið kom fljótlega: „Ungi maður! Listin opn- ar þjer glæsilega framtíð! Kom þú til Darmstadt! Þú skalt vera hjer sem sonur minn og fá að svala þorsta þínum í lindum ósvikins tónlistar- 'lærdóms!“ Slíku tilboði var ekki hægt að neita. Til Darmstadt fór Meyerbeer 1881 og var hjá Vogler um tveggja ára skeið. Námið stundaði liann með frábærri elju og gerðu all- ir sjer vonir um að hann myndi veða mikið tónskáld, því að gáfurnar voru miklar og lærdóminn var honum leikur að tileinka sjer. Samtímis hon- um var Carl Maria von Weber hjá Vogler um þessar mundir og tókst níikil vinátta með þessonn ungu snill- ingum. Ekki vöktu þó mikla athygli fyrstu verkin, sem flutl voru opinberlega eftir Meyerbeer (kantatan Gott imd dic Natur og söngleikirnir Jephtas Geliibde og Abimelek), svo að hann gaf sig enn um nokkurt skeið ein- göngu að slaghörpunni. • Árið 1815 fór hann til ítaliu. Þar kyntist hann (í Feneyjum) tónskáld- inu Rossini, sem var að verða fræg- ur maður um þær mundir. Þótti M. mikið til Rossini koma og tók nú að semja söngleiki, hvern af öðrum, að mestu leyti stælingar á stíl Ross- inis. En enn var þessum verkum tckið fálega. Til Berlínar kom M. svo aftur árið 1824, til þess að reyna að koma á framfæri söngleiknum „Das Brand- enburger Tor“. Hitti hann nú náms- fjelaga- sinn C. M. v. Weber, sem á- vítaði hann harðlega fyrir það, að hann hefði brugðist vonum vina sinna, og raunar sjálfum sjer og listinni, ineð því að vera að stæla ítalana, í stað þess að hefja sem hæst merki þýskrar tónlistar, sem bann hefði verið borinn til. Meyerbeer fjekk litla áheyrn í Ber- lín og fór til Parísar 1826 og dvaldi þar næstu 16 árin sainfleytt. Þar voru teknir til leiks söngleikir hans og þeim tekið misjafnlega, — þangað til að fram á siónarsviðið kom söng- leikurinn Robert le Diable (teksti eftir Scribe), hinn fyrsti af fjórum sögulegum söngleikjum, sem hann samdi. En með þeim vann hann sjer heimsfrægð og kom í þeim fram öll persónueinkenni Meyerbeers, jafnt þau, sem lofsamleg eru og hin, sem miður voru til frægðar fallin. Robert le Diable fjekk fádæma góðar viðtökur í París og fór síðan sigurför um öll helstu leiðsvið, bæði í Evrópu og Ameriku. Og enn varð meiri hróður Meyerbeers þegar næsti söngleikurinn i þessum flokki, „Hugenottarnir“ birtist. En sá söng- leikur er sennilega lieilsteyptast allra verka Meyerbeers. Síðast birtust svo Le Prophéte og d’Africaine. Allir birtust söngleikir fyrst á söngleikhúsinu í París (sá síðastnefndi ekki f.yrr en að tón- skáldinu látnu, en hann var að mestu leyti búinn að undirbúa hann til leiks og liafði unnið að honum úrum saman og vandað mjög). En auk þessara söngleikja, sem nú hafa verið nefndir, samdi hann á þessum árum „Das Feldlager in Schlesien“, fyrir Berlinar-óperuna, og fjölda margt annað söngleikja og tónsmíða, svo sem blysfaradansa (3), ótal liá- tíða-göngulög, tækifæriskantötur, sönglög og píanótónsmíðar, og loks talsvert af kirkju-tónsmíðum. Meyerbeer naut ákaflega mikillar frægðar og almennrar hylli, íneðan hann var lífs. Að honum látnum lifði þó fátt eitt af verkum hans, nema sögulegu söngleikirnir fjórir, sem nefndir hafa verið, og jafnvel þeir eru nú löngu fallnir úr tísku, nema þá helst „Húgenottarnir“. Ekki er þó um það deilt, að M. hafi verið stórmerkilegt tónskáld, stórgáfaður, diámentaður, formfastur og snillingur i því „að koma fyrir sig orði“ i tónum og liljómum. Og mikil áhrif hefir hann haft á þróun söngleikja- skáldskapar síðari tíma. Gætir þeirra áhrifa ótvírætt hjá allmörgum tón- skáldum, sem síðar voru á ferðinni en hann, svo sem Gounod, Verdi Thomas og jafnvel Wagner. En hann þykir hafa verið ærið oft „innan- tómur“ og þá beitt sinni frábæru leikni í því að nota yfirborðs „skraut“ og flúr, til þess að heilla með þvi, í stað andríkis. Og þó að allur fjöldinn fjelli honum til fóta og teldi hann merkastan allra söng- leika-tónskálda, þá heyrðust þó þegar á meðan hann var lífs raddir, sem kváðu við annan tón. Mun Wagner hafa verið berorðastur og harðorðastur. Hann kallaði Meyer- beer „auman músik-framleiðanda“, „Þetta er peningamaður — Gyðingur, sem ljet sjer detta í hug, að fara að framleiða óperur.“ Annars kemur manni einkenni- lega fyrir sjónir, hversu napuryrt- ur Wagner var í garð M. Því að Meyerbeer hafði reynst Wagner á- kaflega vel, þegar W. ver verst stadd- ur og enginn vildi sjá eða lieyra söngleiki hans. Að liinu leytinu voru svo aðrir, og liað stórmerkir menn, sem hófu Meyerbeer til skýjanna. En hvað sem um það er, þá er ekki um það deilt nú, að honum bar sæti á æðsta bekk tónsnillinga síns tíma. Og auk þess að vera mikill og göfugur tónsnillingur, var hann ljúf- menni og stórbrotið göfugmenni, og var hann jafnan boðinn og búinn til þess að rjetta kollegum sínum hjálparhönd, þeim sem erfiðlega gekk. En sjálfur var hann vel efn- um búinn og skömmu áður en hann ljest, stofnaði líann sjóð til styrkt- ar ungum þýskum tónskáldum (Mey- erbeer Stiftung) með 30 þúsund rík- ismörkum. Meyerbeer ljest í Paris 2. maí 1864. lí urva Arabiskur hermaður í Englandi. Hann er úr hersveit, sem i eru nálega eingöngu Beduinar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.