Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Kungliga Opernn í Stokkhólmi að kvöldlagi. Bak við hana er hinn frægi gildaskáli Operakálleren. Útsgni úr turni Studshusets í Stokkhólmi, og sjest þarna yfir einn elsta hluta borgarinnar, sem venjulega er kallaður „staden mellan broerne". víking, hinn pilturinn er að norð- an og hefir stundað refarækt í Noregi, en tvær stúlkurnar eru norðan úr Norður-Þingeyjarsýslu og sú þriðja úr Strandasýslu. Við erum að tíunda hvað við liöfum sjeð af eyðileggingum eft- ir styrjöldina i Noregi. Það er harla litið. 1 Osló er lítið að sjá af sprengdum liúsum nema við flugvöllinn á Fornebu. í Krist- jánssandi voru skemdirnar meiri. f Stavanger aðallega í nágrenni við flugvöllinn á Sóla. í Bergen hrunarústirnar á Nordnes og sprengjugatið á leikhúsinu. — En ekkert okkar hefir verið norður með vesturströndinni, í Molde, Kristjánssundi, Bodö eða Narvik og enginn hefir sjeð rúst- irnar af litla þorpinu í aldingarð- inum í Ulvik í Harðangri. Hinar gífurlegu skemdir á járnbrauta- og vegabrúm, sem urðu í vor, hafa verið lagfærðar til bráða- birgða. Og bæirnir, sem brunnu og sprungu, eru bygðir upp jafn- ótt og efni fæst til þess. Trygg- ingarsjóðurinn borgar í flestum tilfellum fult virðingarverð, en efnið hækkar í verði frá þvi að virt var og þangað til keypt er. Meðfram brautinni sjest lítið af ófriðarmenjum. Og þó erum við að komast austur undir Kongsvinger, og þar var mikið barist dagana eftir 9. apríl. Við erum að nálgast landamærin og sum okkar fara að kvíða fyrir toll- og vegabrjefaskoðunum. Á norsku landamærastöðinni er vegabrjefsskoðun bæði af hálfu Norðmanna og Þjóðverja. Hún gekk fljótt og fór fram í lestinni. Sænska skoðunin í Cliarlotten- herg var miklu ítarlegri. Þar var tollþjónn eitthvað hálftíma að gramsa í töskunni minni og fór að lesa greinar (á íslensku!), sem jeg hafði í fórum mínum vjelritaðar. Jeg spurði liann, livort liann ætlaði að læra ís- lensku áður en hann hleypti greinunum áfram, því að ef svo væri, þá ætlaði jeg að leita mjer að gistihúsi þarna á staðnum. Hann brosti og hætti lestrinum, skoðaði hjá hinu fólkinu i snatri, og við höfðum nægan tíma til að fá okkur mat áður en haldið var af stað áfram. Fyrsti hreins- unareldurinn var afstaðinn og í fói’um mínum hafði jeg einu hrjefi fleira en áður. Það var frá norska tollþjóninum til unnustu hans í Ameríku. Jeg vona,' að það komist til skila. En frá því að við fórum franx- hjá landamærastyttunni norsk- sænsku, friðarvarðanum, senx er tákn órjúfandi vináttu þjóðanna á Skandinavíuskaga, hefir styrj- aldai-viðbúnaðurinn aukist kring- unx okkur. Austan við landamær- in er vopnaður manngarður, þar eru skotgi-afir, loftvarnabyssur og gaddavírsgirðingar í hinurn ganxla Eiðaskógi, þar sem Egill Skallagrímsson gisti, þegar hann spúði skyrinu fi’aman í bóndann upp við stoðina. Og meðfram brautinni standa vopnaðir menn undir stálhjálmxim, þjettari en nokkur símastauraröð. Það eru Svíar, senx eru að verja þetta land, litla stói-þjóðin, sexxi sætt hefir ranglátum palladómunx fá- vísra manna og illgjarnra, fyrir afstöðxi sína til Finnlands og Noregs. Þeir dómarar ættu að kynna sjer, hvað Svíar hafa gert fyrir þessar þjóðir, þeir ættu að skilja aðstöðu þeirra — og dæma síðan. Enga póhtík! Þetta er ferða- saga og á að vera ferðasaga. Lestin þýtur áfram, þó að raf- reiðin hafi 28 vagna í taumi, og við nálgumst næturstaðinn. Dag- inn á morgun stöldrum við í Stokkhólmi og hinn daginn höld- unx við áfram. Við í-eiknum út, hvaða dag við verðunx i Petsamo — við reiknum út, hvenær við komum til Reykjavíkur. Mikil börn erum við. Þegar lestin stað- nænxist við stjettina á Central- bangárden stendur Vilhjálmur Finsen sendii-áðsfullti’úi þar á- samt fjölda íslenzki’a Stokk- hólnxsstúdenta til að taka á nxóti okkur. Og það fyrsta, sem hann segir er þetta: „Jeg verð að segja ykkur ljótar frjettir. Þjóðvei’jar íiafa tekið Esju og hún liggur í Þrándheimi!“ Þai’f jeg að segja, að okkur hafi bi’Ugðið við. Esja losnar al- drei úr Þrándheimi, liugsaði jeg. Og við, börnin, sem vorunx að reikna út, hvenær við kæmum lxeim! Meira næst. Aðaljárnbrautarstöðin i Stokkhólmi. Át arsenik — Kay Krushav Barjorji Vakil heitir tvitugur Persi, sem nýlega gleypti fjórar únsur af arseniki til þess að sanna hollustu sína við Zoroaster, liinn mikla spámann Persa. Þessi írsenik-skamtur er nœgilega stór til þess að drepa 900 manns, en Vakil lifir við bestu heilsu eftir inntök- una. Hann vann þetta þrekvirki 6 samkomu einni, sem haldin var af persum, hinduum og múhameðstrú- armönum og hafði tilkynt fyrirfram að hann ætlaði að gera það. Annað- iivort ætlaði hann að jeta arseníkið, hella bráðnu blýi yfir sig eða hengja sig, og láta Zoroaster um að bjarga sjer. Vakil gerði grein fyrir átrúnaði sínum á Zoroaster áður en hann tók eitrið. Sá, sem segir frá þessu, Eng- lendingur, sem var þarna viðstadd- ur, tók sýnishorn af eitrinu og ljet rannsaka það og reyndist það vera hreint arsenik. Og til þess að enginn skyldi halda, að Vakil tæki mót- eitur', neitaði liann að taka við vatns- glasi, sem honum var boðið, eftir að hann hafði gleypt eitrið. Sjálfur gefur hann þá skýringu, að eitrið hafi ekki unnið á honum vegna þess hve trú hans á Zoroaster sje sterk. Allir geti gert hið sama, ef þeir trúa því óbifanlega, að Zoroaster geri eitrið áhrifalaust. Zoroaster var hinn mikli spámaður Persa, áður en þeir snerust til múhameðstrúar. Hann kendi, að til væru tveir guðir, Or- mazd og Ahriman, guðir hins góða og illa — ljóss og myrkurs. Þeir áttu i sifeldri baráttu innbyrðis og það var skylda mannanna að skipa sjer við hlið guðs ljóssins i barátt- unni. Ýmislegt í siðalögmáli Zoro asters svipar til kristninnar. „Hefir nokkur spurt eftir mjer meðan jeg var úti? „Já, það kom kvenmaður.“ „Var hún ung og lagleg?“ „Nei, nei, hún var lík yður, frú!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.