Fálkinn


Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 25.10.1940, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 SVARTUR KLÆÐISFRAKKI með mörgum hnöppum. Þetta er hentugur frakka-kjólt í þremur gerðum. Er hver fyrir sig á- gœtur göngukjóll, og það er hægt að nota slá eða swagger við hann þegar lcólna fer í veðri. Konungur í viku. Hin nýja stórmynd Paramount- fjelagsins, „Væri jeg kóngur“, gerist á timum Ludvigs XI. Aðalpersónan er hið rómantiska fornskáld Fran- cois Villon. Dag nokkurn sjer hann eina af fegurstu hirðmeyjum kon- ungsins, Katherine de Vancelles (Frances Dee) og verður strax skot- inn í henni. Nokkru siðar vill það til, að Francois gerir Ludvig konungi greiða. Konungi geðjast'vel að lion- um og þegar Francois leyfir sjer að gagnrýna stjórn ríkisins, dettur kóngi snjallræði i hug. Hversvegna ekki að leyfa Franiois að fá tækifæri tii að framkvæma hugmyndir sínar? Og þetta verður. Konungur fær jæssu fornskáldi í hendur allar stjórnar- skyldur. í þessa viku, sem Francois er konungur lendir hann í mörgum spennandi æfintýrum og lifir átta ó- gleymanlega daga. Francois Villon er leikinn af Ron- ald Colman, og enski skapgerðarleik- arinn Cecil Rathbone leikur dutl- ungafulla Ludvig XI. Hin nýja stjarna, Vivieti Leigh, í „Yankee“ í Oxford „Yankee“ í Oxford. Enska leikkonan Vivien Leigh er fjörugur kvenmaður og hefir góðaí listgáfur. Fyrsta stórhlutverk sitt fjekk hún í myndinni „Yankee“ i Oxford.“ Margai'et Sullavan og James Steumrt 10 kg. í viðbót! í Metro-kvikmyndinni „Fallni cngillinn“ (The Shopworn AngeD leikur Margaret Sullavan fræga skop- leikkonu. Hún varð að æfa sig við dans og hopp og hí ásamt tíu öðr- um meyjum. Á fætur kl. 9 og æfa svo dans^ viðstöðulaust til kl. 6 að kvöldi. Eitt var þó hót í máli fyrir Mar- garet meðan á þessu stóð: hún mátti borða eins mikið og hana lysti. — Myndin gerist nefnilega 1917, en þá var horað kvenfólk ekki í tisku. Þessvegna urðu Margaret Sullavan og kórmeyjar hennar að fita sig um 10 kg! Þetta gekk furðufljótt, einkum fitnuðu þær prýðilega af allskonar „bannvöru“, sem þær ella mega ekki einu sinni þefa af. En þarna fylgir böggull skammrifi, þvi að sennilega verða þær að grenna sig aftur. Auk Margaret Sullavan leikur James Stewart. Hann leikur ungan her- mann, sem fer til vígvallanna eftir að Margaret licfir gifst honum af brjóstgæðum. — Þessi mynd var sýnt hjer s.l. vetur, eins og ýmsa mun-reka minni til. BRÚNN JERSEY-FRAKKI, sem hnept er með stórum, fóðruð- um hnöppum. Kraginn er grænn og fjöðrum skreyttur. En á annan vas- ann er saumaður „fugl“, sem breiðir úr vængjunum. PRJÓNUÐ TREYJA, HÚFA OG MÚFFA. Sæblár ullarkjóll, með útsaumuð- um tungum í pilsjaðrinum og breið- um, rauðum linda, sem á vel við treyjuna og kósakkahúfuna. frú Ivaisa Kallio sjest hjer á mynd- inni. Hún hefir tekið öflugan þátt í finsku hjálparstarfseminni. Loks er BRÚNN EÐA BLEIKTÍGL- ÓTTUR FRAKKI, teiknaður af Hart nell, frægum tízkuhöfundi. FORSETAFRÚIN FINNSKA, (KkWHWWiíi er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Egils ávaxtadrykkir KVIKMYNDAFRJETTIR

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.