Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 2

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N - GAMLA BÍÓ - Filmgoðin Irene Dunne og Charles Boyer leggja saman í þessa mynd, og þeir sem þekkja þau, munu gjarn- an viija sjá þau saman, því að hingað til hafa þau aðeins sjest sitt í hvoru lagi. Þessi RKO-Radio Picturemynd, sem tekin er undir stjórn Leo Mc- Carvey, er sú fyrsta, sem þau leika saman aðalhlulverk í. Þau eru bæði veraldarbörn, vön öllum þægindum, en eiga hvorugt þau efni, sem með þarf til þess að njóta lífsins á auðkýfingavísu. En þegar þau hittast, um borð á Amer- íkuskipi, sem er að leggja af stað frá Neapel, eiga þau bæði sama erindið vestur: Þau eru að fará jjangað lil að giflast — auðugum eiginmaka. En nú vill svo til, að þau feRa hugi saman og eftir stutta viðdvöl á iiinni undurfögru eyju Madeira, á leiðinni, er ástin orðin svo heit, að þau eru ráðin i því, að hverfa frá áformuð- um ráðahag. Kemur þeim saman um, að er til New York kæmi, skuli þau fara að vinna fyrir sjer og hittast svo eftir sex mánuði uppi í turni Empire State Building og tala nánar um framtíðina. Irene hefir söngrödd og gerist söngkona á skemtistað, en Boyer liefir ofan af fyrir sjer með því að mála. Að sex mánuðum liðn- um kemur liann á tilsettum tima á stefnumólið en liún ekki. Telur hann þá vist, að hún hafi orðið afhuga sjer. En ástæðan var önnur. Á leið- inni á stefnumótið hafði hún orðið fyrir bifreið og slasast, svo að ekki ei annað fyrirsjáanlegt, en að hún lifi við örkumli æfilangt. Og undir þeim kringumstæðuin telur hún sjer ósamboðið að giftast Boyer, því að hún muni verða honum til byrði. Og svo umflýr hún liann. Lengra skal efni myndarinnar ekki rakið. Þau eiga bæði í stríði, þvi að ást þeirra, hvors lil annars dvínar ekki. En þess má þó geta, að alt fer samt vel á endanum. Mynd þessi er iburcarmikil, falleg og efnisrík. Ekki er það hvað sís! 1 ndslagið á Madeira, sem er töfr- andi fagurt. Og lífinu um borð og i New York er lýst af mikilli liug kvæmni. — Aðrir Ieikendur i mynd- inni eru Maria Ouspenskaya, sem leikur móður Boyers og á heiina á Madeira, Lee Bowm :n og Astrid Allwyn, sem eru þau, sem aðalleik- endur áttu að giftast, og Maurice Moscovich, málverkasali, vinur Boy- ers. — - NÝJA BÍÓ - Það fljúga fleiri en englar. Howard Hawks, sem talinn er einn af snjöllustu leikstjórum Columbia Film, hefir sjálfur samið efni þess- arar myndar og þá vitanlega sjeð um töku hennar. Hann liefir kjörið að láta hana sýna hið stórfenglega um- hverfi Andesfjallanna í Suður-Amer- íku, veðrahaminn þar og barátlu mannanna við það, að halda uppi fhigsamgöngum yfir fjöllin. Annars byrjar sagan svona: í liafn- arbænum Barranca, sem allur snýst um bananaverslun, er flugstöð, sem hefir það á liendi að annast póst- flutninga yfir Andesfjöllin. Eigandi líennar er Hollendingur (Sig Ru- man), en hann liefir fengið Geoff Carler (Cary Grant) til að stjórna stöðinni og i þjónustu hans eru flúg- mennirnir Joe Souther (Noali Beery) og Les Peters (Allan Joslyn). Nú ber sv.o við, að ung söngmær frá New York kemur þarna í þorpið, Bonnie Lee lieitir hún og er leikin af Jean Arthur, og hugsar Geoff sjer þá gott til glóðarinnar, og til þess. að fá að hafa hana i næði sendir hann báða flugmennina í ferðalag út í tvísýnt veður. í því flugi ferst Joe Souther, og er það stórkostlega á- hrifamikil sýning, er flugvjelin sjest steypast niður í fjallshlíðina. Bonnie hefir felt hug til Geoff og verður áfram í Barranca. En málið er nú ekki svo einfalt, að þau nái saman þegjandi og hljóðalaust, því að nú koma nýjar persónur til sög- unnar. Geoff þarf flugmann i stað- inn fyrir Joe og liann kemur. Þessi fiugmaður heitir Bat McPlierson og er leikinn af hinum gamalkunna leik- ara Richard Barlhelmess, sem kemur þarna ti! sögunnar, eftir að hafa ekki leikið í kvikmynd í þrjú ár. En liann kemur ekki einn, heldur kona hans (Rita Hayworth) með honum. Myndina vantar síst stórfenglegar og lirífandi sýning'ar. Og þetta er í fyrsta sinni, sem Cary og Jolin Arthur leika hvort á móti öðru. Svo að það er ekkert smáræði í boði. Kristln Guðmunclsdóttir frá Sviðnum, nú til heimilis í Flat- ey, Breiðarfirði, verður 90 ára 22. þessa mánaðar. Einar Bogason, hóndi, Hringsdal í Arnarfirði, varð 60 ára H. þessa mánaðar. Magnús Þorsteinsson, forstjóri, Jóhannes Jóhannesson, fyrv. Lmdargötu ð, verður 50 ára bæjarfógeti, verður 75 ára 17. 18. þessa mánaðar. þessa mánaðar. HIÐ LANGÞRÁÐA STORES-EFNI ER KOMIÐ ( - lYilkinn er besta heiiniliísblaðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.