Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLA0 MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúji Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Blaðið keinur út hvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprent. Skraddaraþ ankar. I>að cr sagt að lófatakið sje göfug- um anda örvun en veikum spilling. Hrifning áliorfanda eða áheyranda gleðnr ávalt þann. sem í hlut á, en áhrifin verða að öðru leyti tvenns- konar. Hinum sanna listamanni verð- ur hrifningin örvun til að geu-a enn betur og komast enn lengra. En sá sem veikari er fyrir og vantar vil.j - ann hugsar sem svo: „Úr því að fólkið er svona hrifið ])á liefi jeg gert minar sakir svo vel, að jeg þarf ekki að gera betur.“ Og honum hættir að fara fram og dálætið dvínar, því að heimurinn sættir sig ekki við kyr- stöðu en heimtar altaf meira og meira. Þelta liel'ir orðið mörgum að falli, sem hefir byrjað vel. Hann hefir ver- ið dáður og borinn á liöndum sjer um stund, en áður en h .nn vissi var hann orðinn aftur úr — nýir keppi- nautar komu og skutu honum aftur fyrir sig. Þetta getur að vísu hent listamenn þó að þeir sjeu vaxandi, þvi að nýjir vendir sópa jafnan best. En oft mega menn sjálfum sjer um kenna, — þeir gæta ekki fengins sig- urs. Þeir standa í stað, en kröfurnar til þeirra fara vaxandi og keppinaut- um þeirra fer fram. Og því auðfengnari sem liinn fyrsti sigur var var þeim því meiri er hætt- an. Braut listamannsins er þröng og erfið og hann verður í flestum tilfell- um að herjast iengi fyrir viðurkenn- ingunni. Því lengur sem hann hefir barist fyrir henni því ciginlegri er baráttan orðin honum. Hún er orðin þáttur úr lífi lians, hún er orðin vani, sem eigi legst niður, þó að fyrsti sig- urinn sje unninn. Baráttan hefir kent manninum, að gera kröfur til sjálfs sín og listaafreka sinna og liann liætt- ir því ekki þó að hann sje dáður. Kröfur hans til sin og listafreka sinn- ar fara vaxandi með vaxandi dálæti. Honum vex liugur þá vei gengur. En sá sem liefir hlotið ljettunninn sigur liefir farið á mis við skóla bar- áttunnar. Hann liefir oft verið betur búinn undir baráttuna en hinn, haft betri hæfileika og þessvegna orðið minna á sig að leggja. Og þessvegna hefir liugur lians og vilji farið á mis við þann skóla baráttúnnar og von- brigðanna, sem er svo nauðsynlegur til að þjálfa þol og þrek. Það er svo úm marga ágæta námsmenn að þeir gleyma fljótt, en aðrir sem eiga erf- iðara með að læra, muna betur. Þeir eru lengur að sigra en sigur þeirra verður varanlegri. Sigvaldi Kaldalóns sextugur Vinur allrar söngelskrar þjóð- ar, Sigvaldi Kaldalóns hjeraðs- læknir, varð sextugur síðastlið- inn mánudag. Útvarpið mintist afmælisins með því að flytja ýmsar af tónsmíðum hans, og aðstoðuðu við það tækifæri Út- varpshljómsveitin, Dómkirkju- kórinn og Kristján Kristjánsson söngvari, en Hallgrímur Ilelga- son tónskáld flutti erindi um Sigvalda. Og það má telja vafa- laust, að margar hlýjar liugsan- ir hafi borist hæði „þráðlaust“ og á annan hátt til Sigvalda Kaldalóns þetta kvöld. Því að hann er fyrir löngu orðinn ástsæll af þjóðinni. Þar sem hljóðfæri er til eru líka til einhver af lögnm Sigvalda Kaldalóns — og sumstaðar mörg því að það er mikið, sem cftir hann liggur. Og þar §em söngur er hafður um hönd, hvort Iield- ur samkvæmið er fáment eða margment, þá mun eitthvað raulað eftir hann. llann á því láni að fagna, að vera ekki að- eins til á prenti heldur og í hug- um þeirra, sem yndi hafa af ljúfum lögum. Fálkinn óskar honum til liarn- ingju með al'mælið og vonar, að þó árin sjeu orðin þetta mörg, þá meg'i sú æð hans halda á- franx að renna óhindruð, sem á undanförnum áratugum liefir yljað svo mörgu hljómelsku hjarta. Leikbrúðusýning,stúdenta Nýmæli má það beita, sem stúdent- ai rjeðast í um jólin, að efna til leikbrúðusýningar. Leikurinn, sem valinn var, byggist á sögninni um galdramanninn Faust, sem Goethe gerði ódauðlegan með binu mikla snildarverki sínu. En brúðuleikur- inn, sem stúdentafjelagið sýnir, er miklu eldri en Faust Goethes, og sniðinn eftir leik enska skáldsins Marlovve. Það er Lúðvíg Guðmundsson, sem verið liefir lífið og sálin í þessu fyrirtæki, ásamt Þjóðverjanum Kurt Zier handiðnakennara og frú lians. Hafa þau, ásamt nemendum kennara- deildar Handiðaskólans, útbúið brúð- urnar og stjórna þeim á leiksyiðinu og er það ómengað galdraverk, hvern- ig þeim tekst að stjórna brúðunum. T>eir, sem tala bak við sviðið í nafni brúðanna eru: Drifa Viðar, Benedikt Antonsson, Guðlaugur Guðmundssou, Hersteinn Pálsson, Kurl Zier, Lárus Sigurbjörnsson, Sigurður Hanilesson, Þór Guðjónsson og Ævar Kvaran. — Sýningin er í senn skemtileg og fróð- leiksrík. Myndin í fremra dátki sýnir Hansvvurst, en efri mynd í þessum dálki Mefistofeles og sú neðri Faust. Baden-Powell lávarður al' Gilvvell andaðist 8. þ. m. i ensku nýlendunni Kenya í Afriku. Þar hafði hann dvalið síðustu árin vegna loftlagsins, sem talið var hon- um Vörn gegn sjúkdómi þeim, er þjáð hafði hann hin síðari ár. Baden-Povvell varð 83 ára og lieims- frægur hefir liann verið siðustu 30 árin fyrir stofnun og stjórn skáta- hreyfingarinnar, sem fyrir löngu er orðin alheimshreyfing. Hann var'ð kunnur maður í Búastríðinu fyrir það hve vel honurn gekk að verja bæinn Mafeking gegn Búum og á næstu árum óx vegur hans innan enska hersins. T. d. var hann aðal- umsjónamaður riddaraliðsins enska og fleiri trúnaðarstörf voru honum falin. Á þessunx árum stofnaði lxann skátalireyfinguna og árið 1910 baðst hann lausnar úr lierþjónustu til þess að geta helgað skátunum alla krafta sina. Breiddist lireyfingin til allra menningarlanda, fyrst meðal pilta en síðan mynduðust kvenskátafjelögin víðsvegar um lieim. Ilefir skátalireyf- ingin hvarvetna átt miklum vinsæid- um að fagna nenia í einræðislöndum, sem eðli sínu samkvæmt hafa ými- gust á öllum alþjóðlegum fjelagsskap, er beinist að því að efla bræðraþel þjóðanna. Baden-l’owell varð sir árið 1921 en aðlaður árið 1929 undir nafninu Lord Baden-Powell of Gilwell og hlaut auk þess fjölda heiðursmerkja, síðast nú fyrir þremur árum, er hann var sæmdur hinni sjaldgæfu „Order of Merit“. Frú hans, sem er miklu yngri en hann, hefir einkuin lálið starfið meðal kvenskáta sig niiklu skifta og verið heiðruð fyrir. Ýnisar bækur urn skátahreyfinguna og eflingu hennar liggja eftir lávarðinn, þar á meðal „Rovering“, sem konx úl árið 1922. Hingað til landsins komu þau hjón- in i ágúst 1938 á skipinu Orduna, ásamt Heather dóttur sinni, sir Percy Everett yfirforingja og á 5. hundrað skátaforingja eldri og yngri. Viðstaðan var ekki löng, en þó fór flest fólkið til Geysis. Lord Baden- Powell treysti sjer ekki i land, cn ýmsum gafst kostur á að sjá liann og lieyra um borð í Orduna, morg- uninn sem skipið fór. Lady Baden- Powell tók hinsvegar þátt í landferð- inni og var allstaðar lirókur alls fagnaðar. Eiga islenskir skátar liinar bestu endurminningar um komu þess- arar fríðu fylkingar og fræga manns, skátahöfðingja veraldarinnar, frá þessu sumri. Lord Baden-Powell var samkvæmt ósk sinni greftraður suður i Kenya. En urn allan heim hafa minningarat- hafnir farið fram í tilefni af andláti þess mikilmennis, sem tókst að vekja drengskap og dáð hjá miljónum luig- linga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.