Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 7

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Ameríkumenn eiga harðskeyttari glæpamenn enaðrar þjóðir; þar gera bófarnir sjer það að leik, að ganga inn í bankana um hábjartan daginn og hirða sjóðinn meðan þeir miða skammbyssunum á gjaldkerann, og aka síðan á burt í bifreið, sem stend ur fyrir utan. En afleiðingin af þessu hefir orðið sú, að peninga- stofnanir eru nú gerðar rammbyggi- legar úr garði en áður, sjerstaklega þær, sem ætlaðar eru til geymslu. Þannig hefir nýlega verið bygt hús í New York, sem ætlað er til að geyma í því ómótað silfur. Er geymslan öll neðanjarðar og eins og sterkasta vígi. Mynditi t. h. sýnir þegar verið er að flytja silfurbarr- ana ofan í kjallarann. Dáti með vjelbyssu stendur yfir burðarmönn- unum, ef ske kynni að þeim dytti i hug að hlaupa burt með silfrið. Myndin að neðan er úr ítalskri vopnaverksmiðju. Þar er sagt nóg að gera um þessar mundir, og dugar ekki til. Danir eru nú farnir að láta gera blóðrartnsóknir á hermönnum sín- um. Ástæðan lil þess er sú, að i heimsstyrjöldinni fórust tugir þús- unda af hermönnum, vegna þess, að ekki var kunnugt um í lwaða blóðflokki þeir voru. En hafi maður orðið fyrir blóðmissi, svo að veita þurfi í liann blóði úr öðrum manni, verður það blóð að vera sama flokks og það, sem sjúklingurinn hefir. Nú er það skráð á nafnmerkið, sem her- maðurinn hefir um hálsinn, hvaða blóðflokk hann hafi, og er þá fljót- legra að sjá, hverskonar blóði má dæla í hann. Myndin að ofan sýn- ir blóðrannsóknina. 1 Newark i Bandaríkjunum hafa kaþólskir menn nýlega komið sjer upp veglegri dómkirkju, sem verð- ur erkibiskupsdómkirkja kaþólskra þar i ríkjunum. Og skömmu eftir að kirkjan var fullgerð var vígður þar nýr erkibiskup með mikilli viðhöfn. Myndin til vinstri sýnir biskupinn, er hann kemur út úr kirkjunni að lokinni vígslu. Kona úr söfnuðinum gengur til biskups- ins og kyssir hringinn á fingri hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.