Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N T-JAUSTIÐ meö gullinn blæ yfir láði og legi; haustið með gula litinn á kornökrun- um kemur mjer altaf til að hugsa um landið, þar sem haust- ið á meiri kynstur af gullnu en nokkuð land annað, Canada. Hugurinn hverfur þangað, til steikjandi síðdegissólarinnar, sem kæfandi og algerlega and- varalaus steikir hæinn lians Jens Friðrikssonar — James Fredericsons — í Stoke, Sask- atchewan, rjett suður undir landamærum North Dacota. Bara að jeg yæri kominn þang- að núna í haust! Hvernig líður yklcur öllum þarna vestra, í Newbury, í Stoke, í Redvers, í Alida? Jeg' ætla að bera niður á fjölskyldu James Frederic- sons i Stoke og segja ykkur söguna af honum og börnunum lians, eins og mjer var sögð hún. James ók sjálfbindaranum úti á hveitiakrinum sínum og strák- arnir urðu að hjálpa til. Það var lítið um skólafræðsluna, þó að kenslukonan í sókninni, ung- frú Hoxton, sem átti heima á bænum, væri altaf að nudda í strákunum með lærdóminn. Þeir voru tveir, Níels og Símon, og voru ólíkir eins og dagur og nótt. Níels var eldri og var ið- inn við námið og yfirleitt á- stundunarsamur og fram- kvæmdasamur. Ilann var sjálf- sagður til þess að taka við jörð- inni þegar James Fredericson færi að eldast. En hinsvegar var Símon ekki við eina fjölina feld- ur. Það var að vísu_ekki hægt að segja að hann væri latúr, en það var auðsjeð, að hann dugði lítt til vinnu. Einu sinni þegar Indíánaflækingur kom á bæinn og stóð úti á hlaði og ljek þar á fiðlu, hljóp Símon út til hans úr kenslustundinni, kenslu- konunni til mikils ergelsis, og bað hann um að lána sjer*fiðl- una. Við þetta tækifæri upp- götvuðu foreldrar hans að strák- urinn var gefinn fyrir hljómlist, og þegar uppskeran var úti ók James Fredericson í bílnum sín- um til Winnipeg til þess að líta á hljóðfæri. Hann keypti orgel og það var flutt vestur til Stoke í tveimur áföngum. Þetta var gamalt og notað Ontario-orgel með stórum fóta- skemlum, smíðað af Buckett & Co. í Toronto. Það hafði verið stilt og snurfusað, en í flutning- unum frá Winnipeg til Stoke liafði fílabeinið á sumum nótun- um dottið af. Símon hafði tálg- að til næfurþunnar spítur og límt ofan á nóturnar, en þegar límið var orðið þurt þá duttu þessar flögur af á ný, svo að Símon varð að byrja á viðgerð- inni á nýjan leik. Simoni var afar eiginlegt að láta liugann reika og dreyma drauma um framtíðina en i öll- um þessum drauinum var bernskuheimilið i Stoke fasti miðdepillinn, sem hann hvarf altaf til aftur, hversu langt sem hann komst. Vegna huglnynda- flugsins varð honum mjög sýnt um að segja sögur og þeg- ar hann þreyttist á að leika á orgelið fór hann jafnan að segja frá livað hann ætlaði að verða. Símon ætlaði að verða forseti í Canada. Eða liann ætlaði að verða liöfðingi yfir canadiska hernum. Hann ætlaði að verða eiltlivað mikið, eitthvað afar- mikið, og ungfrú Hoxton, s,em sat yfir bókinni með Níels leit upp og horfði ávítandi á liann. Ilenni líkaði hann ekki. Likaði ekki þetta hugarflug og draum- órar, en Símon sagði svo skemti- legæ frá, að það var ekki viðlit að halda áfram kenslunni, og faðir hans sat í ruggustólnum og skemti sjer ágætlega við skýjaborgabyggingar sonar síns. Símon hafði það til að rjúka að orgelinu upp úr þurru, hann elskaði það meira en nokkuð annað. Og oft var það á löngum vetrarkvöldum, þegar ungfrú Hoxton hafði tekið fram bæk- urnar og sagði Níels til í landa- fræði og sagði honum frá „gamla heiminum“, að Símon ljek eitt- livað upp úr sjer á orgelið á meðan. Það var eins og liann væri í öðrum heimi. Hann kast- aði höfði og allur líkaminn reigðist og fettist, eins og eitt- hvert framandi afl stjórnaði honum. Fáeinum dögum eftir að org- elið var komið i stofuna hafði Símon náð furðulegu lagi á að spila, og þegar nágrannafjöl- skyldan, Henry Thomson og kona lians og tvær dætur, sem áttu heima nokkrar mílur frá þeim, í Newbury-sókn, komu í heimsókn til Stoke, ráku þau hjónin upp stór augu, og enn meir hissa urðu þau þegar þau heyrðu, að Símon spilaði eins og snillingur. Hann liafði æft sig af kappi áður en þau kæmu, því að hann langaði til, að vekja eftirtekt lijá þeim telpunum Lísu og Margaret, sjerstaklega hjá Lisu, sem var sú eldri og Iag- legri af þeim Thomsonsdætrun- um. Margaret var nefnilega ekki lagleg, og auk þess liafði hún meiðst í mjöðminni og gelck liölt. Thomsonsfjölskyldan kom aft ur og aftur og Simoni fór fram í orgelspilinu. Ilann sá, að þessi list hafði áhrif á Lísu, en af því að hann var ekki nema barn ennþá, sást honum yfir það í- hugsunarleysi, að Margaret hafði gaman af organleiknum líka. Einu sinni kom Henry Thomsen og fór að tala um framtíð barnanna. Hvað James hefði lnigsað sjer að gera úr lionum Níels? Og livað hann Símon ælti að verða? James Fredericson svaraði að Níels ætti að taka við jörðinni með tíman- um og Símon ......... ja, liann mundi leggja hljómlistina fyrir sig. r A RIN liðu. Drengirnir voru orðnir uppkomnir og Símon fjekk sting fyrir hjartað þegar hann uppgötvaði, að Lísa kærði sig ekkert um hann, heldur um hann Níels bróður lians. Níels og Lísa! Það kom flatt upp á Símon, eins og reiðarslag, eins og ógæfa. Hann hafði aldrei hugsað sjer annað en að Lísa vrði konan hans. Hún var orðin gerbreytt, svo kuldaleg, jafn- vel brjóstumkennandi þegar hún brosti til lians. Var þetta al' ágirnd hjá Lisu. Hafði hún verið undir áhrifum föður síns, sem vissi, að Niels átti að taka við jörðinni? Hún hafði farið leynt með þetta. Og mikið flá- ræði var þetta, að kjósa heldur trygga lífsleið, í hjónabandinu með Níels en hina óvissu lil- veru, sem kona tónlistamanns- ins! Símon var höfuðhleyping- ingur. Það kom eklci að sök meðan maður var barn, en það er óheppilegt að vera tullorð- in'n höfuðhleypingur, það var merki uni skapgerðarveilu, fyr- irboði ógæfusainlegrar æfi. Ilvaða grillur böfðu eklci verið í höfðinu á honum þegar hann var barn? Hann hafði talað um að verða forseti i Canada og hershöfðingi yfir Canadahern- um. Símoni sortnaði fyrir augum, hann hafði orðið fyrir barðinu á lífinu og örlögin höfðu bitnað á honum. Hann steinhætti að koma til Newbury. Hvers virði hafði gleði Lísu yfir músíkinni verið. Ekki skíts virði. Músíkin liafði ekki haft nein varanleg áhrif á Lísu. Hann var órór og- vonsvikinn og þegar verst lá á honum, settist hann við orgelið og spilaði, svo að loftið kring- um hann titraði eins og undan kór og básúnum. Og svo rann upp dagurinn, sem varð upphaf ýmsra bylt- andi atburða í lífi Símonar. James Fredericson, sem var hátt á sjötugs aldri, varð bráð- kvaddur. Níels tók við bernsku- lieimilinu og það kom á dag- inn, að foreldrarnir höfðu átt miklu erfiðari fjárhag en ætlað var. Það var ekki skuldlaust bú, sem Lísa Thomson, sem nú lijet Lísa Fredericson, setlist i. Simon gat ekki gleymt, að Níels bróðir hans hafði sagt við tengdaföður sinn; — Það væri mjer elcki fjarri skapi að flytjast vestur i British Columbia og reyna að finna mjer jörð þar. — Já, þú selur arfleifðina, ef þjer býður svo við að liorfa, hafði Thomson svarað. — Ilver veit, sagði Níels kuldalega. — Ef jeg get grætt á því. ' " Innan skamms fanst Símoni eins og liann væri orðinn lieim- ilislaus á sínu eigin heimili. Bernskan var runnið slteið. Fað- ir hans var dáinn og Lísa var dauð — fyrir hann. Ilann varð að finna sjálfan sig, finna at- hvarf sitl i lífinu og sýna hvað í lionum byggi. Símon, yngri sonur James Fredericsons, fór á burt. Hann yfirgal’ Stoke einn dag senmma vors og hjelt i suður. EGAR heimsstyrjöldin hófst var Símon staddur í Wind- sor í sunnanverðu Ontariofylki, hann vann þar á liljóðfæraverk- smiðju og spilaði í kirkjunni á helgum. Hann fór til Montreal og sá i blöðunum myndir af Can- adahefmönnunum, sem fóru um borð í Quebec, áleiðis til vígstöðvanna. Hann skrifaði móður sinni, sem enn átti heima í Stoke, og sagði lienni, að hann væri orðinn hermaður og væri að fara í stríðið. Svo liðu jnánuðir. Svo var það einn dág i skotgröfunum, að Símon fjekk brjef. Brjef? Til mín? Hvað gat það verið? Hann leit á umslagið. Það var frá Newbury og þegar hann opnaði það, sá hann sjer lil mikillar furðu, að það var frá Margaret, systur Lísu. Margaret skrifaði í stuttu máli, að Níels hefði selt jörðina. Hann liefði fengið gott verð fvrir hana og þau Lísa og liann hefðu flutst vestur — til British Columbia, í litinn bæ, sem hjel Ponoca, einhversstað- ar uppi í fjöllum. Gamla frú Fredericsðn hafði leigt sjer her- bergi bjá óviðkomandi fólki í Stoke. Sálin liefir fengið frið, hugsaði Símon bitur. Bernsku- lieimilið selt, alt tvístrað, sitt í hverja áttina. Móðirin rekin á vergang. Ilvernig slcyldi Lísu líða? Skyldi hún una vel hjá Níels, þessum kaldrifjaða sjer- gæðingi? Árin liðu og stríðið gekk sína blóðugu leið. Og þvi lauk. Sí- mon var sendur heim. Hann steig á land í Quebee en fann ekki til neinnar gleði er hann sá ættjörðina aftur. Hann reik- aði um virkishausana kringum minnisvarða Champlains. Þar var maður, senr hafði unnið af- rek. En liann sjálfur? Ilvað átti hann að taka fyrir? Engin kunnátta, engin raunhæf ment- un. Líf lianS var ejrðilegt, fanst lionum. Hvað átti hann að gera? Hann var sljór og lionum war sama um alt, andlega kinsaður og gtti engar vonir. Kanske væri það best að halda vestur á bóg- ORGELIÐ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.