Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 11

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 TIL SKÍÐAFERÐA. Þessi peysa fer ínjög vel innan undir skíðatreyjunni. SfÐDEGISKJÓLL úr svörtu Crépe de Chine, sem er mjög .blótt áfram og laglegur í snið- inu. Skúfunum á ermunum er hæg- jlega hægt að spretta af, þegar mað- ur er orðinn leið'ur á þeim. Túrbaninn er prjónaður úr livítu Angora-garni, sem er mjög lientugt til þéssa, því að það er svo voðfelt og fellur vel að. Tveir hnyklar af garni eru notaðir. Fitjið upp 44 I. á prjón nr. 3‘/i og prjónið eingöngu rjett prjón meðan garnið endist. Síð- an er liægl að setja túrbaninn saman eftir því sem hverjum þykir falleg- ast. HEKLAÐUR BÓNKÚSTUR. Efni: 80 gr. bómullargarn nr. 2, heklunál nr. 3. Aðferð: Fyrst er héklað sporöskju- lagað stykki, sem er 9 c:n. breitt, en 1() cm. langt. Það er byrjað með 7 lausum lykkjum og heklaðar fastar 1. utan um. Síðan er heklað áfram og verður stöðugt að gæta þess, að auka nógu mörgum 1. í., svo að stykkið lierpist ekki saman. Það er aðeins heklað í öftustu lykkjuna og þá verða eftir lykkjur hinum megin og þar er kögrinu síðan fest í. Þeg- ar stykkið er orðið nógu stórt, er ein umferð í viðbót liekluð utan lun ]>að. og skiftast þar á 1 föst 1. og 2 lausar 1., og þessar tvær lausu 1. ná yfir tvær fastar 1. — Kögrið er nú klipt 12 cm. langt og fest á neðra borðið og í brúnirnar. Því er linýtt mjög þjett og liafðir 3 þræðir í hverju. 11 cm. löng ræma með tveim röðum af lausum 1. og einni röð af föstum 1. myndar tiandfangið. ✓ Keiwarinn: -— Getur þú sagt mjer hvað kraftaverlc er? Dem/si: — Nei, jeg veit það ekki. — Hvað kallar þú það ef þú sæir sólina liált á lofti um miðnættið? — Jeg múndi segja að það væri tunglið. — En ef einhver sannaði þjer að það væri sólin en ekki tunglið. —• Jeg segði að það væri lygi en hann vitlaus. — En ef kennarinn þinn segði þjer það, þú veist að jeg skrökva ekki að þjer. — Þá segði jeg að hann væri þreif- andi fullur. Drekkið Egils-öi Prjúnaðup túrhan, f l';' t— sJSs ■! ...........................................-ibj Spádómur um heimsviðburði. Fyrir tæpum tveimur árum stóð svohljóðandi greinarstúfur um utan- ríkisviðburði komandi tíma í úllendu blaði: „Utanrikisstefna Brela byggist á voninni um að geta dregið alt á tanginn þangað til hagsmunir Þjóð- verja og ífala á Balkan rekast á, og eins vona Bretar að geta gerst sótta- semjarar, þegar Þjóðverjar og Rússar hafa öþreytt hverir aðra í styrjöld. Bretar þora ekki að gera Rússa að bandamönnum sínum vegna þess, að þá verði friðurinn kommúnistiskur. Og ekki þora þeir að fara í stríð i bandalagi við U.S.A., því að þá lendi þeir í vasa Ameríkumanna eftir stríðið. Þá er það mjög mikið vafamál, hvernig breska heimsveldið snýsl við nýrri styrjöld. Ástralía liefir lítinn liug á Evrópustríði og Bretar verða. ef þeir eiga að fá hana með sjer, að efna loforð sin um, að gera Ástratíu að höfuðlandi heimsveldisins fyrir austan Súes. í Suður-Afríku fer and- staða hinna þýsku ibúa vaxandi. ír- land er staðráðið í að gæta ítrasta hlutleysis, Canada mun sennilega hafa vaðið fyrir neðan sig þangað til Ameríkumenn hafa sagt já eða nei og sjálfstjórnarlöndin í Vestur-Indí- um og New Foundland munu lieimta að komast i samband við Banda- ríkin, undir eins og ófriður skellur á. Þá mun stríðið ennfremur verða til þess, að Palestína og líklega Ind- land lika, segja sig úr lögum við England. Og Malta er ofurseld Itölum sama daginn og stríðið hefst, livorl lieldur ítalir verða með Bretum eða mót. Þá er aðeins Nýja-Sjáland eftir. Því geta Bretar treyst, því að þeir láta stjórnast af óltanum við að vakna einn góðan veðurdag sem þrælar ,Tapana.“ Ekki af baki dottinn. Hjer á órunum, óður en de Valera varð forseti írska friríkisins, var hann eitt sinn að 'cala á stjórnmála- fundi i Ennis i írlandi. Rjeðust þá hermenn írskir á liann á fundinum sem liandtóku hann fyrir æsingar og sat liann eitt ár í fangelsi. Daginn sem hann var látinn laus fór liann beint til Ennis, boðaði lil fundar og byrjaði framhald ræðu sinnar á þessa leið: „Eins og jeg var að tala um, þegar gripið var fram i fyrir mjer.“. Magnús gamli Stephensen i Viðey liafði að vanda farið snemma á fætur og sjer mann vera að hringsóla kringum húsið og segir við liann: — Þú ert að leita að einhverju, Ilrólfur minn! — Ójá, jeg var að leita að and- skotanum. Þeir segja að hann liafi týnst úr sálmabókinni og öllum öðr- um Viðeyjarbókunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.