Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 1Q17 í byrjun fjórða styrjaldar- llJlf ársins boðuðu Þjóðverjar ó- takmarkaðan kafbátaliernað og kváð- Kafbátur í víking. ust skjóta í kaf hvert það skip og liverrar þjóðar sem væri, er leyfði sjer að koma inn á nánar tiltekin liættusvið, sem m. a. náðu alt i kring- um Bretland. Amerikumenn svöruðu þessu með því að slíta stjórnmála- sambandi við miðveldin. í mars verð- ur uppreisn í Rússlandi og keisarinn leggur niður völd. Hinn 6. apríl segja Ameríkanskur hermaður. Bandaríkin Þjóðverjum stríð á hend- ur og tveimur* mánuðum síðar lendir fyrsta heriiðið vestan frá Banda- ríkjum í Frakklandi, undir stjórn Pershings hershöfðingja. Flokkadrætt ir miklir höfðu verið i Grikklandi milli Konstantíns lconungs og Veni- zelos, var hinn síðari hlyntur vestur- veldunum, en Ivonstantín var mágur Vilhjálms Þýskalandskeisara og hlynt- ur Þjóðverjum. Lauk þvi reiptogi svo, * að Konstantín konungur varð að leggja niður völd og flýja land, en Alexander sonur lians var tekinn til konungs. Sumarið 1917 fer ofurlítið að rofa til í moldviðrinu, sem verið hafði í Rússlandi síðan marsbylting- una; Kerenski telst vera alræðismað- ur þjóðarinnar en hefir auðsjáanlega veika aðstöðu. Hann var lágkröfu- maður (Mensjeviki) og reyndist ekki starfa sínum vaxinn, enda varð nú Lenin kemur heim. ný bylting, í nóvember, og tók Lenin þá völdin í sínar liendur. í næsta mánuði lýsa Finnar yfir sjálfstæði sínu og ljet nýja stjórnin rússneska það gott heita, enda gat hún ekki snúist við Finnum í bili. Um sama leyti liefja Rússar samninga við Þjóð- verja í Brest-Litovsk. Fyrsti stói*viðhurður ársins er sá, að Wilson forseti legg- ur fram hinar alkunnu „14 greinar" sinar, þar sem ger't er ráð fyrir einu allsherjar sambandi allra þjóða, er ófriðn- um Ijúki. Komm- únistar og jafnað- armenn í Finn- landi gera upp- reisn, en hún er bæld niður eftii alllöng vopnavið- skifti, af Manner- heim hersliöfðingja liinna „hvítu'* Finna. Friður er saminn i Brest-Lit- ovsk milli Rússa og miðveldanna og lýkur þar með þátttöku Rússa í sjálfri Zarinn í fangelsi. styrjöldinni. — Keisarafjölskyldan rússneska — hjónin og öll börnin þeirra — eru skotin án dóms og laga austur í Síberíu seinni part vetrar. í Búlgaríu eru stjórnmálaviðsjár og legg ur Ferdínand konungur niður völd e.i Boris sonur hans tekur við. Vestur- veldunum fer að veita betur á vest- urvígstöðvunum, eftir að herir allra samherjanna liafa verið sameinaðir undir stjórn Foclis marskálks, en hungrið sverfur fas’tar en áður að Þjóðverjum, svo að þeir fara að sjá sitt óvænna og Max prins af Baden snýr sjer símleiðis til Wilsons forseta og biður hann að stilla til friðar. Ýmsar þjóðir, sem áður höfðu iegið undir Rússa, Þjóðverja og Austur- ríkismenn fara að rjetta upp höfuð- ið. — Póliand gerist sjálfstætt ríki, Pilsudski. Mazaryk. með Pilsudski hershöfðingja sem rík- isstjóra og Tjekkóslóvakar, sem þeg- ar höfðu fengið loforð samlierjanna fyrir viðurkenningu og aðstoð, stofna íýðveldi með Thomas G. Mazaryk sem forseta. Umrótið nær hámarki með því að Vilhjálmur Þýskalands- Wilhelm keisari kemur til Holiands. keisari flýr til Hollands og Karl Aust- urríkiskeisari til Sviss. Þá byrja sainningar um vopnalilje og miðveld- in neyðast til að taka skilmálum þeim, sem Foch marskálkur selti, um skilyrðislausa uppgjöf. Hinn 11. nóv. voru vopnahljessamningar undirritað- ir í járnbrautarvagni einum, i Com- Foch marskálkur og sveit hans tekur á móti samningamönnum. piegneskóginum í Frakklandi; —sami vagninn var notaður á sama stað i sumar sem leið, er Frakkar urðu að gera vopnahlje við Þjóðverja. Nálægt tíu miljónir manna fjellu í ófriðnum, 22 miljónir voru teknar 'iil fanga og um 8 miljónir særðust. Eftir ósigur Þjóðverja höfðu kommúnistar sig mikið í frannni fyrst í stað og kölluðu sig „spar'iakista". En hægfara jafnaðar- Lloyd George, Orlando, Clemenceau og Wilson. menn náðu þó fljótlega völdum. Flokkadrættirnir voru heiftúðugir og hin róttæku Liebknecht og Rosa Lux- emburg voru myrt og er það eigi gleymt enn í dag með róttæku flokk unum. Ný stjórn- arskrá var sam- þykt í Weimar og jafnaðarmaðurinn Ebertkosinnfyrst forseti hins þýska lýðveldis, en Scheidemann varf forsætisráðherra. Þegar friðarfund urinn kom samati í Versailles urðu það brátt liinir fjórir fulltrúar samherjastórveldanna, sem öllu vildu ráða, nefnilega Lloyd George, Orlando (fyrir ítali) Clem- enceau og Wilson. Wilson gerði eng- ar landakröfur fyrir hönd Banda- ríkjanna en talaði máli alþjóðabanda- lagsstofnunarinnar, en beið þann Undirskrift Versalasamninganna. mikla linekki þegar heim kom, að þjóð hans vildi ekki feðra þetta fóst- ur hans og gekk aldrei í bandalagið. Orlando þótti hlutur ítala verða lít- ill við samningsborðið og siðan hafa ítalir hatast við samningagerðina í Versailles og þaðan stafar kuldi sá sem siðar varð að liatri i ítaliu gegn Frökkum og Bretum. Lloyd Georgé var heldur ekki ánægður og liklegt er, að friðarsamningarnir hefðu ekki orðið eins harðir og raun ber vitni, ef hann liefði getað liaft i fullu trje við Clemenceau — „tígrisdýrið", sem krafðist tryggingar fyrir því, að Þjóð- verjar gætu aldrei risið upp aftur. Meðan þessu fór fram í Versailles tóku Rússar að vinna að skipun og þroska hins nýja kommúnistaríkis síns. Var fyrsl og fremst hugsað um það, að efla herinn sem mest, enda voru þá miklar viðsjár í álfunni og allra verða von og innanlands var enn svo mikil tvísýna, að stjórninni var nauðsynlegt að hafa öflugan her. Leon Trotski var falið að skipu- leggja lierinn og vann hann að þvi með miklum dugnaði. Einn af að- stoðarmönnum lians var Stalin, sem vann sjer orðstír fyrir að bæla nið- ur uppþot í Suður-Rússlandi. Og skömmu siðar var farið að tala um mann suður á Ítalíu, korpórál, sem hjet Benito Mussolini. Hann hafði fyrrum verið ákafur byltinga- sócíalisti og orðið að flýja land. Nú koin liann heim og fór að gefa út blað i Milano, þar sem hann rjeðst á stjórnarfarið í landinu og sýndi fram á, að ríkið mundi eyðast af innanlandsófriði, ef ekki efldist þar nýr flokkur, sem ekki þyrfti að spyrja þing til ráða heldur væri stjórnað af einum manni og þeim að- sloðarmönnum, sem þessi eini kveddi til. Á þessu ári var í fyrsta skifti í sögunni flogið yfir Atlantshaf. Það voru þeir Englendingarnir Alcock og Brown, sem unnu þá dáð og þólti mikið þrekvirki. „Leiðin til heljar —.“ Fimtán fyrstu árin eftir bylting- una í Rújslandi fóru hópar barna rænandi og ruplandi um landið, mun- aðarleysingjar, sem mist 'höfðu for- eldra sína, ýmist fyrir vopnum eða úr lningri. Hafði sjálfsbjargarvið- leitnin gert þessa aumingja að glæpa- lýð. Af sönni ástæðum hafa flökku- barnahópar myndast i Kína og gera þar verstu búsifjar, svo að ef ó- friðnum í Kína lýkur nokkurntíma verður það eitt af erfiðustu viðfangs- efnum að koma þessum flökkubörn- um á rjettan kjöl. Rússum tókst sæmi lega að ráða fram úr þessu vand- ræðamáli, því að landið er ríkt og nóg að gera fyrir starfandi hendur. Hafa þeir gert kvikniynd út af þessu efni og lieitir hún „Leiðin til Íífsins“. Öðru máli er að gegna unv Kína; þar er þjettbýli svo mikið að til vand- ræða horfir, og Iunverjar liafa engin lök á að gera nýtilegt fólk úr van- metabörnum. Það er þvi sennilegt, að ef Kínverjar gera nokkurntíma mynd um flökkubörnin, þá muni hún bera nafnið: „I.eiðin til heljar“. Hæverska. Þegar ítalska skáldið d’Annunzio átti lieima í Frakkl^ndi barst honum eilt sinn brjef með árituninni: „Til mesta skálds Ítalíu“. En nafn var ekkert utan á brjefinu. d’Annunzio neitaði að taka við brjefinu, þvi að áritunin væri ekki rjettnefni. „Jeg er mesta skáld heimsins", sagði hann. >

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.