Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Amy Jobnson ferst. Hver er Aniy Johnson? munii ýnis- ir spyrja, því að frægð dvínar stund- um fljótt. En fyrir tíu árum var ekki uni aðra konu meir talað en liana og liún verður tvimælalaust lalin fræg- asta flugkona veraldar á því tíma- bili sem liðið er af þessari öld, ásamt Amalie Earliart. Nú eru þær báðar farnar sömu leiðina: „týndar“ á flugi. Amalie hvarf í langflugi suður í höf- um fyrir nokkrum árum, en Amy týndist úr flugvjel yfir Thamesárósum á sunnudaginn annan en vár. Sást það síðast til liennar, að hún steypti sjer í fallhlíf út úr flugvjel, sem hún stýrði fyrir flutningadeild enska flug- hersins. Amy Johnson varð aðeins 3G ára. Hún fædidst í Hull árið 1904 og tók lagapróf í Sheffield og rjeðst siðan á lögfræðingaskrifstofu i London. En hún undi sjer þar ekki — hana þyrsti í æfintýr og frægð. Haustið 1928 lærði hún að fljúga og tók síðan próf i vjelfræði. Keypti síðan litla Moth- fíugvjel notaða og 5. maí 1930 lagði lnin upp frá Croydon-flugvellinum við London og var ferðinni heitið livorki meira nje minna en til Ástral- íu og tókst það. Setfi hún nýtt met á leiðinni England—Indland og koin aftur úr leiðangrinum í byrjun ágúst. Fyrir flugafrek þetla fjekk hún 10.000 sterlingspunda verðlaun hjá Daily Mail“ og var gerð „Connnander of Britisli Empire“. í ágúst 1931 flaug hún til Japan. í júlí 1932 giftist liún flugmanninum Jim Mollison og ruddi meti hans á leiðinni London—Cape Town 3 Vi mánuði síðar, með þvi að fljúga vegalengdina á 4 dögum, G tímum og 54 mínútum. Þau hjónin skildu samvistum árið 1938: Árið 1936 vann Amy Johnson siðasta flugafrek sitt, er hún flaug frá Englandi til Cape Town og til baka á styttri tíma en nokkur hafði gert áður. — Er hann bróðir niinn, sem á að skíra á morgun, ekki heiðingi. Eða trúir hann á guð? — Er hljóðið lengi að berast? — Það fer mest eftir því hvert það fer. Þegar t. d. hringt er á menn til máltiða berst það rnílu á sekúnd- unni, en þegar hringt er á menn til að fara á fætur þá kemst það ekki nema nokkra faðma á klukkutíman- um. ítbreiðið Fálkann! Hlöðin hafa sagl frú æfintýrum logarans „Arinbjörn hersir“ viö írland þ. 22. desember, er flugvel Ijel rigna 14 sprengjum gfir skipiö, en skaut af vjelbyssum ú skipshöfnina er hún flgði í björgunarbútinn. Eng- in mynd mun vera l.l af þeirri viönreign, en af mgndinni hjer aö ofan geta menn nokkuð rúöiö hvernig umhorfs hufi verið meðan sprengjunum rigndi niður kringum togarann. Myndn er sem sje tekin af sams- konar atbur&i í Ermasundi, er þgskar flugvjelar vörpuöu þar sprengjum gfir enska togara í haust. Vatns- strókarnir gjósa upp kringum skipið, er sprengjurnar springa í sjónum. FÓSTUINNGANGUR Á AMAKRI. Á Amager við Kaupmannahöfn býr „sjerstök þjóð“, ef svo inætti segja, því að forðum daga flutti einn fyrir- hyggjusamur Danakonungur fjölda Ilollendinga til Danmerkur til að kenna þar garðrækt og fleira, og var þessuin innflytjendum fenginn veru- staður á Amager. Þar er því hollenskt blóð í fólkinu, þó að lekið sje að þynnast, og búningar gamla fólksins á Amager eru náskyldir hollenskum þjóðbúningum. — Einn er sá siður, scm enn er í heiðri hafður á Amager og liann er sá, að slá köttinn úr tunnunni. Og það er gert ríðandi, en ekki gangandi. Safnast þá kná- ustu menn saman i Store Magleby, sem er liöfuðstaður Amagerbúa, með gæðinga sína og þykir það eigi minni lieiður þar að slá köttinn úr tunn- unni, en að verða glímukongur lijer. Myndin er af væntanlegum keppend- um í þessari íþrótt, er þeir hafa safnast saman með hesta sína og bíða bardagans. Maja litla: — Jeg skal segja þjer, mamma, hvað stelpan hún Lísa hak- arans sagði við mig í gær. Hún kall- aði liann pabba bókaorm, og sagði að hann læsi svo mikið. Mamma: — Hvað sagðir þú þá við hana? Maja: — Jeg sagði að verri væri hann pabbi hennar, því að liann væri mjelmaðkur af því að hann hak- aði svo mikið. Kennarinn: — Þú hefir verið ó- þekkur strákur í dag. Jeg skal nú liegna þjer með því að lta þig engan kveldmat fá, hinum drengjunum til viðvörunar. Dengsi: — Æ, kennari. Viljið þjer ekki heldur svelta hina strákana. Það getur orðið hinum drengjunum til viðvörunar. — Hvar er vindurinn geymdur, pabbi minn, þegar logn er? er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. iþrðttafulltrúi hefir Þorsteinn Einarsson verið skip- aður, samkvæmt íþróttalögunum, sem setl voru á þinginu i fyrra. Skal í- þróttafulltrúinn vera ráðunautur hins opinbera í íþróttamálum og hafa eft- irlit með íþróttakenslu skóla og starf- semi íþróttafjelaga. Hinn nýji íþrólta- fulltrúi var um eitt skeið einn af beslu glímumönnum „Ármanns“ og tók m. a. þátt í utanförum fjelagsins, en hin síðustu ár hefir hann verið búsettur í Vestmannaeyjum og hafl þar á hendi íþróttakenslu. Hann mun taka við embættinu nú þegar og verður að hitta á skrifstofu fræðslu- málastjóra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.