Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 15

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Það er langt siðan að bfitta varl Pegoud kollbnýsamei starl Fyrir 30 árum var öðruvísi ástall um flugið en nú. Þá þektust ekki öðruvísi flugvjelar en með trjegrind, sem fóðruð var með ljerefti eða stundum silki, lireyfillinn var afl- lítill og vjelin yfirleitt svo ófullkom- in, að engin flugmaður mundi fást til að láta slík tœki lyfta sjer nú á dög- um. En aldrei niunu hafa verið til á- hugasamari áhorfendur að flugi en einmitt þessi árin. Þá beið fólk úti á flugvöllunum lieilar nætur og daga til þess að híða eftir að „eitthvað mundi ske“ og var þakklátt ef vjelin komst á loft og gat flogið nokkra hringi. Þannig var ástatt í Kaupmanna- liöfn árin 1910—14. Danir voru mjög áhugasamir um flug, ekki síst vegna þess, að danski húgvitsmaðurinn Elle- liammer liafði sjálfur gert tilraunir til að fljúga áður en öðrum tókst það. Þegar skriður komst á flugið í Frakklandi, eftir að Bleriot hafði flogið yfir Ermasund, fóru ýmsir Danir til París til að læra að fljúga. Þar á meðal var Alfred Nervö blaða- maður hjá Politiken. Hann flaug fyrsta athyglisverða flugið í Höfn, fór liring inn yfir horgina og flaug kringum Ráðhústurninn á vjelarskrifli sem „Vampa“ hjet, og slapp óskemd- ur. En hann flaug aldrei eftir það og vjeiin náði sjer aldrei upp eftir það. Næstur vann Robert Svendsen það af- rek að flúga yfir Eyn rsund, mi li Málmeyjar og Kaupnmnnahafnar. Um það flug var meira talað þar en Atlantshafsflug Eindbergs. Dansk i flugfjelagið fór nú að fá til llafnar ýmsa fluggnrpa franska, sem mikið orð fór af. Þar á nieðal Chanle- loup; haan kom með bestu flugvjel- ina, sem Danir höfðu þá sjeð og varð frægur fyrir að þora að fljúga í (i stiga vindi. En næstur eftir hann kom Adolphe Pegoud, sem þá var fræg- astur í listflugi, allra manna í ver- öldinni. Hann flaug á Bleriot-vjel og hafði starfað-hjá verksmiðju Bleriots. Embælti hans þar var, að „innfljúga" nýjar vjelar frá verksmiðjunni. Pegoud var mesti ofurhugi. Hann gerðist, 18 ára, liermaður í her Frakka í Alsír en þegar liann kom þaðan eftir 5 ára útivist gerðist hann flugmaður og náði fljótt meiri frægð en allir aðrir í þeirri sljelt. Það var liann, sem fyrstur flaug með Alfons Spánarkonung. Það var hann sem fyrstur reyndi að stökkva út úr flug- vjel með fallhlíf. Hæðin var 80 metr- ar en lilifin opnaðist ekki og Pegoud lenti í trjetoppi — og slapp mcð glóðarauga og viðbeinsbrot. Sem listflugmaður var liann óvið- jafnanlegur. Einkum þótti það óvið- jafnanlegt að sjá liann steypa sjer kollhnýsa og fljúga langar leiðir í vjelinni á hvolfi. Nú þykir þetta ekk- ert afrek, en það var afrek þá, vegna þess hve vjelar þeirra tima voru Ije- legar og veikbygðar. Þegar slyrjöldin liófst 1914 gerðist Pegoud auðvitað herflugmaður. Þjóð- verjar gerðu út sjerstaka vjel til þess að liafa gát á þessum ofurhuga — leiknasta flugmanni Frakka, sem á- valt flaug einn og stjórnaði bæði vjel- inni og vjelbyssunni. Eitt sinn lenti hann í návígi við þýska 2-manna flugvjel, og lauk því svo að kúla hitti Pegoud í hjartastað. Þá var hann á 26. árinu. Þannig lítur i'it að næturlagi yfir borgum þeim, sem loftárásir eru gerðar á. Undir eins og dynurinn heyrist í óvinaflugvjelunum taka loftvarnafallbyssurnar til starfa, en kastljósum er beint upp í loftið til þess að sji hvar flugvjelarnar eru. En fallbyssnkúlurnar og sprengjurnar mynda eldrákir þar sem þær fara, svo að úr öllu saman verður tröllaukin flugeldasýning með ferlegum hávaða, þar sem dynkirnir í fallbyssunum og drunurnar frá sprengjum flugvjelanna yfirgnæfa gersamlega dyninn í flugvjelumim, enda eru þær að jafn- aði hátt í lofti. Hjer á myndinni sýna breiðu rákirnar kastljósin, en hinar mjórri kúlurnar frá loftvarnabyss- unum. Myndin er tekin yfir þýskum iðnaðarbæ. ADOLPH MENZEL var einn vinsælasti málari Þýska- lands á 19. öld og um leið sá af- kastamesti. Eru málverk eftir hann til i flestum listasöfnum Þýskalands, en teikningar lians skif a þúsundum. Málaði hann m. a. þjóðfræga menn og sögulega viðburði, sem hann að vísu hafði stundum aldrei sjeð. Hjer á myndinni sjest eitt af frægustu málverkum lians, Friðrik konungi mikla. — En til hægri er mynd af honum sjálfum á gamals aldri. Han:i varð níræður og málaði fram í rauð- an dauðann. Þegar hann var grafinn fylgdu flug- fjelagar lians honum til grafar. En jiegar kistan var látin síga birtist flug- vjel yfir kirkjugarðinum — þýsk flug- vjel. Og ofan úr loftinu kom vöndur, bundinn úr frönskum villiblómum, og silkiborði festur við. Þar stóð: „Til Pegoud flugmanns, sem fjell fyrir land sitt. Með kveðju frá andstæð- ingi lians.“ 9 "II.. O "U— O *•%» Drekkið Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.