Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 17.01.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N r— ■■ ---=^R Bt.:.. ■ = — Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Tóma hú§ið. LeynUögreglusaga. -^31 ■>. ■ 2. ■ ■ |E=-=:---- ■■ - „Hvað sjálfan yður snertir,“ hjelt litli maðurinn áfram og var nú orðinn rjoður af hlutverkinu, sem á honum hvíldi, „þá ræð eg yður til, að nota efri hæðina. Það eru gestaherbergi, vinnufólksherbergi og kvistur þar fyrir ofan, eins og við sjáum nú bráðum .... þessa leiðina, viljið þjer gera svo vel Hann gekk á undan upp stigann og það glumdi í þrepunum undan fótunum á þeim. Svo opnaði hann upp á gátt dyr að stofu, sem lá út að framhliðinni. „Lítið þjer nú á, mr. Vane,“ sagði hann með tilfinningarhita eins og trúboði, „er þetta ekki glæsileg vinnustofa fyrir lista- mann? Geysistór gluggi, sem gefur næga birtu, en hún er listamanninum lífsskilyrði, feykimikið gólfrúm, ágæt eldstó í kuld- anum, ljómandi útsýni yfir heiðina.“ Hann tók málhvíld til að safna nieira efni i lofræðuna og leitaði að orðum .... „Og þarna,“ hjelt hann áfram. „Sjáið þjer skápana tvo þarna í þilinu, — þá er hægt að nota fyrir klæðaskápa eða til að geyma í pensla, liti og aðrar nauðsynja- vörur málara.“ Hann gekk rausandi að öðrum skápnum og handljek lásinn. „Hann er kanske aflæstur,“ sagði Jack. „Nei, ekki held jeg það,“ sagði litli mað- urinn, sem gekk upp og niður af mæði, eins og smiðjubelgur. „Hurðin er bara dálitið stirð.“ „Látið þjer mig reyna,“ sagði Jack hjálp- fús og rykti í hurðina, svo að hún hrökk upp undir eins. Mi\ Primby hrökk aftur á bak og rak upp skerandi angistaróp. Þegar hurðin hrökk upp steyptist hár karlmaður -fram úr skápnum og datt með miklum dynk á gólfið fyrir framan fæturna á þeim. Út úr bakinu á honum stóð-skefti af stórum hníf. Jack dró djúpt andann. Svo fanst lionum hann heyra eitthvað og leit upp. í dyrun- um stóð stúlka, gapandi, og starði með ó- segjanlega ótlaslegnu augnaráði á líkið, sem lá á gólfinu. Og á næsta augnabliki var eins og sama skelfingin hefði lostin þau öll. í sama bili var stúlkan horfin. Jack hikaði augnablik í fátinu, sem á hann kom, en svo hljóp hann út og rann á hljóð- ið niður stigann. En stúlkan hafði unnið tíma við fátið á Jack, og þegar hann svip- aðist eftir henni fyrir framan stigann, gat hann ekkert sjeð, hvað af henni hafði orð- ið. Svo mundi hann, að Primby hafði minst á gang úr anddyrinu út í garðinn að húsa- baki. Hann hljóp þar út og kom nógu snemma til að sjá stúlkuna hlaupa yfir grasflöt og hverfa'inn í skógarþyknið. Hann hljóp á eftir henni, en það leyndi sjer ekki, að hún þekti leiðina, því að þeg- ar hann kom að hliðinu á stígnum var hún komin á reiðhjól og ók sem fætur toguðu upp heiðina. Honum datt fyrst í hug að veita henni eftirför í bifreiðinni, en þó lionum hefði unnist tími til þess, sá hann, að stigurinn sem hún fór var svo þröngur, að ekki var hægt að komast þar áfram á bifreið, jafn- vel þó lítil væri. Hann sneri því aftur inn í liúsið, og hitti Primby í anddyrinu, í mikl- um hugaræsingi. „Er þetta ekki hræðilegt, mr. Vane?“ sagði skrifarinn, „jeg hefi aldrei upplifað þvílíkt. Jeg geri ráð fyrir, að maðurinn hafi verið myrtur. — —“ „Vitanlega hefir hann verið myrtur. Fólk er ekki vant að reka sveðjur í bakið á sjálfu sjer.“ „Ne-i, það gerir það ekki — það er al- veg satt. Hvað eigum við að taka til bragðs? -----Hvað haldið þjer að mr. Harold segi?“ „Reynið nú að jafna yður, maður,“ tók Jack fram í. „Þjer liafið ekkert að óttast. Ekki hafið þjer drepið manninn. En við verðum undir eins að ná í lögregluna, þjer verðið að biða hjerna meðan je;g ek — —“ „Nei, mjer er ómögulegt að.vera einn hjerna, með liann uppi á loftinu-----“ — Hversvegna ekki? Ekki gerir hann yð- ur neitt. En ef þjer viljið heldur, þá getið þjer sótt lögregluna — ef þjer getið ekið vagninum mínum.“ „Það get jeg því miður ekki, mr. Vane“. „Jæja, þá verðið þjer að bíða hjerna. Þjer verðið að mæta sem vitni, þess verð- ur auðvitað krafist." Mr. Primby þurkaði svitann af enninu á sjer og lagaði á sjer gleraugun. „Já, þess verður krafist,“ sagði hann. Það var ber- sýnilegt, að litli maðurinn var alls ekki glaður, að þurfa að vera þátttakandi í þessu máli, en þó upp með sjer yfir þvi, að vera orðin svona merkileg persóna. „Þetta er hræðilegt, og mig tekur það sárt vegna aumingja mannsins, en það er í liæsta máta — — spennandi, finst yður það elcki líka?“ Jack glápti á manninn: „Spennandi, hvern fjandann eigið þjer við með þvi?“ Primby sótroðnaði: i,Mjer væri þökk á, að þjer mintust elcki á það við mr. Harold,“ sagði hann pukurslega. „En það stendur nefnilega svoleiðis á, að jeg legg fyrir mig glæpafræði.“ „Leggið fyrir yður glæpafræði ? Eigið þjer við, að þjer sjeuð einskonar einkanjósnari, eða því um líkt ?“ „Ne-i, nei, mr. Vane. Jeg hefi aldrei haft tækifæri til þess, þó að mjer finnist oft, að jeg mundi hafa orðið ágætur lögreglu- njósnari, ef liann faðir minn liefði ekki heimtað, að jeg gengi fasteignasöluveginn. Jeg hefi lesið fjöldann allan af leynilög- reglusögum. Hverja einustu, sem Edgar Wallace liefir skrifað. Þetta morð væri eitthvað fyrir dr. Marrible, og svo verður skrifað um þetta alt í blöðin.“ Jaelt stilti sig um að hlæja. „Dr. Marrible! Hver er það?“ „Þjer hljótið að liafa heyrt hans getið, mr. Vane. Hann >er mesti glæpamálasjer- fræðingur í Evrópu.“ „Nú — eigið þjer við hann — jú, jeg hefi heyrt hans getið, liann kvað vera eins- konar Sherlock Holmes endurfæddur ?“ Og Jack hrosti fyrirlitlega, því að hann hafði enga hugmynd um, hvað mr. Primby átti við. „Já,“ sagði hann, „þjer verðið að af- saka, að jeg get ekki fylgst með bókmenta- hugleiðingum yðar, en jeg hugsa þó, að þjer munuð uppgötva, að lögreglan muni reka þetta mál án aðstoðar utanaðkomandi manna, af þeirri tegund, sem þjer nefnið. Jæja, það kemur auðvitað livorki yður nje mjer við. Nú fer jeg á lögreglustöðina. Þjer getið verið lijerna í garðinum á meðan, ef þjer viljið heldur, en þjer megið ekki láta nokkurn mann koma inn í húsið, Viljið þjer sígarettu?“ Primby reykti ekki og Jack ljet hann vera þar, sem liann var kominn, þó að honum fjelli það illa. Sjálfur ók Jack á burt með þeim hraða, sem tækifærinu sæmdi, hugsandi sem svo, að erindið gæti verið sjer til afsökunar, ef hann yrði stöðv- aður fyrir að aka of liart. í Hampstead vís- aði lögregluþjónn honum á stöðina, og þar sagði hann varðmanninum tíðindin; Par- son yfirlögregluþjónn hjet hann. Hann hugsaði málið og bað Jack að bíða, meðan hann átti langt samtal í síma. Þegar yfirlögregluþjónninn var búinn sagði hann: „Það var leiðinlegt, að þetta skyldi einmitt þurfa að vera í dag. Við höfum aðeins einn njósnara hjer á stöð- inni, og liann liggur í inflúensu. Jeg ætlaði að tala við umdæmisnjósnarann, en hann og tveir aðstoðarmenn hans eru. i rjettin- um, að bera vitni í máli. Yfirlögreglu- þjónninn þar afrjeð, að liringja til aðal- stöðva Scotland Yard, þeir senda líklega mann frá sjer hingað. En það er best að jeg komi með yður þarna uppeftir á með- an, því að samverkamaður minn er við um- ferðaeftirþtið núna.“ Svo náði hann í lögregluþjón til að vera á stöðinni á meðan og ók með Jack til „Carriscot“. Þar hittu þeir Primby, sem var að rifna af löngun til að segja þeim frá ýmsum ályktunum, sem liann hafði gert í málinu, meðan hann beið. Yfirlög- regluþjónninn þekti hann vel, og stakk upp í hann í allri vinsemd. „Nóg um það, Primby,“ sagði liann, „það gctur vel verið, að þjer hafið rjett fvrir yður, en þjer skuluð geyma þetta handa mönnunum frá aðalstöðinni. Jeg er úr um- ferðalögreglunni, svo að þetta kemur ekki mjer við. Ætli við verðum ekki að fara upp og líta á líkið. Ef yður er sama, mr. Vane?“ „Já, auðvitað. Jeg er fús til að hjálpa eins og jeg get,“ svaraði hann. Yfirlögregluþjónninn kinkaði kolíi. — i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.