Fálkinn - 15.01.1943, Síða 3
F Á L K I N N
3
/
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
BlaðiS kemur út hvern föstudag
Allar áskriftir greiðist fyrirfram
HERBERTS prent.
Skraððaraþankar.
„íslendingar viljum vjer allir vera!“
segjum við bæði í tíma og ótíma.
Við göngum með nasirnar og túlann
úttroðið af blessaðri þjóðrækni, svo
nð ókunnir gætu haldið, að við vær-
um einstök fyrirmyndarþjóð. En
hvar er framkvæmdin á öllu þessu
mikla þjóðræknisskrafi og ættjarðar-
ástarmasi? Það er full ástæða til að
spyrja um þetta, og jafnvel aug-
lýsa eftir henni undir „Tapað—
fundið" í blöðum og útvarpi.
Flestar þjóðir heimsins sýna' þegn-
skap og þjóðhollustu þessi árin.
Þær eru að berjast fyrir frelsi og
framtíð ættjarðar sinnar, þær leggja
alt í sölurnar: öll þægindi, ábata-
von og jafnvel lífið sjálft. Útlendir
sjómenn sigla um höfin fyrir lítið
kaup og áhættuþóknunarlaust, úl-
lent kvenfólk starfar i verksmiðjum
og að stritvinnu, og spyr ekki um,
hvort nokkuð sje i aðra hönd. Aðrar
þjóðir strita fyrir lífinu.
En hvað gerum við? Við látuin
eins og striðið komi okkur ekkert
við, eins og liagur annara þjóða i
heiminum komi okkur ekkert við,
eins og þau lögmál, sem ráða í striði
og friði komi okkur ekkert við. Við
græðum fje á stríðinu, og við not-
um það til þess að gera okkur að
fíflum. Við ökum í bifreiðum og
metum mannvirðingar einstaklings-
ins eftir því hve hann eignast marg-
ar og dýrar bifreiðar, við kaupum
hjegóma og látum okkur standa á
sama um hvers virði hann er, bara
ef hann er seldur nógu dýrt. En við
eigum ekki húsnæði yfir fólkið i
Reykjavík. í staðinn byggjum við
loflvarnarbyrgi úr sandpokum, til
þess að prýða bæinn.
Við heimtum og heimtum. Við
þykjumst geta krafist alls, en minn-
umst ekki einu orði á, að við liöf-
um skyldur við þjóðfjelagið, sem
við teljumst til. Við högum okkur
eins og illa vandir eftirlætiskrakk-
ar, eins og ofaldir kálfar. Við þykj-
umst vera vitrir en erum flón, þykj-
umst vera ættjarðarvinir en erum
ættjarðarníðingar, sem fyrirgerum
áliti allra siðaðra þjóða á okkur og
verðufn til athlægis, eða rjettara
sagt erum orðnir það. — Ef islensk
þjóð og íslenskt sjálfstæði á ekki að
líða undir lok, þá verður alger sið-
bót að gerast í hugsunarhætti og
breytni þjóðarinnar. Henni væri
hollara, að taka þessar birgðir af
ættjarðarást, sem hún gengur með
í nösunum, og koma þeim fjTÍr á
íslenska studentafjelagið í Kanpmannahðfn fimtngt.
í fljótu bragði kemur það
undarlega 'fyrir sjónir að „Fje-
lag íslenskra stúdenta í Kaup-
mannahöfn“ skuli ekki vera
miklu eldra en það er. Því að
íslenskir studentar hafa sóll
háskólamentun til Kaupmanna-
hafnar öldum saman og lengst-
um var Khöfn eina meiitahorg-
in, sem stúdentar hjeðan sóttu,
og átti Garðstyrkurinn cða
,JKommúnitetið“ drýgstan þátt
í því. En styrkur þessi gerði
fjöldamörgum stúdentum fært
að stunda háskólanám erlendis,
sem ella hefðu orðið að sitja
heima og hætta að loknu stúd-
entsnámi eða hverfa að því em-
bættisnámi, sem liægt var að
stunda hjer. Latínuskólastúd-
entar gátu orðið prestar áður
en prestaskóli var settur á stofn
fyrir tæpum 100 árum, læknar
gátu ekki mentast lijer fyr en
eftir stofnun læknaskólans fyr-
ir tæpum 60 árum, þegar und-
an er skilið, að konungsúr-
skurður var gefinn út um það,
árið 1862, að landlæknir gæti
kent læknaefnum. Og loks laga-
skólinn árið 1907. Þannig var
ástatt um hinar æðri mentastofn-
anir í landinu þegar Háskóli ís-
lands tók til starfa, 1911.
En íslenskir stúdentar hjeldu
áfram að sigla til Hafnar til
menta, einkum í þeim fræðum,
sem þá voru elcki kend í Há-
skólanum, svo sem málfræði
erlenda náttúrufræði og maim-
virkjafræði. Og þó að Háskól-
inn hjer tæki við fleiri stúd-
entum en sjerskólarnir þrír
höfðu gert áður, þá er þess að
gæta, að stúdentum frá Menta-
skólanum fjölgaði, svo að ekki
dró úr tölu þeirra stúdenta, sem
fóru til Hafnar. Það er fyrst
eftir samþykt sambandslaganna
frá 1918, að fækka tekur ís-
lenslcum stúdentum í Kaup-
mannahöfn og var orsökin til
þess vitanlega sú, að þá var Garð-
styrkurinn afnuminn. Stjórnin
þótti siðferðislega skyld til þess
að bæta stúdentum upp styrk-
missirinn, en batt vitanlega ekki
styrkveitingu hins opinbera við
ákveðinn erlendan háskóla.
Þessvegna fóru íslenskir stúd-
entar eftir 1918 að dreifast um
ýms lönd, auk Danmerkur,
einkum til Þýskalands, en sum-
ir til Noregs, Svíþjóðar, Eng-
lands og Frakklands. Síðan ó-
einhvern stað, þar sem þær geta
börið betri ávöxt, t. d. í sjálfri með-
vitundinni. Við erum ekki enn bún-
ir að læra, hvað til þess þarf að
bera þjóðarnafnið með rentu.
friðurinn hófst hafa stúdentar
hjeðan einkum farið til amerik-
anskra háskóla.
Af þessu leiðir, að Kaup-
mannahöfn er ekki lengur sú
miðstöð íslensks stúdenlalífs
sem áður var. En þó er talið,
að um 100 íslenskir stúdentar
og lcandídatar sjeu í Danmörku
— langflestir í Kaupmarmahöfn
Og að því er virðist starfar
stúdentafjelagið þar af miklu
kappi hin síðustu ár. Það licfir
fundið hjá sjer hvöt til þess að
halda uppi þjóðræknisstarfseini
ytra, síðan sambandið lokaðist
að mestu við ættjörðina og held-
ur þar i heiðri gamalli erfð, því
að svo var löngum, að íslenskir
stúdentar i Kaupmannahöfn
voru vökumenn íslenskrar þjóð-
ar og frömuðir í íslenskri sjálf-
stæðisbaráttu. Nægir að minn-
ast Baldvins Einarssonar, Fjöln-
ismanna og Jóns Sigurðssonar
þessu til sönnunar. Þessir menn
hjeldu uppi ýmiskonar fjelags-
skap meðal fslendinga í Kaup-
mannahöfn, gáfu út rit og störf-
uðu af kappi að heill þjóðar-
innar og þróun íslensks sjálf-
stæðis. Og svo var enn á síðustu
árum baráttunnar, fyrir 1918,
að íslenskir stúdentar í Höfn
voru jafnan vel valcandi í sjálf-
stæðismálinu.
Nú stai'far Stúdentafjelagið í
Höfn að því, að halda uppi ís-
lensku menningarstarfi. bæði
með því að halda kvöldvökur
aðra hverja viku, þar sem allir
fslendingar i Höfn bæði stúd-
entar og aðrir hefðu ókeypis
aðgang, og með því að halda úti
ársfjórðungsriti, sem nefnisl
„Frón“ og fjallar um íslensk
menningarmál og flytur frjettir
að heiman, eftir því sem því
verður við komið. Aðal for-
göngumennirnir fyrir þessu eru
þeir próf. Jón Helgason og
Jakob Benediktsson cand. mag.
og annast þeir kvöldvökurnar
og útgáfu ritsins. Báðir starfa
þeir endurgjaldslaust. En starf-
semi þessi kostar mikið fje,
enda er tilætlunin, að ritið bei’-
ist til sem flestra íslendinga á
meginlandi Evrópu, livort sem
þeir greiða áskriftargjald eða
ekki. Rikisstjóx-nin hefir veitt
nokkurn styi'k til þessarar starf-
semi.
Rjett fyrir nýjárið hóf Lud-
vig Guðmundsson skólastjóri
máls á því í útvai'pinu, að vel
væri viðeigandi, í tilefni af 50
ái-a afmæli Fjelags íslenskra
stxxdenta í Kliöfn, að reynt væi'i
að safna nokkurri fúfgu lijer á
landi til þessarar starfsemi.
Nefnd sú, sem veitir forstöðu
væntanlegu hátíðahaldi í til-
efni af afmælinu, hefir fallist
á þetta, en í þessai'i nefnd eru:
Guðm. Guðmundsson ti-ygginga-
fræðingur (foi'maður), dr. Björn
Þórðarson forsætisi'áðherra, dr.
Bjöi-n K. Þói'ólfsson, dr. Einar
Ól. Sveinsson, Jón Siguiðsson
ski'ifstofustjói-i Alþingis, Magn-
ús Gislason skrifstofustjóri og
Klemens Ti’yggvason hagfræð-
ingur (gjaldkeri).
Nefnd þessi hefir nú snúið
sjer til útvarps og blaða með
tilmæli um að þau veiti viðtöku
næstu viku tillögum almennings
til styrktar þjóði'æknismálefni
því, sem Fjelag islenskra stúd-
enta í Kaupmannahöfn hefir
með höndum. Tilmælum þess-
um er ekki einungis beint til
stúdenta heldur og til allra
annara, sjer í lagi þeii’ra, sem
£iga ættingja í Evi'ópu. Því að
stgi'fsemi þessari er ætlað að
ná til sem flestra. Þannig verð-
ur i’itið „Frón“ sent til allra ts-
lendinga, sem til næst á megin-
landi Evrópu, án tillits til þess
Frh. á bts. n.
Á Garði hittust islenskir stúdentar oftast í Kaupmannahöfn.