Fálkinn - 15.01.1943, Qupperneq 10
10
FALKtNN
VHCWYV
U/SNMIRHIR
Lan i olani.
„Þetta var þjer að kenna, Ásgeir.
Þú hefir getað haft gát á honum
Svip!“
„Af hverju hafðir jni ekki gát á
hvítu raúsinni þinni? Ef þú hefðir
látið hana vera kyrra í búrinu, þá
hefði hann Svipur aldrei bitið hana,“
sagði Ásgeir.
Garðar tök músina upp og selti
liana í lófann á sjer. Þarna var ekki
neitt hægt að gera, músin var slein-
dauð. Ásgeir tók i hálsbandið á
Svip og dró hann að sjer; hann
vildi nefnilega ná í músina aftur,
l>ví að hann var nú ekki greindari
en þetta. Hvernig átti hann að vita,
að það væri nokkur munur á venju-
legum rottum og músum og á hvítu
músinni hans Garðars?
„Hvað varstu að vilja með hund-
garminn þinn inn í viðarskúrinn
okkar?“ hjelt Garðar áfram að
nöldra.
„Hann Svipur er enginn garmur,“
svaraði Ásgeir reiður. „Og þú liefir
sjálfur sagt, að jeg ætti að hafa hann
með mjer þegar jeg kem að heim-
sækja þig. En þú vill kanske helst
Josna við að sjá mig lika?“
„Ef þú og hundurinn þinn hefðuð
ckki komið, þá væri músin mín lif-
andi ennþá!“ sagði Garðar liöslugur.
„Jeg vildi óska, að jeg licfði aldrei
sjeð ykkur!“
Ásgeir svaraði ekki einu einasta
orði en sneri sjer snúðugt frá og
riksaði heim og drö Svip á eftir
sjer. Þetta varð nú byrjun á ó-
vináttunni miklu milli drengjanna
tveggja, sem fram að þessu höfðu
verið bestu vinir. — Þetta gerðist
seinasta daginn í jólaleyfinu, og
þegar þeir komu í skólann aftur
forðuðust þeir hvor annan eins og
þeir gátu. Þeir urðu aldrei samferða
í skólann eða úr honum, þó að þeir
ættu heima rjett hvor lijá öðrum,
þeir töluðu aldrei sanian, og hin
hörnin tóku fljótt eftir hinni þöglu
óvináttu þeirra og fóru að erta þá
með þessu, þó að eklcert barnanna
vissi um áslæðuna til jiess, að þeir
höfðu orðið óvinir.
1 febrúarmánuði kom frænka Garð-
ars úr fjarlægri sveit i lieimsókn til
hans. Hún lijet Helga og var Ijóm-
andi skemlileg telpa og besti fjelagi.
Hún var dugleg i margskonar íþrótt-
um en full fífldjörf, af stúlku að
vera, og Garðar varð slundum að
hafa gát á, að lnin færi sjer ekki
að voða. Veðrið liafði lengi verið
blítt og með úrkomu, en einn morg-
uninii þegar þau vöknuðu voru
gluggarnir alhrímaðir.
„Hæ, hæ! Nú er víst besl að fara
að athuga skautana!“ sagði Ilelga
glöð, þegar hún kom niður í borð-
stofuna til að borða inorgungraul-
inn.
„Ef frost verður í tvo daga þá
liugsa jeg að tjörnin verði held,“
sagði Garðar.
„Mundu, að áin rennur út í tjörn-
ina,“ sagði faðir hans,“ og vötn sem
ár renna í, eru altaf lengur að frjósa
en stöðupollarnir.11
Þegar Garðar kom heim úr skói-
anum og hafði fengið miðdegismat-
inn sinn, fór hann með Helgu nið-
ur að tjörninni til þess að athug'a
live slerkur ísinn væri. Tjörnin var
svo sem stundarfjórðungs gang fyrir
útaij bæinn og það var altaf fögnuð-
ur hjá börnunum þegar ís kom á
liana. Þarna voru komin ýms önn-
ur börn og ísinn var næfurþunnur
og stór vök i iniðri tjörninni.
„Iíf frostið heldur áfram þá verð-
ur kominn skautais á sunnudaginn,“
sagði mamma Garðars þegar hann
kom heitn.
„Á sunnudaginn! Það eru meira
en þrír dagar þangað til á sunnu-
daginn!“ sagði Helga ergileg. „Jeg
er viss um að tjörnin Iieldur á morg-
un.“
En þegar Helga kom út að tjörn-
inni á föstudag var enn opin vök í
miðjunni. Það var næjðingskuldi og
ísinn var orðinn þykkur við löndin,
og þar voru krakkar að bruna sjer
fótskriðu. Helga hugsaði með sjálfri
sjer, að hún skyldi fara á skautum
daginn eftir, og áður en Garðar
kom heim úr skólanum lauinaðist
hún að heiman með skautana sína.
— Þegar Garðar kom heim varð
hann -þess var, að Helga var farin,
og lionum varð undireins órótt inn-
anbrjósts.
„Jeg ætla ekki að borða slrax,“
liugsaði hann, „jeg ætla að fara og
líta eftir henni.“ Svo tólc hann
skautana sína og labbaði á burt.
Þegar hann nálgaðisl tjörnina
heyrðist honum ekki betur en að
einhver væri að kalla. Hann flýtti
sjer nær, og nú heyrði hann greini-
lega að einhver hrópaði: „Hjálp!
Hjálp!“
„Jeg kem!“ kallaði liann á móti
og hljóp eins og fætur toguðu. Úti
í tjörninni sá liann einhvern sem
harðist við að halda sjer uppi —
það hlaut að vera Helga. En liann
var enn of langt undan til þess að
geta hjálpað henni og nú sú hann
að einhver annar hljóp út á ísinn
og sökk niður úr honum. Þetta vai;
drengur. Hann livarf ofan í vökina,
en náði von bráðar í telpuna, sem
var í þann veginn að renna undir
vakarbarminn. Nú var Garðar kom-
inn svo nærri, að.hann þekti dreng-
inn — þetta var Ásgeir! Hann hafði
náð í Helgu og braust nú með hana
áfram i áttina til lands. „Jeg hotna
hjerna,“ sagði hann og tennurnar
glömruðu i munninum á honum,
„hjálpaðu mjer til að brjóta ísinn,
svo að jeg komist áfram — mjer er
ómögulegt að komast upp á vakar-
barininn."
Garðar tók skautana sína og íór
að liöggva ísinn sundur með þeim
en Ásgeir hjelt dauðahaldi um Helgu,
sem hafði fallið í öngvit af hræðslu,
og smámjakaðist með hana nær
landi. Loks voru þau öll komin á
þurt; og nú raknaði Helga við sjer
Adams'on er sterknr.
— Nú múttu ekki kikja; þaö cr
ekkert varið í aö fú jólagjöf, þegar
maöur veit hver hún er!
— Nú er liann hættur aö rigna,
svo aö þiö getiö farið, herrar mínir!
Drekkið Egils-ðl
og þeir tóku hana og leiddu hana á
milli sin, Garðar og Asgeir, og þau
hlupu öll heim eins og fætur loguðu.
Þau voru háttúð upp í rúift og
fengu sjóðheitt blóðbergste að
drekka og daginn eftir kendu þáú
sjer einskis meins. En óvinátta þeirra
Garðars og Áegeirs hafði víst drukn-
að þarna í kalda baðinu í tjörninni,
þvi að eftir þetta hlupu þeir á
skautuin og brunuðu sjer á sleða
með Helgu, og undir vorið voru
þeir orðnir hetri vinir, en jieir
höfðu verið nokkurntíma áður.
Svo að ólán Helgu varð að vissu
leyti lán í óláni.