Fálkinn


Fálkinn - 15.01.1943, Page 12

Fálkinn - 15.01.1943, Page 12
12 F Á L K 1 N N Louis Bromfield: 40 AULASTAÐIR. hrædd, en þó leist henni sennilega einna verst á skrílsæðið, sein virtist vera að grípa alla. Hún varð alt i einn hrædd um Kobba, og fór að vona, að hann hefði farið til Mylluborgar, eða að minsta kosti eitt- hvað út úr borginni, meðan á skrúðgöng- unni stæði. Það liefðu þeir átl að gera — feðgarnir báðir. En í hjarta sinu vissi hún vel, að þetta liefðu þeir ekki gert. Dort- arnir vor Irar og höfðn gaman af bardög- um. Þeir myndu ekki láta sparka í sig liggjandi. Bak við blaðið fór Sjana að biðja til guðs, að Kobbi færi ekki neitt út í kvöld. En þeir feðgar höfðu hvorki farið iil Mylluborgar nje neitt annað. Þeir sátu við myrkvaða gluggana hjá ,,Frjettum“ og horfðu á skrúðgönguna. Dorti gamli var þögull og nú, í fyrsta skifti á ævinni, stóð honum lireint ekki á sama. Hann hafði al- drei búist við því, að þessi kiöfuganga myndi takast svona vel. Hann hafði hælst um það, að hún myndi fjara út af sjálfri sjer. En hún hafði tekist vel — það þýddi ekkert að neita því. Og borgarbúarnir æptu fagnaðaróp — þessir borgarbúar, sem liann hafði treyst og lilaðið undir marga hverja. Bak við hann stóð Hirsli með músarand- litið, fúll og þögull. Síðasta glæpabragðið hans með járnið, hafði farið í lmndana fyrir fult og alt. Hann hafði ánnnið sjer skannnir Dorta gamla, sem tilkynti lion- um um leið, að liann væri rekinn frá starl'i, og Kobba, sem hótaði honnm barsmið. En tiltækið var orðið að sigri fyrir Bíkharðs. En að baki hinna stóð ritstjórinn skjálf- andi rjett eins og hirðmaður Loðvíks kon- ungs sextánda, þegar skríllinn kom í heim- sókn til konungshallarinnar. Þarna i myrkrinu sagði enginn neitt, en þegar aft- asti flokkurinn í halarófunni, með eftir- líkingu Dorta í eftirdragi, kom í ljós, sneri Kobbi sjer við og gekk til dyranna. Dorti gamli lók eftir. þessu og kallaði á eftir honum: „Hvert ætlarðu?“ „Það er sama, livert jeg ætla.“ „Gerðu þig ekki að athlægi. Farðu ekki út á götuna. Það er alls ekki hættulausl.“ En eina svarið, sem hann fjekk, var skellurinn í hurðinni. Gamli maðurinn reis þunglamalega á fætur, og ætlaði á eftir syni sínum, en þegar hann kom út að dyr- unum, var Iíobbi horfinn í mannþröngina, og þá sneri hann aftur. Hann langaði ekk- ert sjerstaklega til að hitta múginn, sem úti fyrir var. Kvensnift úr einu pútnahúsi borgarinnar, kom þó auga á hann og hreytti út úr sjer skömmum: „Snáfaðu burt, gamla greppatrýnið þitt.“ Á meðan þessu fór fram var Kobbi að ryðjast yfir torgið til skrifstofu Gunn- fánans. Hann hafði slaðið i hálfa klnkkustund við gluggann hjá föður sínum, og sjeð skrúðgönguna, áletranirnar á spjöldunum og yfirleitt alt, sem fram fór. Og reiðin sauð upp í lionum. En þegar hann sá eft- irlíkinguna af föður sínuin dregna eftir götunni undir fagnaðarópum sveitalcarl- anna, blossaði irska reiðin upp í almætti sinu. Hann sá ekki nema rautt fyrir aug- unum og nú vildi liann eklci linna fyr en hann hefði drepið Ríkharðs, sem hafði komið öllu þessu uppnámi af stað og ank þess telcið frá honum stúlkuna. Þegar hann nú hljóp yfir toi*gið, þektu hann margir einstaklingar í æstum múgn- um, en áður en þeir næðu að ávarpa liann, var liann horfinn. Hann skaust gegnum æpandi mannþyrpinguna fyrir framan liús Gunnfánans, og hljóp síðan upp stigann og inn i skrifstofuna. Þarna úti við gluggann, með bökin að honum, stóð allur þessi hópur, sem komið hafði af stað byltingunni í Flesjuborg, þella fólk, sem stóð fyrir öllum móðgununum við föður hans — að Sjönu undantekinni. Hann sá á svipstundu, að hún var ekki þarna inni. Hitt fólkið stóð alt úl við glugg- ann og horfði á það, sem fram fór á torginu. Hann hljóp yíir gólfið og beint að Rik- liarðs, reif í öxlina á honum og sneri hon- um við: „Komdu þá, tíkarsonur, og fástu við mig, ef þú þorir.“ Ríkharðs liorfði á hann stundarkorn, eins og utan við sig, en þá kom þessi ein- kennilegi, harði glampi í augn lians. Hann fór rólega úr jakkanum og sagði: „Sjálf- sagt! Við skulum koma út fyrir,“ og síðan gekk liann á undan lionum út að dyrum. En nú hafði frú Lýðs fvrst sjeð, hvað var að gerast og æpti npp: „Ó, hr. Rík- harðs, farið þjer ekki! Farið þjer ekki! Æ, hvað ætlið þjer að gera?“ Villi Friklc virtist eitthvað á báðum átl- um, en Gasa-María tók af skarið og sagði: „Verið þið aldeilis róleg! Jeg ætla nú með þeim og sjá um, að liardaginn fari heiðarlega fram. Jeg skal líta eftir honum. Verið þið alveg' róleg!“ En þá kom Sjana þjótandi fram úr liorn- inu sinu og kallaði: „Kobbi, Iíobbi! Tom, Tom!“ og' þaut síðan á eftir þeim niður stigann. Adda, sem hafði verið inni í skonsu frú Lýðs, ásamt frænda sínum hinum skáld- mælta, kom nú fram og æpti: „Hvað ælla þeir að fara að gera? Hvað í ósköpunum gengur á?“ En bardagamennirnir voru löngu horfn- ir út úr dyrunum og Sjana og Gasa-María á eftir þeim, en frú Lýðst stóð eftir og neri saman höndnm í angist sinni. Villi Frikk og Marla reyndu að hugga liana eftir föngum. Þeir Kobbi og Ríkharðs ruddu sjer braut gegn um mannþröngina á götunni og kom- ust yfir á torgið. Þar staðnæmdust þeir rjett hjá gosbrunninum og bardaginn hófst. Og þetta var bardagi, sem vert var um að tala. Kobbi var írskur og því fæddur bardagamaður og' breiðu herðarnar á Rík- harðs voru honum ekki af gu'ði gefnar til einskis. Þeir runnu hvor á annan eins og lirútar og eftir andartak var kominn mann- hringur alt í kringum þá, — aðallega liinn herskáari hluti borgarbúa; karlar og kon- ur af Árbakkanum og stelpur úr Frank- línsstræti, sem höfðu fengið frídaginn sinn i tilefni af skrúðgöngunni, þar eð allir borgarbúar voru þar viðstaddir og þá ekk- ert að gera í Franklínsstræti, hvort sem var. Þyrpingin var svo þjett, að Sjana og Gasa-María mistu í bili alveg' sjónar á hnefaleikamönnunum, og ráfuðu um einar fimm mínútur, þangað til livatningaópin og mannþröngin við gosbrunninn gaf til kynna, hvar bardaginn færi fram. Þar sáu þær í liálfrökkrinu mennina vera að hamra livorn á öðrum, þrjóskulega. Hvorugum veitti betur. Bæði andlitin voru jafn blóð- ug, og skyrtur beggja í lienglum á bakinu. Hnappurinn kringum þá jókst og þjettist stöðugt, en Gasa-María, sem var heldur á undan, æpti: „Víkið þið frá! Gefið þeim nóg rúm! Frá með ykkuri“ En áður en nokkur vissi af því, var Sjana komin inn á milli áflogagarpanna og reyndi að ýta þeim sundur. Hún æpti i sífellu: „Láttu liann vera! Láttu hann vera!“ í bili var ekki unt að vita, livor þeirra átti að taka þetta til sín, en brátt kom það í ljós, því að hún barði lir. Ríkharðs á bert brjóstið með báðum linefum og öskr- aði: „Láttu hann vera,“ með þeim árangri að bardaginn stansaði von bráðar og þeg- ar ofurlítil þögn varð, lieyrðist hún segja við Ríkharðs: „Þetta er alt saman þjer að kenna! Ekkert af þessu hefði slceð, ef þú hefðir ekki komið hingað.“ Síðan tók hún upp vasaklút og' fór að þurka blóðið framan úr Ivobba Dorta. Hingað lil höfðu áhorfendurnir verið siður en svo hlutlausir og verið að æpa háðglós- ur til Kobha, en þær þögnuðu jafnskjótt sem fólk sá, að frænka sjálfrar frú Lýðs var komin honum til hjálpar; hávaðinn varð að lágri suðu, en jafnframt þrengdist hringurinn um bardagamennina. En þá hljóp í Gasa-Maríu gamli krafturinn, sem hún hafði haft til að bera, þegar hún fleygði sjálf gestunum út úr kránni sinni. Ilún ruddi fólki frá, og eftir andartak var hún kominn inn i hringinn, í öllum spari- fötunum og farin að hjálpa Ríkharðs. En í sama bili komu þrír lögregluþjónar fyrirvaralaust, gegn um mannþröngina og umkringdu Ríkharðs og tilkvntu honum, að þeir tækju hann fastan. Nú var Gasa-Maríu ofboðið og hún sneri sjer að þjónum rjettvísinnar með orða- straum, sem aðallega er notaður í drykkju- krám. En Ríkliarðs þaggaði niður í henni. Hann þurkaði blóðið úr augum sjer og' sagði: „Vertu ekki að þessu. Lofðu þeim að taka mig fastan.“ „Ertu orðinn vitlaus?“ sagði Gasa-María. „Hef jeg verið það liingað til?“ svaraði

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.