Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1943, Side 12

Fálkinn - 25.06.1943, Side 12
12 F Á L K I N N Æfintýri sjómannsins Framhaldssaga eftir Philip Macdonald 17 „Það er nú það .... En hvernig er það með telpuna?14 „Jeg er búinn að tína eitthvað til handa henni. Þú getur farið með það. En verið þið nú róleg þarna niðri, þangað til jeg kem og sæki ykkur.“ Að stundarkorni liðnu, var sjómaðurinn kominn niður járnstigann, klyfjaður könnu og diski. Hellan seig hægt í grópið yfir liöfði iians. Hann þreifaði sig áfram eftir göngunum, og enn einu sinni var hann staddur í jarðhúsinu. Svo árla morguns, var græni bjarminn þarna inni einhvern- veginn svalandi og hressandi. Sjómannin- um virtist hann næstum annarlegur, eins og í öðrum heimi. Afar einkennileg birta; fremur dauf, en þó nægilega sterk til þess, að allir hlutir kæmu skýrt í ljós og fengju á sig nýjan og dásamlegan blæ. Þetta hæli varð í augum lians að grænum helli, svo svölum og unaðslegum, að engin orð fá lýst. Þarna var friður og tóm og þó með örfandi og fjölbreyttum blæ. En inni í og yfir þessu óljósa furðumerki var stúlkan Yalentine. Og raunar ekki stúlkan, heldur konan. í hinum órólega svefni um nótt- ina hafði hann milli vita verið að losna við þá skoðun á henni, að hún væri ekki ann- að en óttaslegið barn. Og nú, þegar undir- vitundin hafði unnið sitt verk, var honum Ijóst, að hún var ekkert barn lengur. Hún sat framan á rúmfletinu. Á gólfinu gólfinu hjá henni stóð fatan, sem sjómað- urinn hafði skilið þar eftir kvöldið áður, ásamt sápu og handklæði; hún hafði auð- sjáanlega verið að þvo sjer. Kjóllinn henn- ar var sá sami eins og við var að búast, en þegar hann kom nær, virtist honum hann nýr og strokinn — og ekki bara kjpll. Korngula hárið hennar fjell niður á herð- arnar. Hún sat álút og og greiddi ljósa, glampandi lokkana með hvitu, skörðóttu greiðubroti, sem eflaust var eitt af því, er hún tindi saman í vasanum á kápunni, sem sjómaðurinn hatt við stafinn á flótt- anum. Hann þokaðist nær, og þá ieit liún upp og kastaði hárinu frá andlitinu. „Ert það þú!“ sagði hún, og brosti til hans. Sjómaðurinn nam snögglega staðar. Það var eitthvað .... var það máske brosið .... sem olli því, að honum varð sem snöggvast erfitt um andardrátt. Hann var steinhissa á sjálfum sjer. Þarna stóð hann eins og negldur niður, með disk í annari hendinni og könnu með rjúkandi tei í hinni. Loks sagði hann: „Góðan daginn. Hjer kem jeg með morg- unverðinn.“ En málrómurinn var jafnvel eitthvað undarlegur, rjett eins og það væri ekki hann sjálfur, sem talaði. Hann ók sjer lítið eitt í herðunum, hálf vandræðalegur. Svo færði hann sig nær — kom alveg að henni og spurði: „Ertu til- búin?“ Hún var með munninn fullan af hárnál- um. Hún horfði upp til hans og kinkaði kolli og brá löngum grönnum fingrunum ótt og títt innan um lýsigullið. 1 dag voru varir hennar rjóðar, en ekki fölar eða nærri gxáar, eins og hingað til. Og bláu augun skinu björt og fi'jálsleg. Þau voru ekki leng- ur sljó og fælin; í djúpi þeirra leyndist hvorki angist nje kvíði. Honum virtist hún hærri en áðui', og þroskaðri. Hún hafði hlotið þann ómótstæðilega þroska, er ein- kennir kornungar stúlkur, er þær losna úr viðjum sjálfsihugunar og kjarkleysis. Hún lauk við að setja upp á sjer hárið. Það fjell þjett og mjúklega að höfðinu og var vafið í gilda, gljáandi snúða, sem hún festi upp fyrir ofan smágerð eyrun. Svo stóð hún upp og rjetti fram hendurnar eftir matarílátunum. „Sestu,“ sagði hann. Hún hlýddi. Hann lagði diskinn i kjöltu liennar, beygði sig því næst og tylti sjer varlega á rúmið, svo að ekki skvettist upp úr könnunni. Svo dró hann skeið og gaffal upp úr vasa sínum, en hún tók af honum könnuna og saup á teinu. Augu hennar horfðu hrosandi á hann upp fyrir könnubarminn, svo að smágerðar hrukkur mynduðust í augnakrókunum. Sjó- maðurinn starði hugfanginn, hann fann sjer til ljettis, en þó jafnframt með nokkrum óróa, að siðan hann kom niður fyrir nokkr- um augnablikum, hafði eitthvað það gerst, er dró úr hinum undarlega sársauka .... hinni sáru og ónotalegu tómleikatiifinningu .... er greip hann miskunarlaust. hvernig sem hann streittist á móti og hæddist að sjálfum sjer — þegar Tom sagði frá því, er fyrir eyru hans hafði borið á veitinga- liúsinu. Þessi barnalega tilfinning var ekki horfin — síður en svo. En nú var hún ekki lengur einvöld. Samtvinnuð henni, og af sama toga spunnin, gerði nú önnur tilfinn- ing vart við sig; undarlega æsandi hugar- lyfting, er gagntekur þá, sem ef til vill að eins óafvitandi eru að nálgast framkvæmd hugsjóna sinna. Hann þekti vart sína eigin rödd, þegar hann spurði: „Gastu sofið vel?“ Hún kinkaði kolli og var altaf að smá súpa á teinu. „En þú?“ spurði hún svo, og setti könn- una frá sjer á gólfið. „0, sæmilega,“ svaraði hann. Hann leit- aði í öngum sínum að nýju umræðuefni og spurði loks: „Hvernig líður þjer í bak- inu?“ Hún sneri snöggt til höfðinu og leit und- an. Hann horfði forvitinn og nálega undr- andi á liana, er hann sá hið hvíta hörund á hálsi hennar og kinn blóðroðna. Það varð þögn. Eftir dálitla stund, svar- aði hún í hálfum hljóðum: „Jeg er betri .... langt um, langt um hetri. Þetta er ekki neitt.“ Alt í einu rann upp ljós fyrir sjómannin- um. Hann gerði gys að cjálfum sjer fyrir að hafa ekki skilið það fyrr, að orsök hinn- ar skyndilegu feimni stúlkunnar var af sömu rótum runnin og hið óvenjulega hug- arástand hans sjálfs. Honum þótti þessi uppgötvun spaugileg og geðfeld í senn. Nú vissi hann, að það var ekki tómur hugar- hurður, að Valentine hafði hreyst úr barni í konu. Kraftaverkið hafði gerst „Þú ættir að reyna að borða,“ sagði hann upp úr þurru. Hún beygði höfuðið til samþykkis, en horfði stöðugt undan, svo tók hún til matar síns, Smátt og smátt fjaraði roðinn burt al' hálsi og vöngurn. Sjómaðurinn virti hana fyrir sjer í laumi. Honum var liálfórótt innanbrjósts, og til þess að sefa geðshræringu sína tók liann að glíma við ákveðið viðfangsefni. Hann stakk tómri pípunni milli tanna sjer og tugði munnstykkið. Hvernig í ósköp- unum stóð á því, að hún kallaði á eftir honum þetta með tígrisliljuna? Það virtist ekki vera neitt samband á milli „frænku“ og veitingahússins „Hundurinn og öndin“. Og samt sem áður hlaut að vera eitthvað samband á milli þeirra, fyrst hún vissi um þessa tígrislilju ... . En hver var tígrislilja? Eða hver þremillinn var það? Alt í einu sagði hann: „Er þjer sama, þótt jeg leggi fyrir þig tvær spurningar?“ Hún sneri sjer við og leit framan í hann. „Láttu þær koma,“ svaraði hún. „Þótti frænku þinni gott í staupinu?“ Hún horfði á hann bláum augunum, stór- um og spyrjandi. „Var hún drykkfeld?“ spurði hann enn. Hún hristi höfuðið. „Frænka bragðaði aldrei áfengi. JJngfrú Torr ....“ Það fór hrollur um hana og röddin varð að hvísli . . „ungfrú Torr var altaf að stríða henni á því — en frænka vildi aldrei neitt.“ „En var ekki oft til vin i liúsinu?“ „Nei, það kom varla fyrir .... Aðeins ‘á meðan ungfrú Torr bjó hjá henni.“ Sjómaðurinn hnyklaði brýrnar. „Það er býsna langt síðan hún var hjá ykkur, minn- ir mig að þú segðir .... Veistu hvar hún var vön að kaupa vínið?“ „Já, jeg veit það. Það var jeg, sem sótti það. Það fjekst í The George, niðri í Mall- ow.“ „Átti hún engin skifti við veitingamenn- ina hjer í kring?“ spurði hann og horfði í gaupnir sjer. Orðin komu með erfiðismun- um; honum var spurningin sýnilega þvert um geð; en jafnskjótt og hann hafði talað, livesti hann augun á andliti stúlkunnar. Hún hristi höfuðið ákveðin. „Nei! Hún þekti þá ekki hið minsta!“ „Einmitt það. Hvernig getur þá . .. .“ Hann fjekk ekki að ljúka við setninguna. Vallí hafði alt í einu snúið sjer við í sætinu, snögt og mjúklega, svo að þau sátu nú aug- liti til auglitis. I vanga hennar færðist dauf- ur roði; hún greip sinni livorri hendi í hornin á treyjunni hans og i-ykti í þau og sagði: „Mjer fanst þú segja, að spurningarnar væru tvær?“ „Stendur heima — þú verður að fyrirgefa mjer forvitnina.“ „Já, en nú skulum við hætta .... hætta þessu, og tala um eitthvað annað.“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.