Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 2

Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 2
o F Á L K 1 N N Ameríkönsk málverkasýning. í fyrradag fór fram í Sýningar- s.kála Myndlistarmanna opnun ný- stárlcgrar sýningar á ameríkönsk- um vatnslitamyndum og eftirlíkingum amerískra og evrópískra Jistaverka. Sýning l>essi er til orði.i fyrir at- I>eina Upplýsingardeiídar Banda- ríkja lijer á landi og fyrverandi og núverandi stjórnenda hennar, ])eírra mr. Porter McKeever og Hjörvarð- ar Árnasonar listfræðings, með að- stoð Whitney-listasafnsins í Ncw York og forstjóra þess, frú Juliana Force. En verndarar sýningarnar eru þau mr. Leland Morris sendi- herra Bandarikjanna og frú hans. Sýningin var opnuð boðsgestum kl. 2 i fyrradag og var þar viðstadd- ur rikisstjóri íslands og ríkisstjórn, sendilierra Bandarikjanna og yfir- Iiershöfðingi Bandaríkjasetuliðsins hjer á landi, Major General William S. Key, sendiherrar erlendra ríkja og sendifulltrúar, ýmsir embættis- menn íslenskir og foringjar úr hei og flota, hjer staddir, erlendir og innlendir lilaðamenn m. m. Mr. McKeever bauð gestina vel- komna og tók því næst til máls mr. Leland Morris sendiherra og lýsti sýninguna opna og svo tilgangi hennar, sem væri sá að kynna ís- lendingum amerikanska málverka- list. Hann drap á að íslendingar hefðu sjerstaklega mikinn áhuga l'yrir málverkalist og kvaðst því vona að 'þessi sýning gæti orðið til þess að sýna íslendingum stefnur og starf ameríkanskra málara. Sjer virtist, sagði hann, að sýning sem þessi gæti orðið til þess að auka gagn- kvæman skilning þjóða á milli, þann skilning, sem væri svo nauð- synlegur til þess að efla vináttu og friðsamleg skifti þjóða á milli. — Þá tók ríkisstjórinn, Sveinn Björnsson til máls. Þakkaði hann með fáum orðum vinarhug þann, sem sýningin hæri vott um og kvað það mundi gleðja íslendinga að fá þelta tækifæri til að kynna sjer málverkálist Bandarikjaþjóðarinnar. Mr. McKeever talaði þvínæst aftur og þaklcaði ýmsum þeim, sem átl hefðu þátt í, að sýning þessi gæti orðið að veruleika. Það hefði ver- ið Eimskipafjelagi íslands að þakka að myndirnar komust hingað og málurunum Guðmundi frá Miðdal og Jóni Þarleifssyni, að sýningin gal fengið húsnæði i sýningarskál- anum á þessum tíma. Hann gat þess og að forgöngumenn sýningarinnar hefðu ákveðið að gefa flestar mynd- líkingarnar og nokkrar fleiri Þjóð- menjasafninu. Hjörvarður Árnason gerði þvi- næst grein fyrir þvi hvað vakað liefði fyrir þeim sem völdu mynd- irnar á sýninguna og hvernig val- inu hefði verið hagað. í mynda- skrána hefir Hjörvarður skrifað eink ar fróðlega ritgerð um amerikanska málaralist, sem allir munu liafa gagn af að lesa áður en þeir fara á sýninguna. Þess má og geta um myndaskrána, að þar er sagt frá öllum þeim ameríkönsku málurum, sem eiga myndir eða eftirmyndir á sýningunni, en þeir eru um CO. Að loknu máli Hjörvarðar list- fræðings þakkaði Matthías Þórðar- son þjóðmenjavörður gjöfina fyrir hönd safnsins og kvað liana lýsa góðum hug. Minntist hann i þessu sambandi bókagjafar þeirrar, sem Bandarikjaþing sendi Landsbóka- safninu í fyrra. Á sýningunni eru alls 30 vatns- litamyndir (frummyndir), og 50 eftirlíkingar málverka. Skiftist sýn- ingin í fjóra flokka. í þeim fyrsta eru 20 cftirlíkingar er sýna eiga þróun amerikanskrar myndlistar frá því á 18. öld og fram á vora daga. Þar eru elslar andlitsmynd- ir eftir Copley (1737—1815), Ralpb Éarl (1751-1801) og Gilbert Stuart (audlitsmynd af Washington). I þessari deild er aðeins ein mynd eftir livern málara nema liinn ein- kennilega snilling Winslow Homer; eftir hann eru átta eftirlíkingar. Þá koma 18 eftirlíkingar af mynd- um amerikhnskra nútímamálara, er flestir eru enn á lífi enda eru að- eins tveir þeirra fæddir fyrir 1889 en þeir yngstu liafa ekki enn náð fertugsaldri. Þarna er fjöldi mynda sem munu vekja mikla athygli, svo sem „American Gotliic" myndin af bóndahjónunum í Iowa eftir Grant Wood. Næst koma svo vatnslitamyndirn- ar, alls 30 að tölu, en af þeim hefir Whitney Museum of American Art lánað meirihlutan, en hinar eru frá fjórum öðrum listasöfnum vestra og frá listfræðingnum Henry Schnaken- berg, en hann aðstoðaði við val myndanna vestra, á þessa sýningu. Eflaust mun þessi deild sýningarinn- ar vekja mesta athygli, því að þó að eftirlíkingarnar sjeu flestar prýði- lega gerðar, þá standa þær jafnan að baki frummyndinni. Höfundar þessara mynda munu flestir vera gersamlega óþektir hjer á landi, en það er ekki ósennilegl að sýning þessi verði til þess að vekja áliuga fólks hjer á þvi að sjá myndir af fleiri listaverkum þeirra. Þetta er einkar fjölbreytt úrval og kennir þar margra grasa, en ekki verður sagt að þessir málarar sjeu jafn róttækir og sumir íslenskir málar- ar. Loks kemur lítið safn Jitprenl- aðra mynda eftir nokkra Evrópú- málara að fornu og nýju, tólf mynd- ir alls, allt frá Rafael til Matisse. Þar er Rembrandt með ,,PóIska ridd- arann“, George Roniney með „Frú Davenport“, Daumier, Corot, Renoir og Cézanne, alt myndir sem margir kannast við af eftirmyndum. Iín frummyndirnar að öllum þessum tólf Jistaverkum eru i söfnum í Bandaríkjunum. Skipulagið á sýningu þessari er svo vel hugsað, að eigi verður betra kosið. Þeir sem hafa haft veg og vanda af findirbúningi liennar eiga þakkir skilið. Það er fræðandi ný- næmi að skoða þessa sýningu, eigi síður en (ensku svartlistarsýninguna i fyrra, og engin vafi á, að fólk mun nota sjer þetta einstaka tægifæri og skoða sýninguna oft og lengi í senn. ( fyrrakvöld kl. 9% hjelt einn af UMBERTO „ÍTALÍUKONUNGUR"? Victor Emmanuel ítaliukonungur hefir nú afsálað sjer völdum og fatið sgni sLnum, Umberto krón- prins ríkisstjórn. Hann kvað liafa verið eini opinberi andstæðingur Mussolinis, jafnan siðan hann komsl til valda á ítalíu. Er liklegt að Um- berto taki bráðum koiumgdóm eftir föður sinn. undirforingjunum í Bandarikjahern- um, Reino Luoma píanóhljómleika, og ljek þar tónverk eftir Chopin. Debussy, Ravel og endaði með þætti úr Rhapsodi nr. 2, eftir Liszt. Var Jeikur hans með afburðum góður og smekklegur. í gærkvöldi hjelt Hjörvarður Árnason fyrsta fyrir- Frh. á bls. 15. HEILDSÖLUBIRGBIR; Svcrrlr Bcrnliöft(h.L Austurstræti 10 — Sími 5832.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.