Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 HUMPRY DAVY Maðurinn sembjó til öryggislampann handa kolanámumönnum. Eftir David Thurlow. Sir Hnmphry Davy, eftir trjeskurðarmyiul frá hans tíð. Þegar litiö er til baka og blöðum flett i enskri uppgötvanasögu lið- inna alda rekst maður á f.jölda manns, sem höfðu einsett sjer að gera ákveðna uppgötvun og unnu sjer engrar eirðar þangað lil þeir liöfðu lokið við liana og ráðið þá gátu, sem þeir voru að spreyta sig á. Þetta voru ekki menn, sem fengu hugmynd sína fyrir snöggan inn- blástur, heldur menn, sem unnu markvisst að lausn viðangsefnis síns. Þeir leituðu þangað til þeir fundu. Einn af þessum niönnum var Humpliry Davy, maður sem gerði l'jölda uppgötvana, sem varðveita minningu hans um aldir. En lang mikilsverðasta uppgötvun lians er námulampinn, sem var þannig gerð- ur, að eigi þurfti að óttast spreng- ingar af gasi í kolanámunum ensku. Kolin eru mesta náttúruauðlegð Breta, en eins og í öllum kolanám- iim heims myndast þar eldfimar gastegundir, svo að jafnan er hætta á sprengingum. Það skeði einn góðan veðurdag í ágúst 1815, að breski vísindamað- urinn Ilumpliry Davy, sem þegar var orðinn kunnur maður fyrir ýmsar uppgötvanir sínar, fjekk brjef frá ónefndum manni, þar sem bent var á hin tíðu slys, sem orsökuð- ust af sprengingunum i kolanámun- um. Viðfangsefnið sem Davy var bent á var þetta: að búa tii nýja tegund af námulömpum, sem ekki gæti kveikt í gastegundum þeim sem jafnan eru í öllum námum. Þó að Humpbry Davy liefði ýmis- legt annað á prjónunum um þessar mundir og að hann var orðinn heilsutæpur maður, fór hann þegar að glíma við þetta viðfangsefni. Gæti liann ráðið þessa gátu mundi hann bjarga lífum samborgara sinna svo þúsundum skifti. Eftir þrjá" mánuði gat Davy til- kynnt, að hann hefði búið til lampa, sem engin sprengihætta stafaði af, í námunum. Hann liafði uppgötvað, að ef að net úr málmi væri á milli lampalogans og námugasins, mundi hitinn frá loganum safnast fyrir i glóðarnetinu, i staðinn fyrir að berast út í loftið og orsaka sprengi- hættu í þvi. Ennfremur komst hann að raun um, að námugas getur ekki sprungið í mjóum glösum. Fyrst notaði hann lítil „reagens“-glös til tilrauna sinna, en komst brátt að raun um, að hringmyndað virnel gerði sama gagn. Og á þessum at- hugunúm byggist námulampinn, sem kéndur er við Davy. í sinni upprunalegu mynd er Davy lampinn gerður eins og hring- brennafa olíulampi, ineð sex þum- lunga háu neti i kring, og er netið 1 Mi, þumlungur i þvermál. í efra opinu á netinu er líka vírnet, en tvisvar sinnum þykkara en það, sem áð'ur var nefnt, til þess að sjá við því, að það brenndi síður i sundur. Netinu er komið fyrir í vírg’riúd, og á henni ofanverðri er handfang, til þess að halda lamp- anum í, en að neðanverðu er olíu- geymirfnn. En loginn, sem brennur innan i netinu, getur ekki liitað loftið úmhverfis svo mikið. að hætta sje á sprengingu í því. Nú eru liðin nær því 180 ár síð- an Davy-lampinn kom fram í fyrstu sinni. Margar umbætur hafa verið gerðar á honum síðan, og nú er svo komið, að það eru eigi nema 10-12 manns að meðaltali, á ári, séni týna lífinu við gassprengingar i ensku kolanámunum. í stað 80 áður. , Breski námumaðurinn notar Davy- lampann eigi aðeins sem ljósgjafa, heldur líka til jiess að finna, hvort mikið gas sje í náinunni. Þcir geta sjeð það á litnum á ljósiiiu, svo og á því hvernig það iogar. Þetta atriði hjálpar einnig mjög til jiess að fyrir- býggja, að slys (svo sem eitranir) verði af völdum námugasins. Þó að einkennilegt megi virðast var hugvitsmaðurinn Humphry Davy skáld líka. Skáldið Cooleridge sagði um hann: „Ef hann hefði ekki ver- ið efnafræðingur, þá hefði liann orðið mesía skáld sinnar aldar.“ Humphry Davy -fæddist 17. des. 1778 í Penzance, yst úti á Corn- wall-skaga. Gekk hann í skóla í Corn- wall, en virtist lítt efnilegur náms- maður þar. Það var ekki fyrr en hann var orðinn starfsmaður við lyfjabúð í Penzance, að það sást„ sem í honum bjó. Nítján ára fór hann að leggja stund á efnafræði og stærðfræði, sjerstaklega. Hann reyndist aðdáanlega hugkvæmur i þeirn greinum, og aldrei var hægt að víkja honum við, þegar hann grúfði yfir tilraunum sinum. Tuttugu ára gamall var hann skipaður umsjónarmaður vísinda- stofnunar einnar i Bristol, sem hafði verið sett á stofn til þess að rann- saka þýðingu ýmsra lofttegunda fyr- ir læknisfræðina. Gerði hann ýmsar uppgötvanir á 'þvi sviði, en þær urðu til þess, að vísindamenn í Lon- don fóru að veita honum athygli. Og svo skeði það árið 1801, að Davy var ráðinn auka-dósent í efna- fræði og forstöðumaður efnarann- soknarstofu Konunglega vísindahá- skólans í London. Þá var bann að- eins 23 ára. Orðstir hans og frægð fór sívax- andi, og innan skamms var hann gerður prófessor. í stöðu sinni fjekkst liann aðallega við þann þátt efnafræðinnar, sem að rafmagninu Frh. á bls. 14. Þessi mynd er úr kvikmynd, sem nefnist „Visindamenn". Htin sýnir Davy vera að gera tilrminir á námulampaniim sinnm. Úr kvikmyndinni „Men of Science". Humphry Davy (sitjandi). En að- stoðarmaðurinn, 'sem lijá honum stendur, er Michael Faraday, sem siðar varð einn frægasti eðlisfræðingur heimsins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.