Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 »Sumargjöf« er tvítug. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svayar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprent. SKRADDARAÞANKAR Ofl heyrir maður ýmsa vitringa fara ávitunarorðum um stríðið. Um vitfirringu þess og grimdaræði, um mannvonsku þeirra, sem hleypa slíkum ófarnaði yfir þjóðirnar. Þeir gerast klökkir er þeir tala um blóð- ið og tárin, tala í sig æsing er jteir leggja út af yfirgangi, kúgun og hryðjuverkum. íslendingar munu vera nokkurn- vegin einhuga um að fordæma stríð — í orði. En sannast að segja erum yið í verki einhver mesta orustu- þjóð, þeirra er telja sig siðaðar. Þó að við höfum fyrir löngu lagt nið- ur vopnaburð stálsins og sjeum hættir að vega liver að öðrum með sverðum — bæði framan að og aftan að (sögurnar gömlu segja með vel- þóknun frá ýmsum dæmurn þess, að sumum var tamt að vega aftan að), þá neytum við í þeirn mun ríkara mæli annara vopna, sem að vísu ekki svifta andstæðinginn lífi þegar í stað, en geta gert honum lífið verra en nokkurn dauða. Hjer er barist af tieift, og svo ríkt er bardagaeðlið að þráfaldlega er bar- ist um margt það, sem eigi væri þörf á að ddlla um — hvað þá berjast um. Það er alþjóð kunnugt, að stjórnar- far landsins hefir um hríð verið með svo miklum endennjm, að öli- um ber saman um að málum þjóð- arinnar sje stefnt í beinan voða. En samt er barist. Barist „þangað til yfir lýkur“ og það þykir hreysti. En það er ekki lireysti heldur er það gjörræði. Þjóðinni blæðir, en baráttuforkólfarnir virðasl ekki setja það fyrir sig. Frekar að láta íslandi blæða út en hætta að berjast. Við erum að stíga fyrsta skrefið til „fulls og óskoraðs sjálfstæðis", sem- sumir kalla svo, með miklum fjálgleik. En við siglum með lik I lestinni,' aldagamla villimensku, sem nágrannaþjóðir okkar hafa liaft þroska til þess að varpa fyrir borð, er þær vitkuðust og siðmenntuðust. Villimennskuna, sem varð okkur að falli á siðustu dögum hins forna Jýðveldis. Nú er hafinn undirbúningur tii ýmsra hátíðabrigða í tilefni af lýð- veldisstofnuninni nýju. Gæti það ekki orðið einn þáttur í þvi hátiða- haldi að stjórnmálaflokkarnir tæki upp sæmilegri bardagaaðferðir en nú. Og væri ekki vert að minnast þess, að það var ekki Noregskon- ungur, sem gerði út af við lýðveld- ið gamla. —- Við gerðum það sjálfir Einn Jiarfasti fjelagsskapurinn, er stofnað hefir verið til i Reykjavik, átti tuttugu ára afmæli á Jiriðju- daginn var, 11. apríl. Þá skeði Jrað fyrir forgöngu Bandalags Kvenna, að ýmsar konur og menn komu saman í Kaupþingssalnum til þess að ræða um „fyrirhugaða fjelags- stofnun i þarfir barna og þeim til velfarnáðar" eins og stendur í t'und- argerðinni. Fundinum stjórnaði frú Ivristín Símonarson, en ritari var frú Guðrún Lárusdóttir, síðar alþm. En meðal ræðumanna voru þær frú Steinunn H. Bjarnason og ungfrú Inga Lárusdóttir og báru þær fram tillögu til samþykktar um að stofnað- ur yrði almennur fjelagsskapur, er hefði það takmark eingöngu, að vinna með fjársöfnun og á annan hátt að heilbrigðis- og siðferðis- þroska barna. Kosin voru á þessum fundi frú Camilla Bjarnason, frú Steinunn Bjartmarsdóttir og Stein- grimur- Arason, til jjess að semja lög fyrir fjelagið, en á fundi 22. apríl voru lög samþykt fyrir „Barna- vinafjelagið Sumargjöfin", og mun frú Laufey Vilhjálmsdóttir liafa átt tillöguna að nafninu. Fyrsti aðal- fundur var haldinn 28. maí og þá kosin i stjórn Steingrímur Arason, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Steinunn Bjartmarsdóttir, Magnús Helgason skólastjóri og Steindór Björnsson efnisvörður. Á aðalfundi voru fjelagarnir orðnir um 80. Þrjú sumur áður en fjelagið var stofnað hafði Bandalag Kvenna hafl fjársöfnun á suinardaginn fyrsta, á svonefndum Barnadegi. Nú hefir þetta nafn fest svo djúpar rætur i meðvitund Reykvikinga, að ýmsir eru farnir að kalla Sumardaginn fyrsta líarnadaginn, en ekki sínu rjetta nafni, Og Reykvikingar hafa að jafnaði sýnt það þennan dag, að „Sumargjöfin" er vinsælt fjelag. — Fyrir tíu árum söfnuðust þann dag kr. 8682. En sumardaginn fyrsta í fyrra var söfnunin komin upp í 70.000 krónur. Og.með næstu sumar- komu gerir frainkvæmdastjórn fje- lagsins sjer von um að 100.000 kr. fáist til framkvæmda fjelagsins, enda hafa þær aldrei verið meiri og kostnaðarsamari en nú. Þvi að verksvið fjelagsins er orðið stórt. Það byrjaði í kjallara Kennaraskólans, með því að Jmr var dagheimili fyrir börn, fyrstu þrjú sumurin, fyrir 34—50 börn. Næstu fjögur ár „safnaði fjelagið í sarpinn“ til nýrra og meiri átaka, og byrjar svo i Grænuborg 1931, með 53 börn, en þeim fjölgar upp í 134 næstu fimm árin. Árið 1936 er einnig rek- ið dagheimili i Stýrimannaskólan- um og við það er hægt að fjölga börnunum um 100. Þá bætist Vest- urborg við, 1937, fyrst sem dág- heimili og siðar einnig sem vistar- heimili, og loks Tjarnarborg, „að- alvígi“ fjelagsins, árið 1941. Þar var síðasta ár bæði dagheimili og leik- skóli og vöggustofa. Auk Jiess hefir „Summai^jöf" rekið um stundar- sakir starfsemi í Málleysingjáskól- anum og á Amtmannsstíg 1. Á siðustu árum hefir starfsemi fjelagsins vaxið gífurlega. Fyrir tiu árum voru 120 börn á vegum fje- lagsins (þ. e. á daglieimilinu í Grænuborg), í samtals 5720 daga. En á síðasta ári voru börnin, sem fjelagið annaðist um orðin 474 og verudagarnir alls 36.628 og hafði þá orðið mikil aukning á starfsem- inni frá því árið áður, því að fjelag- Vt ið fjekk til afnota nýtt liúsnæði, Suðurborg, sem bærinn hefir lágt því til. Nú eru bækistöðvar eða „borgir“ fjelagsins því fjórar, nfl. Grænaborg, Vesturborg, Tjarnar- borg og Suðurborg. Og starfsemin er fjórþætt: Dagheimili, vöggustofa, leikskóli og vistarheimili. Daglieim- ilið hefir starfað i 16 ár, vistarheim- ilið í 6, leikskólinn i 4 og vöggu- stofan i 3 ár. Síðan 1931 hefir „Sumargjöf“ not- ið nokkurs styrks af bæjarsjóði (að tveimur árum undanteknum), og styrks frá ríkinu síðan 1937. Nam bæjarstyrkurinn 135.000 kr. síðasta ár en rikissjóðsstyrkurinn 21.000 kr. En gjöldin við starsemi fjelags- ins urðu á siðasta ári miklu hærri en nokkru sinni áður, eða um hált miljón króna. Nokkurt fje innheimt- ist að vísu í meðlag með vistbörn- Frh. á bls. fh. Ungfrú Þórh. Helgason með dagheimilisbörn í Kennara- skólanum, sumarið 1926. Ngjasta barnaheimilið: Suðurborg. Úr leikskóianum i Tjarnarborg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.