Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Fleiri og fleiri kaupa nú daglega í gróðurhús og vermireiti. 15 metra langur sfrangi, 91 cm. breiður send- ur fritt hvert á land sem er fyrir aðeins kr 125.00. Tryggið ydur SÓLGLER meðan birgðir endast. ii Gísli Haldórsson h. f. Austurstr. 14. — Slmi 4477. »♦♦♦♦♦♦♦»»»♦♦»♦♦♦♦♦♦♦»♦»♦»♦♦♦♦»♦♦»»♦»♦»♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦»♦ Úr leikskólanum í Tjarnarborg. ,,SUMARGJÖF“. Frh. af bls. 3. um ýnisra heimila, en aö öSru leyti verður fjelagið að sjá sjer farborða með fjársöfnuninni á sumardaginn i'yrsta, tillögum fjelagsmanna (þeir eru 800 en fjelagsgjaldið mjög lágt), og gjöfum frá ýmsum velunurum og styrk ríkis og bæjar. -----Það var frú Jóna Sigurjóns- dóttir, sem stjórnaði dagheimili fje- lagsins fyrstú árin, siðar með ung- frú Þórliildi Helgason. Hefir fjelagið jafnan verið heppið í vali starfs- fólks síns og nú eru forstöðukon- urnar allar sjerlærðar og hafa feng- ið bestu undirbúningmentun sem völ er á erlendis. -----Á þriðjudaginn hafði stjórn „Sumargjafár" boð inni í Tjarnar- borg fyrir fjölda gesta. Þar gerði formaður grein fyrir starfsemi fje- lagsins undanfarin 20 ár, og for- stöðukona heimilisins, ungfrú Þór- hildur Ólafsdóttir veitli ágætar góð- gerðir i leikstofum hússins niðri. Jón Jósteinsson skýrði frá næsta barnadegi og Steindór Björnsson æskti samvinnu við íþróttafjelag Reykjavíkur og bauð fram aðstoð barnastúknanna þann dag. Frú Að- albjörg Sigurðardóttir þakkaði for- stöðukonunum fyrir starf þeirra fyrr og síðar, og kvað jiað með svo miklum myndarbrag, að for- eldrum jjætti vænt um að vita börn sín í umsjá Sumargjafar. —- Kvæði barst fjelaginu frá einum velunnara sinum. Og frá Bandalagi kvenna barst gjafarbrjef fyrir 3000 króhum i Vöggustofusjóð Ragnlieiðar S. ísaksdóttur, og er gjöfin tii minning- ar um frú Kristínu Simonarson og frú Camillu Bjarnason, sem báðar áttu þátt i stofnun fjelagsins „Sum- argjöf“ eins og áður getur. Hefir Bandalagið áður gefið fjelaginu jafn- háa uppliæð. í stjórn Bandalagsins eru frúrnar Aðalbjörg Sigurðardótt- ir, Guðrún Pjetursdóttir og Svan- fríður Hjartardóttir. Stjórn „Sumargjafar“ skipa nú: ísak Jónsson, sem verið iiefir for- maður síðustu 4 árin, en alls setið í stjórn í 15 ár, síra Árni Sigurðs- son ritari, meðlimur stjórnarinnar í 10 ár, Jónas Jósteinsson, gjald- keri, Aðaibjörg Sigurðardóttir, Ragnliildur Pjetursdóttir, Arngrím- ur Kristjánsson (í stjórninni í 16 ár) ög Helgi Elíasson. Þegar litið er yfir það, sem „Sum- argjöf' hefir afrekað á undanförn- um 20 árum, er það ósk allra sem til þekkja, að starf henar megi dafna og vaxa. Því að verkel'nið er fagurt og mikið, og þörfin fyrir þetta starf fer s'yaxandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.