Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 12
12 F A L K I N N Tígrisdýrið Stutt skáldsaga eftir PEARL BUCK 5 í dag trúlofumst vifi á morgun gift- umst við. Nei, það er allt of fljótt, hvíslaði hún. Jeg er ekki viss um sjálfa mig. Hún hugsaði til foreldra sinna, til veru sinnar á heimavistarskólanum, til ameríkönsku vinstúlku siiman, Mai y Lane hún mundi aldrei trúa þessu á haila. Þetta gat ekki gerst annarsstaðar en í Kína. — Þú hefir fengið þínar skipanir ræktu þær þannig, að jeg sje ánægður með það, sagði hann við þjóninn, og þjónninn hnevgði sig' og fór út. Kom þú með mjer, skipaði hann í sama tón, og hún hlýddi, því að hvað gal hún annað gert? Skömmu síðar stóð hun andspænis hrumum, gömlum manni, sem sat i útskornu slól, vafinn i tígrisfeldi. Ekki sá í munninn á honum fyrir slap- andi, gráu yfirskeggi liann starði á hana brennandi, djúpum dinunum augum. Þetta var gamla Tígrisdýrið. Beyg þú þig fyrir föður vorum, skij>- aði sonur gamla Tígrisdýrsins. Og Mollie heygði sig' i duftið fvrir homini. NÚ VAR hún gift honum. Tveir hátíð- ardagarnir miklu, trúlofunardagur- inn og hrúðkaupsdagnrinn voru liðiiir hjá. Allt þetta var eins og í þoku fyir hugskotssjónum hennar hin tryllings- lega hátíð, flugeldarnir og' hinir hlossandi kyndlar. Gamla konan hló ánægjulega meðan hún var að koma brúðarslæðu Moílie fyrir. Hvað heldurðu að fólkið niði’i í daln- um hugsi? Það skelfur af ang'ist i rúmum síntim, er það sjer kyndlana og flugeldana. Karhnennirnir grátbændu Tígrisinn um að mega ræna einhvern hæinn. Þeir hafa jetið og drukkið svo mikið, að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Fólkið niðri í dalnum? Faðir liennar Mollie átti heima niðri i dalnum. Hún hafði komið hingað til þess að biðja föður sín- um vægðar til þess að segja Tígrisinum álit sitt á ræningjum og óaldarlýð, á tím- um siðmenningarinnar. Og í stað þess að. . Nú ertu falleg, hafði gamla konan sag't. — Og nú líður okkur vel. Við höfum óskað þess árum saman, að liann giftist. En hann er einþykkur, hann vildi ráða sjálfur. Við hrósuðu sigri þegar hann sendi eftir þjer niður í dalinn það var fju-sta skifti, sem við höfðum upplifað, að hann Ijeti sig nokkru skifta hvort nokkur kona lifði á jarðríki eða ekki. Jú, hann hafði sent eftir henni. Ef að hún hefði ekki komið sjálfkrafa, þá liefði hann látið taka hana með valdi og nema hana á brott. Maður eins og ungi Tígrisinn þarf að eiga unga konu, sagði gamla konan. Og nú, þegar þú ert komin hingað, hvrjar hann vonandi að berjast aftur og vinna á ný jiað, sem hann hefir mist fyrir norðan fjallið. Það sem að Blá-úlfur hefir unnið af honum. Það liefi jeg aldrei heyrt neitl um, sagði Mollie. Nei, það liefir [)ú líklega ekki. En allir segja, að Blá-úlfur sje ekki nærri eins duglegur hermaður og ungi Tigrisinn. Jæja, en nú ertu albúin. . . . Mollie liafði verið fljót að gleyma raus- inu í gömlu kerlingunni. Hún fór út í garð- inn, og að öllum hernum nærstödduum drakk hún vín, sem var blandað víni lians og kraup við lilið hans frammi fyrir gömlu guðamyndunum. Mollie Cliu, hafði hún lieyrt skóla- stjórann segja fyrir einu ári. — Mjer er j)að mikil ánægja að afhenda yðúr skirteini fyrir j)vi, að þjer hafið staðist prófið með miklu lofi af j)ví að jeg veit, að þjer hafið einstælt tækifæri til þess að tendra Ijós menningarinnar og vísindanna í yður eigi landi. Og var hún þarna, i þúsund mílna fjar- la*gð uppi á fjallstindi og kraup á knje fvrir gömlum guðamyndum úr leir, meðal bófa og ræningja. Nú varð aldrei neitt af þessu aftur tekið. Hún hafði drukkið vín, blandað hans víni og etið úr skál hans. Þau höfðu verið gift í fjóra daga — fjóra lagra sólríka daga. Yfir virkinu á fjalls- tindinum hafði ríkl unaðslegur friður, liinn vilti hópur berserkjanna var horfinn. Mollie spurði ckki hvert þeir hefðu far- ið, hana langaði ekkert til j)ess að vita það ekki núna. Hún skaut öllum hugsunum um það á frest, liana langaði að vera eina með honum. Niðri i dalnum áttu foreldrar hennar lieima, vafin í þokunni, og um J)au gat hún ekki varist að hugsa. Þegar móðir hennar kæmi heim mundi lnjn gráta og kveina, og faðir hennar mundi vera sinnu- laus og ekki skilja hvorl liann hefði sjeð hana sjálfa eða svip hennar morguninn sæla. Hún varð að segja honum frá öllu. En ekki ennj)á. Þessi maður, sem hún hafði gifst, var æfintýralegt undur, draum- ur — fursti frá miðöldum — og ])ó ungúr maðúr, á hennar aldri. Hann var i senn gamall eins og Konfúsíus og ungur og nú- tímamaður eins og Mussolini. Hann var talsvert i ætt við einræðisherra, og })að var henni illa við hún varð að venja J>að af honum. Hún elskaði liann heitri og ástríðuþrung- inni ásl. Fyrst og fremst varð hún að kynn- ast honum til fullnustu, áður en hún gœti gert sjer nokkra von um að geta breytt honum. Hann dreymdi stóra drauma um að auka ríki sitl. - Jeg' ætla að æfa stóran her, sagði hann við hana. — Jeg þarf að æfa menn mína í öllu því, sem jeg liefi lieyrt talað um. Þeir eiga að læra flug læra að nota allskonar nýtísku vopn. Jeg hata styrjaldir! sagði liún i geðs- hræringu. — Þú ættir heldur að gera eitl- hvað fólkinu þínu til þrifa, lil dæmis að stofna skóla. — .Tá, jeg skal stofna skóla! sagði liann hrifinn. ()g svo bað liann hana að segja sjer frá skóluum í Ameríku. En J)á kom hoð lil hans, og þegar liann kom aftur var hann eins og villimaður. Jeg skal berjast við Blá-Úlf! hrópaði liann viti sínu fjær. — Hann hefir rænl þorp fyrir snnnan fjall. Jeg hefi reynt að lialda friði, en hvað' stoðar J)að? Jeg ætla að berj- asl við liann og' sníða af honum háusinn með_minu eigin sverði. Þau voru inni í stofunni hans, stórri ferhyrndri stofu, fullri af bókum. Þar var og sfóra rúmið hans, útskorni stóllinn og stóra kistan. Hann fór að kistunni og lyfti á Iienni þungu lokinu og tók upp stórt sverð. Hann dró J)að gætilega úr sliðrum, andlit lians var afmyndað af heift svona hafði hún aldrei sjeð hann áður. Fyrir augnabliki síðan varstu að tala um að stofna skóla handa fólkinu J)ínu, sagði hún. — Jeg skal lcenna þeim meira en að læra, í þessum skólum, sagði hann. Þeir skulu læra að berjast! Svo skeliti hann hurðinni í lás eftir sjer liann var farinn. Mollie sat agndofa eftir með hendurnar í keltunni. Hverskonar mað- ur var Jætta, sem hún liafði gifst? í raun rjettri Jækkti hún liann alls ekki neitt. Nú glumdu við öskur og vopnabrak uni alt virkið. Hestar heýrðust hneggja og það söng í steðjunum undan hamarshöggum járnsmiðanna. — Vertu kyrr I herbergjum þjúum! skip- aði Tígrisinn. Og fyrsta kastið J)á hlýddi hún honurn í þessu. Úr glugganum hjá sjer gat hún sjeð niður i húsagarðinn. Gamli tígrisinn hafði skriðið fram úr liýði sínu og stóð J)arna og gaf ráð með gamalli og rygðáðri röddu. — Þið verðið að nota ykkur undanliald eins og kona notar blævænginn sinn. Lokk- ið óvininn sem lengst fram, J)angað til hann er kominn J)angað, sem vkkur er hentugast að ráðast á hann. Já, já! gamli Tígris! öskruðu mennirn- ir til svars. En ungi Tígrisinn gaf sjer engan tíma til að hrópa. Hann sat í slofu sinni og var að semja hernaðaráætlanir. A borðinu fýrir framan hann lá griðarstór uppdrátlur af fjallinu og öllu nágrenninu. Þegar Mollie læddist inn til lians sá hún hvar hann sal álútur og rýndi i uppdráttinn. Hann leit upp þegar hann heyrði hana koma inn. — Eftir einn mánuð verð jeg kominn |)angað, sagði hann og benti á stað á upp- drættinum. — Þetta eru herbúðir Blá-Úlfs. Og hvað verður J)á um mig? spurði hún.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.