Fálkinn


Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.04.1944, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN íslensk ljóð og smásögur á ensku Síökii sinnum heyrist á því ymprað, að erlendar þjóðir gefi iítinn gaum nútíðarbókmentum okkar. En ekki færist okkur að kvarla um slíkt, því að eklcert gerum við til þess að opna er- lendum lesendum leið inn í þessar bókmentir. Þó er það hlutskifti allra smáþjóða að verða hver um sig að leggja þá braut, ef þær vilja að hún sje farin. Nægir hjer að minna á, hvílíku' geysi-fje bæði Norð- menn og Svíar liafa varið til orðabóka yfir þjóðtungur sín- ar með þýðingum á hinar mest- lésnu tungur menningarþjóð- anna, ensku, frönsku og þýsku. Að undanskilinni orðat>()k Sig- fúsar Blöndals með dönskum þýðingum, eigum við enga not- hæfa orðabók yfir nýja málið og höfum aldrei átt. Sú bók var meira að segja að miklu leyti kostuð af erlendu fje, og nú þegar hiin er uppseld, þætti mjer sennilegt að langt j7rði að bíða nýrrar útgáfu, enda er annað nauðsynlegra en orða- bók með dönskam þýðingum. Það er smuga, en ekki dyr, sem slík bók opnar. En á þetta mál er aldrei minnst og mjer er ekki kunnugt um að það sje nokkrum manni ljóst, að hjer sje nokkurra aðgerða þörf. Og svo er bin hlið málsins. Hvað finnur sá maður, sem með ótrúlegum erfiðismunum hefir brotið sjer leið inn i íslenskar nútíma-bókmenntir? Er það nokkuð, sem svari til erfiðis- munanna? Jeg er hræddur um að svarið hljóti að verða neit- andi. Jú, örfáar skáldsögur, sem bókmentagildi hafa; svo fáar að höfundana má telja á fingrum sjer og þarf ekki á þumalfingrunum að lialda. — Leikrit hartnær ekki, og Ijóð ekki nema stök kvæði, þegar undan eru skilin þau tvenn söguljóð, sem gn,æfa yfir og fyllilega standast samanburð á alþjóðastiku — Búarímur eftir Grím Thomsen og Björn á Reyð- arfelli eftir Jón Magnússon. Annan kvæðabálk eftir Jón mun bráðum mega nefna, enda þótt hann lifði það ekki, að ljúka honum til fulls. Hún er því lield- ur smávaxin veröld þessi bók- mentaveröld okkar hin nýja. Hingað til hafa það aðallega verið Vestur-íslendingar, sem eitthvað hafa að því unnið, að kynna heiminum hinar nýrri bókmentir okkar með þýðing- um, og varla verður til annara að líta í því efni um ófyrirsjá- anlegan tíma. Það er sjálfgefin afleiðing handbókaleysisins, sem jeg minnist á bjer að ofan. Ekki ber að vanþakka það starf, seni bræður okkar og systur vestanhafs hafa unnið á þessu sviði. Það er eitt af svo mörgum talandi táknum um tryggð þerra og ræktarsemi. En þó að sumir liafi unnið þarna mikið og gott starf (öllum mun fyrst koma í liug frú Jakobína Jolmson, og liafa þó aðrir mikla verðleika), þá er þó ekk'i vitan- legt að neinn hafi ráðist í að þýða hin stærri ritin. Er það nærri furðulegt að enginn skuli liafa tekið fjTÍr þá höfuðger- semi sem Búarímur eru, eink- um þegar þess er gætt, að þær eru tiltölulega auðveldar við- fangs. En svo er annað í þessu máli. Þótt þýdd sjeu kvæði og smá- sögur og birt á stangli í blöð- um og tímaritum, þá er slíkt óðara týnt og þess gætir varla. Það var því ekki lítill viðburður þegar tvö ljóðasöfn islensk i enskum þýðingum komu út sam tímis árið 1930, Icelandic Verse, stór bók öll þýdd af einum manni, próf. Watson Kirkcon- nell, sem einnig kostaði útgáf- una og fórnaði til þess mildu fje; og Icelandic Lyrics, er próf. Richard Beck gerði úr garði, en Þórhallur Bjarnarson kostaði af þeirri rausn, sem óvenjulegl er að sýna bókmentunum hjer á landi. Síðan hefir ekkert bæst við þar til á næstliðnu ári að út kom safn af kvæðum og smásögum, er nefnist lcelandic Poems and Stories. Safnaði Richard Beck efninu í þá bók og sá um út- gáfuna að öllu leyti, ritaði grein- argott forspjall, sem er yfir- lil yfir islenskar bókmentir á nítjándu og tuttugustu öld, en auk þess stutta greinargerð um hvern einstakan höfund, sem eitt- hvað á í bókinni. Um þær grein- ar má hiklaust segja að á þeim sje hreint snildarbragð; svo er þar mikið sagt í stuttu máli og svo eru dómar þeir sanngjarn- ir, sem feldir eru yfir höfund- unum og verkum þeirra. Er vitaskuld ekki þar með sagt, að öllum hljóti að sýnast það sama um hvern höfund og hvert atriði. En fátt er það þar, sem nokkurs tvímælis getur orkað. íslendingar hafa fylstu ástæðu til að gleðjast yfir útkomu þess- arar bókar, og þá stuðla þeir áð þvi, að aðrar komi á eftir ef þeir gera sitt til þess að aulca sölu hennar. Má vænta þess, að bæði bóksalar og almennihgur atbugi það. Þakklátir inegum við vera öllum þeim, er þýtt hafa, og þar með gert útgáfuna mögulega. Þó virðist mjer próf. Beck mestra þakka maklegur fyrir sitt starf; en það er nú raunar svo margt, sem ísland má þakka honum. Ekki hefir samt lians mikla og þjóðrækna starfi verið meiri gaumur gef- inn en svo, að enn finst ekki nafn lians meðal heiðursfjelaga Bókmentafjelagsins. Augljós eru þess merkin, að bókina varð að byggja upp af þeim efniviðum, sem fyrir hendi voru. Því er ekki unt að líta á bana sem valda sýnisbók is- lenskra ljóða og smásagna. Þarna vantar sum þau nöfn, sem verið hefðu á meðal hinna sjálfsögðustu i þá bók, sem það átti að vera. T. d. er þar engin saga eflir Þóri Bergsson, alviður- kendan snilling í sinni grein. Ekkert kvæði er þar eftir Jón Magnússon, sem bæði fyrir djúp- sæa vitsmuni, val á yrkisefnum og vandaðan búning ljóða sinna cr í röð hinna fremstu skálda íslands á því timabili, er bók þessi nær yfir. Ekki finst þar neitt eftir Ólöfu Sigurðardóttur, slík höfuðprýði sem hún þó er meðal íslenskra skáldkvenna, og ekkert eftir Ólínu Andrjesdótt- ur. Þessi upptalning er nóg til þess að sýna live stórar eru eyð- urnar, en svo mætti lengi telja. Ilinsvegar er ánægjulegt að sjá þarna rjett og sanngjarnlega dæmt um það skáldið, sem frek- ar öllum hinum hefir haft lilut sinn fyrir borð borinn nú á síð- ari árum. Á jeg þar við Jakob Smára, sem svo hefir verið hneykslanlega meðfarinn að hann bef'ir verið með öllu látinn af- skiftur um liöfundarstyrk þegar aðrir allsómaklegir hafa verið launaðir. Öllu frekar var ekki hægt að löðrunga rjettlætið. Og það voru allt sömu höfuð- skepnurnar sem hræktu á Jalcob Smára og smánuðu Jón Magnús- son. Or því að jeg mintist á rit- höfundastyrkinn, langar mig til að auka við lítilli atliugasemd. Hún er sú, að aldrei heyrist svo mikið sem að því vikið, að verð- launa beri þá rithöfunda vestan- hafs, er yrkja og rita á íslensku. Alveg eru þeir þó jafnt sem hin- ir verkamenn í víngarði íslenskra bókmenta. Hinsvegar eru þess dæmi, að menn út í Danmörku liafa verið launaðir fvrir — að því er okkur einföldum almúga- sálum skilst — að vinna dönskum bókmentum. Því að það sem rit- að er á dönsku, er vitaskuld lagt lil dönskum bókmentum, en ekki íslenskum. Það getur ösköp vel farið saman, og liefir farið sanian, að vera íslenskur maður og danskur rithöfundur. Við er- uni smælingjar og það er of- rausn, ef ekki oflæti, að við greiðum mönnum fje fyrir að semja skáldskaparrit á erlendum tungum. En ef við á annað borð viljum endilega sýna þann (við skulum segja) höfðingskap að gera þetta, þá væntanlega viljum við sjerstaklega launa það, sem ritað er á hinum fjöllesnustu tungum, t. a. m. ensku; svo að J)á má sennilega frú Lára Good- man Salverson vænta frá okkur dálitið Jiokkalegra launa. Fyrst við erum nú á annað borð að styrkja höfunda til þess að vinna bókmentum okkar, þá er Jiað í mesta máta báðulegt að viðurkenna ekki í verkinu svo ágæta menn sem þá J. Magnús Bjarnason, Sigurð Júlíus Jóhann- esson og Guttorm Guttormsson. Enginn vefengir ágæti verka Jæirra, og' það er erfitt að skilja, að J>eir sjeu miður launa verðir fyrir að hafa ritað vestanhafs. Ekki var Matthias á Islandi þeg- ar hann Jiýddi Manfred nje Stein- grímur þegar hann Jiýddi Lear konung, og báðir ortu þeir sum hin ágætustu kvæða sinna er- lendis. Eftir þenna útúrdúr — sem varla er þó útúrdúr — skuíum við nú aftur snúa okkur að Ice- landic Poems and Stories. Það er svo margt og svo mik- ið vel um þessa bók að liún þolir að jeg segi um liana allt það, sem jeg get að henni fundið. Er J>að J)á fyrst, að mjer þykir óþarflega margt hjer af sömu þýðingum og í lcelandic Lyrics. Úr því að þær var nú þar að finna, mátti vel breyta til og bjarga þar með öðrum frá gleymsku. Jeg skal nefna dæmi. Þýðing Runólfs Fjeldsteðs á Dettifossi Kristjáns

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.