Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Heimsókn að Bessastöðum VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstfóri: Skúli Skúlason. FramkvMfóri: Svavar HJaltested Skrtfstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föitudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprenf. SKRADDARAÞANKAR Allir atburðir eiga sitt umhverfi — allt gerist á einliverjum stað. Atburðurinn er fljótur að gerast, og hverfur ytri sjónum þó hann lifi í sögunni. En stad'iirinn, sem atburð- urinn gerist á, varðveitist um aldur og æfi, ef að sagan hefir tilgreint hann. Við eigum lítið af uppistandandi mannvirkjum frá umliðnum öldmn. Við eigum óljósar, vallgrónar rústir, þar sem óður stóðu hibýli forfeðr- anna ó söguöld, og um fæstar þeirra vitum við þó örugglega. Enginn veit með vissu hvar skáli Gunnars hefir staðið ó Hlíðarenda, en liitt vita menn fyrir fornmenjagröft hvar hi- býli Njáls stóðu á Bergþórshvoli, en þetta er ein af undantekning- unum, sem slaðfesta regluna. En við vitum staðinn, bæði fornan og nýrri. Þingvöllur er helgur stað- ur þó að eigi verði þar staðsettar nema örfáar af búðum sögualdar- innar. Gunnarshólmi er sögustaður, þó að eigi sje vitað hvar Gunnar var á hólmanum, þegar lionum varð lit- ið aftur. Enginn veit hvar Skarp- hjeðinn hljóp milli höfuðísa yfir Markarfljót forðum, en mörgum verður sú saga minnisstæð er þeir fara yfir fljótið. En þegar fóik er að ferðast um ókunna stigu nú á dögum, eru þeir sámt margir, sem ekki minnast at- burða staðanna, sem þeir fara um. Með fram mun þetta stafa af þvi að fólk ferðast hraðar en áður og hefir ekki tíma til að taka ó móti áhrif- um staðanna. Og meðfram vegna þess, að nú á bókaöldinni hefi ís- lendingasagan orðið að þoka fyrir öðru, sem unga kynslóðin girnist meira. Tvennskonar er tilgangur allra sannra skemtiferða: að njóta feg- urðar náttúrunnar og kynnast fræg- um stöðum, sem þeir hafa heyrt get- ið. Einstaka maður vanrækir livort- tveggja, en margir hið siðarnefnda. Það er dálítið einkennilegt, að að- komufólk af norðurlöndum virðisl finna meira til helgi sögustaðanna en við gerum sjálfir. En þó er þetta skiljanlegt. Þeir hafa orðið að gera sjer langa ferð i annað land tii að sjó staðinn. Þeir þekkja liann af söigunni og hafa máske frá barns- aldri mótað sjer ákveðnar hugmynd- ir um hann. Og þeir vilja sjá, live i'jarri þær hugmyndir hafa verið rjettu lagi. En sjálfum ber okkur þó öðrum íremur, að temja okkur þetta. í vikunni sem leið, 4. júli bauð forseti Islands og frú hans blaða- mönnum til Bessastaða. Erindið var að skoða þar umbætur þær, sem gerðar hafa verið á húsakynnum og umhverfi húsa nú nýlega, frá því sem gert liafði verið um J)að bil, sem Bessastaðir urðu ríkisstjóraset- ur, l'yrir tveim árum. En þá var blaðamönnum einnig boðið til Bessastaða og birti „Fálkinn" þá margar myndir af staðnum. Hinni gömlu Bessastaðastofu hafði þá verið breytt í mjög viðunanlegt horf, hið innra, eftir því sem hús- ið sjálft leyfði. En mjög voru öll salakynni þar þröng, ef miða skal við þær kröfur, sem gera skal til bústaðar æðsta manns landsins, einkum eftir að liann er orðinn þjóðhöfðingi fullvalda ríkis. Sú kem- ur áreiðanlega tíðin, að reistur verð- ur ó Bessastöðum — eða annars- staðar — fullkominn forsetabústað- ur, sem verði i senn sýnishorn ís- lenskrar húsag'erðarlistar á þeim tíma sem liann er reistur og fullgild- ur bústaður fyrir þjóðhöfðingja hins íslenska ríkis, og fullnægi öllum þeim sanngjörnum kröfftm, sem gera verður til slíks bústaðar. Nú hefir verið bætt úr jTrengsIun- um i forsetabústaðnum i bili, með þvi að reisa sjerstakan móttökusal áfastan við liúsið að suðaustanverðu Sjest þessi breyting glöggt hið ytra, undir eins og ekið er út Álftanesið. Mundi mörgum liafa þótt svo að óreyndu, að illt væri að koma fyrir svo vel færi útbyggingu við hina gömlu, stilhreinu Befssastaðaíltofu, en sú, sem nú er þar risin úr jörðu sómir sjer mæta vel við hið gamla hús. Svo vel, að jafnvel má segja að hin gamla Bessastaðastofa hafi tek- ið góðum stakkaskiftum við hina nýju viðbyggingu. Forsetinn sjálfur, er maður ein-. kennilega næmur fyrir húsbygginga-' Jist og fallegu umhverfi húsa, og % er þetta sagt honum til lofs. En húsa- meistari er hann ekki. Þegar breyta skyldi Bessastaðastofu fjekk hann til liðs við sig ágætan, ungan húsa- meistara, Gunnlaug Halldórsson, sem annaðist — i samráði við þá- verandi ríkisstjóra — um breytingar á hinu gamla liúsi, sem ríkisstjóra- hjónin áttu að flytja i. Blaðamenn, sem sóu fyrir tveimur. órum, hvern- ig þarna hafði verið hagað húsum, urðu talsvert undrandi yfir þvi, hversu smekklegt val hafði verið gert á innanstokksmununum til Bessastaða. Um þetta skal ekki orðlengl frek- ar nú, en hitt mætti drepa á, í jjessu sambandi hvernig umhorfs er hið innra i húsinu, og hvernig tekist hefir að tengja saman gamalt og nýtt þar. Er þá skemmst frá að segja, að úr suðausturenda hins gamla húss hafa verið gerðar dyr inn í lítinn sal, sem að heita má að sje alsettur gluggum á tvo vegu. En inn úr hon- um, þegar út er gengið til vinstri, tekur við hinn nýji samkvæmis- salur. 'Áður en lengra er haldið er rjett að litast um i hinum litla hornsal, sem er lengiliðtir milli gömlu Bessastaðastofu og hinnar nýju. Gluggasalurinn, sem fyrr var nefnd- ur, er í raun rjettri blónmsalur. Þar vaxa háar skreutjurtir frá gólfi til lofts, og aðrar smærri njóta þar þess þroska, sem aðeins fæst við góða umhugsun og í góðu umhverfi. Þarna í þessum sal mun mörguin gestum forsetahjónanna þykja gott að staldra við, bæði innlendum og erlendum. Þeim innlendu til þess að athuga, hve mikla fegurð blóma- rikið getur veitt hjer á landi. Þeim erlendu til þess að gera samanburð á því, hvað hægt er að gera í landi, sem átti svo kalt nafn, að það fór hrollur um þá þegar það var nefnt — áður en þeir kynntust því sjálfir. Salurinn nýi er rúmgóður og falleg ur. Þar eru á langvegg gluggar, sem ná alla leið niður að gólfinu, e-u það er gert úr tíglaviði (parket). Á öndverðum gafli, þegar inn er kom- Frh. á bls. 14. A

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.