Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 BRJEF FBA HOLLIWOOD Úr myndinni „Frú Curie“. Albcrt Bassermann, sem próf. Perot, reynir aö hugga er frú Cnrie (Greer Garson) frjettir að inaður hennar hafi orðið nndir strœtisvagni og beðið bana. „Frú Curie á kvikmynd“. Önnur fræg bók, seni einnig hel'ir komið út á íslensku, er lika að koma á kvikmynd. Það er saga „Frú Curie“, samin af dóttur hennar, er segir frá liinni löngu og ströngu bar- áttu frú Marie og Pierre Curie i þágu vísindanna, en starf þeirra opnaði mannkyninu leið að undra- efninu radium. Eftir langa umhugsun valdi kvik- myndastjórinn Greer Garson og Walter Pidgeon til þess að leilca þessi frægu lijón í myndinni. Hafa þau tvisvar áður leikið hjón í kvik- myndum og tekist vel. Eðlisfræð- ingurinn dr. Rudolph M. Lang sér um hina' vísindalegu hlið kvikmynd- arinnar. — Það hefir eigi verið liægt að rekja æfisögu Curie-hjón- ánna til hlítar í þessari mynd, en þar sjást þáu að verki við allar mik- ilvæguslu rannsóknir sínar. Og þar sést heimilislíf þeirra, fátækt þéirra og barátta. Slátrarinn neitaði. Joe Gruic heitir slátrari einn séttaður frá Dalmatíu við Adriahaf, sem rekur litla ketbúð í Los Angeles. ‘Það uppgötvaðisl að hann væri eini maðurinn í Californiu, sem gæti leikið sómasamlega gríska „bagpipe" en á slíkum manni þurfti RKO kvikmyndafjelagið að halda í kvik- mynd. Var nú farið til Gruic og hann beðinn að aðstoða og vera i Hollywood nokkra daga. Bauð fjelagið honum 100 dollara á dag fyrir áðstoðina, en samt neitaði Gruic, og bar því við að þá yrði hann að loka búðinni sinni á meðan. „Fjöldi húsmæðra og heimilis- fólk þeirra er upp á mig komið, hvað ket snertir,“ sagði hann, „og mjer ber fyrst og fremst að rækja skyldur mínar við þessa viðskifta- vini mína. Þessvegna loka jeg ekki búðinni". Loks urðu sættir með því móti að Gruic vann starf sitt á kvöldin eftir lokunartima. Vinsæll af „statistunum“. Rússneski leikstjórinn Leonide Moguy er einkar vinsæll af „statist- unum“ í Hollywood. Þetta sannaðist nýlega er verið var að taka útiatriði úr mynd einni, sem gerðist í Arabíu og vorú sextíu „statistar“ við upp- tökuna. Frjettist þá að kona leik- stjórans hefði skyndilega orðið veik. „Statistarnir“ söfnuðu saman nokkru fje til að kaupa fyrir blóm og sendu frú Moguy. Leikstjórinn varð svo hrærður yfir þessum vináttuvotti, að hann lijelt þakkarræður á ensku, rússnesku, frönsku, og arabísku, en öll þessi mál talar hann vel. Og „statistarnir" voru af þessum þjóð- ernum. Selznick á 20 ára afmæli. Einn frægasti leikstjóri Banda- ríkjanna, David O. Selznick, átti í vetur tuttugu ára afmæli sem kvik- myndaleikstjóri. En ekki gaf hann sjer fri þennan dag en vann eins og venjulega og var að byrja á nýrri mynd, „Since you went away“, með Claudette Colbert, Joseph Cotton, Jennifer Jones og Shirley Temple í aðalhlutverkunum. Fyrsta kvikmynd Selznick var stutt enda var hann ekki nema fjóra tíma að ljúka við hana. Hún var um argentínska hnefaleikamanninn Luis Angelo Firpo, sem þá var að búa sig undir að berjast um heims- meistaratignina við Jack Dempsey. Síðan hefir hann stjórnað fjölda- mörgum kvikmyndum, en fræg- astar þeirra allra eru „Á hverfanda hveli“ og „Rebekka“. Ungur málamaður. Leikkonan Katharine Hepburn bað í vetur kínverskan dreng, sjö ára gamlan, sem heitir Hayward Soo IIoo og leikur í kvikmyndum, að kenna sjer kínversku. „Jeg tala ekki kinversku eða ensku nema þegar jeg kemst ekki hjá þvi,“ svaraði snáð- inn, „því að jeg er hræddur um að það skemmi spönskuframburðinn minn.“ Drengurinn talar vel frönsku, auk þeirra mála, sem nefnd voru, og má heita að þetta sje vel af sjer vikið af sjö ára gömlum snáða. Kinverjar hafa útt í ófriði lengur en vesturþjóðirnar, en Kína er stórt ríki enda hefir Japönum ekki tekist að sigra það, þratt fyrir það að hervarnir Kínverja voru fremur bágbornar. En þjóðin hefir miikinn mannafla. Sérstakan orðstír hefir æskuher Kinverja getið sjer, en þar eru bæffi karlar og konur. Nefnist þessi ker „San Min 1“ og hefir margvísleg tandvarnarstörf á hendi. Hjer sjást flugmenn úr þessari æskuliðsfylkingu. KÍNVERSKIR FLUGMENN. SHERMAN-SKRIÐDREKARNIR hafa komið' mikiff viff sögu i styrjöldinni í Afríku og Ítalíu oy þykja einna bestu skriffdrekar amerikanska hersins. Hjer sjest á einn þeirra og er myndin tekin á vígstöðvum ftaliu. Skriðdrekinn er máláffur meff felulitum. HALIFAX-SPRENGJUFLUGVJELARNAR eru oft nefndar í sambandi við árásir á meginlandið, því að Bretar nota þær þeirra erinda einna mest allra sinna stóru flug- vjela. Eins og myndin sýnir eru þær talsvert svipaðar Liberator- flugvjelunum ameríkönsku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.