Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 12
12 FÁL'KINN Pierre Decourelli: 9 Litlu flakkararnir Við þessi orð sprall Helena á fætur. — Nei, nú er mjer nóg boðið, sagði hún, — sjálf hefi jeg þolað allt, en þegar hinum látnu er ekki lengur hlíft, þá verð jeg að tala. Þjer hafið sært móður mína, greifa- frú, guð gefi mjer nú, þegar jeg særi hjarta annarrar móður. Hin seka, sú, sem þjer hafið liætt og útslcúfað, er dóttir.yðar .... — Cannen! hrópaði Ramon. — Carmen, endurtólc greifafrúin. Þú ákærir þá, sem er fjarvefandi og ekki get- ur sjálf varið sig. Það er ódrengilegt og kemur heim við fyrri framkomu þína. Þetta er samt þýðingarlaust, því að Car- men heitir ekki Helena de Moutlaur eins og stendur á brjefinu og Carmen á ekkert barn, en þú....... — Jú, jú, hrópaði Helena í örvæntingu, þegar henni flaug í hug, að hún hefði enga sönnun fyrir því, sem hún var að segja. — Jú, jú, Carmen á Barn“. — Viltu þegja, sjerðu ekki að mamma þolir þetta ekki, sagði Ramon og greip þunga Ijósastiku úr bronsi og ætlaði að kasta lienni í Helenu. Greifafrúin gekk á milli. Helena hörfaði hrædd undan. Hún sá að maður hennar var óður af reiði og hann var viss með að drepa hana. Ramon var trylltur, hann vissi ekki hvað hann gerði, móðir hans reyndi að halda aft- ur af honum, hann steytti hnefana og kall- aði á eftir henni orð, sem mundi gera þeim ókleift að sættast aftur. — Skækja, sagði hann. Helena horfði skelfd á hann, svo hljóp hún burtu og sagði í sífellu: — Ramon! .... Ramon! Það er ekki jeg, jeg er saklaus. VI. HEFNDIN. Nokkrar klukkustundir voru liðnar frá þessum óheillaatburði. Allir i hinni fögru höll sváfu eða ljetust sofa. Margur, er gekk framhjá þessari höll, hafði litið hana öl'- undarau,ga og hugsað sem svo, að þar hlyti að vera aðsetur gleði og lífshamingju, en nú ríkti þar hin sárasta hjartasorg. Eftir að Helena hafði flúið upp til sín sat maður hennar hugaður af sorg, niðri. Það varð löng þögn. Loks gekk gamla konan til sonar síns. — Hvað ætlar þú að gera? spurði hún hljóðlega. Ramon leit upp. Augu hans loguðu af hatri. — Jeg mun hefna mín, sagði hann. — Hefnd mín verður hræðileg. — Á hverjum ætlar þú að hefna þín? Þú þekkir ekki sökudólginn, og hún segir þjer aldrei nafn hans. Brjefið var nafnlaust. — Það er rjett. — Jæja, hvað þá? Hvað þá? Þá hefi jeg ennfremur á- stæðu til að hefna mín á henni og þessu lausaleiksbarni, sem hefir eins og móðir þess rænt ást minni, kossum og blíðu al- iotum. —Hafðu hugfast, að þetta er kvenmaður og harn. — Já kona og harn annars manns. . Greifafrúin skelfdist, þegar hún sá hat- urssvipinn á syni sínum. IJún þekkti frá fyrri lið hið ósveigjanlega skaplyndi sonar sins og vissi að hann var til alls vís ef hann reiddist .... Hún laut höfði og þagnaði. - Mamma, mér þætti vænt um ef þú vildir fara hjeðan snemma á morgun. Þú mátt ekki vera lengur i návis þessarar konu. — Já, sagði gamla konan, — jeg skal fara. Þegar hún bjóst við að fara, leit Ramon upp. Augu þeirra mættust og þau fjellust i faðma og grjetu ákaft. - — Vesalings drengurinn minn, sagði gamla konan. Þetta eina augnablik virtist Ramon ætla að láta bugast. Þegar móðir hans var farin, þornuðu tár hans og hann varð aftur rólegur. Hann gekk úr dagstofunni inn í skrif- stofuna, sem var hjört og vistleg. Þarna hafði Helena setið^á hverjum degi á með- an hún skrifaði honum, hér minti allt á hana. Hann settist við arininn og horfði i gaupn- ir sjer. Hvað átti hann að gera? Ef hann ræki þau hæði burtu, mundi hún samstundis leita til elskhuga síns, sem yrði glaður að fá liana til sín, og svo fyndi barnið hinn rjetta föður. Það var ekki að hans skapi að fyrirgefa og gleyma, eins og ritningin hýður. Hann nísti tönnum. Reiðitár komu fram í augu hans. Nei, hann vildi hefnd, hræðilega hefnd Svo undarlegt, sem það kann að virðasl, snerist reiði hans aðallega gegn harninu. Hann hataði það nú eins álcaft og hann hafði áður elskað það heitt. Honum sortn- aði fyrir augum. Honum fanst liann geta molað þelta litla höfuð við steinvegginn, svo sterkl var hatur hans. Hann spratt á fætur og gekk að járnkistu í einu liorninu. Þaðan tólc hann stóra skjalatösku og leitaði, þangað til liann fann stórt umslag, sem á var ritað með stórum bókstöfum: Þetta er erfðaskrá mín. Hann opnaði umslagið og brendi því sem í því var og fór að skrifa. Hann hætti annað slagði og hugsaði sig um. Stór tár runnu niður kinnar hans. Hann þerraði þau og varð rólegur á ný. Alt í einu leit hann upp. Hann hlustaði. Honum skjátlaðist ekki, það var eitthvað óvenjulegt á seiði. Venjulegur borgarhúi hefði sennilega orð- ið einskis var, en hann var vanur að vera á verði og hlusta eftir hverju hljóði. IJvað gat þetta verið? Herbergi Helenu og Fanfan var uppi á lofti. Hljóðið kom eklci þaðan, fremur úr horðstofunni. Nú var hetra að greina það, svo virtist sem rispað væri ineð hörðum hlut á sljettan flöl. Jú, demanti var núi eftir gleri. Alveg rjett, nú lievrði hann það glöggt. Þjófur, hugsaði Ramon með sjer. Hann geklc að arninum og tók marghleypu, sem Já þar á hillunni. Því næst slökkti liann ljósið og opnaði borðstofuhurðina. Ramon tók sjer stöðu í einu gluggaskotinu, þar sem hann sást ekki. Nú heyrði hann að demantinum var núið við glerið, svo heyrði hann snöggl hljóð. Þjófnum hafði tekist að ná rúðunni úr og hann stakk nú hendinni inn um opið til að krækja frá gluggakrókn- unum. Svo lclifraði hann berfættur inn. Ekkert heyrðist. Það var eins og þegar slanga hlykkjast áfram. Hann gelck gegnum borðstofuna án þess að koma við húsgögnin. Hann gekk á svig við borðið alveg eins og hann sæi í myrkr- inu. Nú gekk hann að dagstofudyrunum, en sneri við og stefndi beint á felustað Ramons. Það var auðsjeð að þessi maðpr hafði þjófnað að atvinnu. Ramon gat fylgt öllum hreyfingum hans. Nú fann liann meira að segja andardrátt hans. Þjófurinn nam staðar og kastaði mæð- inni. Hann kveikti á eldspýtu, en slökkti strax aftur. % Ljósið Iogaði aðeins örstutta stund, en það var nóg lil þess að hann gat áttað sig á, hvar fengurinn var. Hann dró nú undan treyju sinni hor, þjöl og þjófalykin og tók til óspiltra mál- anna við járnkistuna. Það var auðfundið að liann kunni rjetlu tökin á þessu. Fyrst boraði hann fjögur göt kringum lásinn og svarf síðan á milli þeirra með hárbeitlri þjöl. Þetta gekk mjög fljótt fyrir sig. Loks var laus plata í miðri kistunni. Hann tók liana úr og þá gal hann háeglega stungið hendinni gegnum opið. Þjófurinn hrosti ánægjulega. Hann fann að peningar voru i kistunni, en þegar hann ætlaði að draga til sín handlegginn, fann hann að gripið var sterklega um hann og um leið fyrir kverkar honum. Hann reyndi að slíta sig lausan, en fann þá að skamm- bvssukjafti var þrýst að hnakka lians. '—. Ef ]iú æpir, eða hreyfir þig, ert þú dauðans matur. Maðurinn stóð rólegur og hreyfingarlaus með þeirri rósemi, sem einkennir vana af- hrotamenn á hættustundum, og hann liugs- aði sem svo: Þessi maður hefir mig á valdi sínu, en hann drepur mig ekki, því að þá hefði hann gert það strax. Fingurnir, sem höfðu læst sig um háls hans, linuðu smátt og smátt á takinu, en hann fann ennþá skammbyssuhlaupið við hnakkan á sjer. Jeg ætla ekki að drepa þig, en jeg vil lá að sjá hið ófrýnilega andlit þitt, jeg skal sleppa öðrum handleggnum á þjer, en láttu fvrst vopn þín al' hendi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.