Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 8
8 FÁLKIMN Carl Rönnenkamp-Holst: i SKÁL FJELAGI! ARGHIBALD SAUNDERS kveikti með ánægjusvip í vindlinum sinum og leit kringum sig. Farþeg- arnir á e.s. „Mongolia“ höfðu slopp- ið sæmilega kvalalítið suður fyrir Biscayaflóann, sem annars var van- ur að geta bakað allvel sjóhraustu fólki kvalir — en nú skein sólin, loftið var milt og hlýtt, og „Mon- gólia“ brunaði á fullri ferð áleiðis til Gibraltar. Saunders lifði á spilum og frá- bærri fingrafimni sinni að auk. — Hann var í góðu skapi af því að hann hafði komist að raun um það, að á skipinu voru farþegar, sem mundi verða gott að tjónka við. Af farþegalistanum og málugum yfir- þjóni hafði hann orðið þess vísari hvaða fólk var jjarna á fyrsta far- rými, og þar á meðal voru marg-< ir „gullfiskar". Fyrst skal frægan telja Hollend- inginn van Boom, sem var á heimleið austur í kaffi- og sykurekrur sinar á Java, þar átti hann svo miklar eignir að árstekjur hans skiftu mil- jónum. ... og þarna var líka vildar- vinur og landi von Booms, sem hjet van der Keyle, sem var landstjóri á einni af Sundaeyjum hinum meiri, og ríkti þar í raun og veru eins og konungur, og gat heimt skatta eftir eigin geðþótta og stungið eins miklu í eigin vasa af þeim, eins og hann vildi. Þetta voru tvimælalaust verð- mætustu farþegarnir á s.s „Mongólia“ Rauðhærði írlendingurinn O’Can- dron, sem var svo rauðeygður að það var nærri því raun að horfa á hann, var hálaunaður forstjóri fyr- ir gúmmíekrum ameríkansks risa- fyrirtækis á Sumarta, en auk hans voru margir, sem höfðu tekjur er voru í öfugu hlutfalli við það, hve litið þeir bárust á um borð. A RGHIBALD Saunders hafði gert ■**■ sjer það að reglu að vera jafnan afar kurteis við kvenfólkið, sem hann ferðaðist með. Kvenfólkið var svo næmt fyrir sálfræði, var sagt, og það var hafið yfir allan vafa, að eiginmenn þeirra fóru mjög oft að þeirra vilja. Þess- vegna borgaði sig vel að koma sjer vel við þær. 1 þessum svifum gengu karl og kona framhjá honum á þilfarinu. Merkileg samstæða. Fallegur, roskinn maður, sem bar það með sjer að hann var af höfðingjum að lang- feðgatali, og kornung stúlka með titrandi brosi, Ijómandi, litlu kart- öflunefi og svo seiðandi spjekopp- um, að sá hlaut að vera forhertur eða kolblindur, sem ekki tók eftir þeim þegar í stað. Og Archibald Saunders var hvorki forhertur nje kolblindur. Hvað hún var yndisleg. Með hin- um töfrandi hreinleik og tindrandi yndisleik hlaut hún að hafa áhrif, ekki síst á gamlan syndasel eins og Archibald. Hún virtist dálítið feim- in og lítið þurfti til þess að hún roðnaði. Það var töfrandi. Archibald varð nú ýmislegs vís- ari um stúlkuna af þjóninum, og upplýsingarnar voru síst til þess að kimsa við. Þetta var faðir og dóttir, og af ummælum gamla mannsins hafði mátt ráða, að hann hafði á yngri árum verið einn af braut- ryðjendum siðmenningarinnar á Mal- akka skaga. Eins og allir aðrir, sem komist höfðu að ketkötlunum þar i tæka tíð, hafði hann náð tangar- haldi á miklum fasteignum austur þar. Nú var hann á ferðalagi með dóttir sinni, sumpart til þess að sýna lienni slóðir þær, sem hann hafði yfirgefið sem fjáður maður áður en hún fæddist, og sumpart til að líta eftir tinnámunum sínum. Hann var af gamla skólanum. Þó að hann hefði dugandi umsjónar- mann yfir námunum þá fór hann ekki dult með það álit sitt, að „sjálfs væri höndin hollust", og að ekki skaðaði að líta eftir eigunum öðru hverju. Þessvegna var ekki að furða, þó að Archibald Saunders væri á báð- um áttum. Átti hánn að láta hinar blíðari tilfinningar sínar ráða og reyna að sigra hönd og hjarta hinn- ar ungu miss Jennings — — eða átti hann að halda trútt við iðju sina, sem hann smám saman var orðinn fullnuma i, og ná drjúguin skilding frá karlinum? Sá á kvölina sem á völina, og loks afrjeð hann að drepa tvær flugur í einu höggi: pretta föðurinn og giftast dótturinni. Og tilviljunin varð honum holl. Einmitt þegar Marjorie Jennings og faðir hennar fóru þar hjá, sem Suunders hafði falið sig og horft á þau á laun, misti hún bók á þil- l'arið, undan handleggnum á sjer. Hann tók viðbragð eins og kólfi væri skotið, tók hana upp, afhenti hana með djúpri beygingú og notaði vitanlega tækifærið til að kynna sig. Og þá var það gert. En þaðan var þó talsverður spöl- ur til hins áfangans; að verða tengdasonur Jennings gamla. Drjúgur spölur, meira að segja. Hinsvegar tókst Saunders furðu fljótt að lenda í spilum — sjerstak- lega póker — með ýmsum farþegum, bæði gamla Jennings, O’Condron, van Boom og van der Keyle, auk margra annara. EINS og þegar hefir verið getið var Archibald Saunders ó- trúleg fimur í fingrunum; og með dæmalausri æfingu, sem oft fæst að launum fyrir margra ára kapp- samlegt starf og þjálfun, gat varla heitið að sá hlutur væri til, sem hann gat ekki gert við spilin alveg við nefið á meðspilurum sinum þó að þeir væru eftirtektarsamir menn, án þess að mögulegt væri að sjá að hann hefði eiginlega gert nokkurn skapaðan lilul. Vitanloga var hann svo skynsamur að í fyrslu græddi hann aldrei nema smáræði. Fyrstu kvöldin var það jafnan (lestra siður að spila varlega, og þá gilti einu hvort um smágróða var að ræða eða Iítilfjörlegt tap. TT'VÖLDIÐ áður en skipið átti ■*•*■ að koma til Penang hafði skip- stjórinn gert ráðstafanir tit að halda dansleik um borð — viðhafnarhljóm- leika, viðhafnarklæðnað og viðhafn- armat. Þetta gat ekki verið betra. Archibald kom upp á þilfarið skömmu áður en sest skyldi að borðum, til þess að reykja vind- ling og fá sjer gott loft. Um leið og hann kom upp á þilfarið heyrði hann þau fegðinin, sem sátu undir einum björgunarbátnum, nefna nafn- ið „Saunders", og vitanlega var ekki láandi þótt liann sperti eyrun, næmi staðar og lilustaði. — Mjer finnst endilega að jeg hafi hitt hann einhversstaðar áður, sagði Jennings gamli. — En hvar — nei, jeg er orðin svo minnissljór. Mjer finnst það muni liafa verið lijá Haldane lávarði eða lijá. . . .æ, hvað hjet liann nú aftur? Manstu — þessi riki náungi frá Natal? — Mr. Smith? sagði liún — Hjet hann Smith — já, það getur vel verið — Kimberley-Smith. Ki/nberley-Smith. Já, þar hitti jeg hann víst. Archibald Saunders hristi öskuna af vindlingnum og brosli ánægður. Sjáum til, Jennings gamli gerði sjer auðsjáanlega háar hugmyndir um hann. Haldane lávarður og Kimber- ley-Smith voru svo frægir menn, að þeim, sem nokkur skifti liafði haft við þá, stóðu allar dyr opnar hvar sem á var knúð. — Þetta getur vel verið, svaraði Marjorie. — He-he, skrikti gamli maður- inn, — ]jú segir Jjetta eins og þig gildi það alveg einu, en þú skalt nú ekki halda, að Jjú getir vilt mjer sjónir þó gamall sje. — Villt lojer sjónir? sagði liún með nokkurri þykkju. — Já, telpa mín. Jeg skal ekki vera að sælast eftir leyndarmálum þínum, en jeg veit að einu liefir þú jafnan haldið til slreitu: þegar ])ú trúlofaðir þig þá trúlofaðir þú þig> og J)á skal blessun min fylgja ykkur. —- Já, en pabbi.... — Já, en telpa mín. Jeg á vist ekki langt eftir ólifað, og jeg óska mjer einskis fremur en vita J)ig í höfn hjónabandsins þegar jeg hrekk upp af. . . . Svo tölum við ekki meira um það, en nú veistu þetta. Jeg hefi getið mjer til úni hjartans óskir þinar, og mjer or engin launung á að mjer fellur vel við þennan Saun- ders. Arcliibald fleygði vindlingnum varlega frá sjer og gekk aftur á bak inn úr dyrunum, kom síðan fast- stígur út á þilfarið hinumegin og gekk hvatur í spori einn hring á Jiilfarinu, svo að þau feðginin hlytu að sjá hann. Gamli Jennings heilsaði honum með því að rjetta alúðlega út hönd- ina. — Það var gott að J)jer komuð, Saunders, því að nú getið þjer skor- ið úr dálitlu, sem hún dóttir mín og jeg vorum að deila um. Hún stend- ur fast á því að þjer dansið ekki, en jeg held því gagnstæða fram. — Tja-a, sagði Saunders og sett- ist í auðan strigastól hjá þeim — Dansa og dansá ekki. . . . J)að er tvennt til. Mjer þykir gaman að dansa, þegar sú sefn jeg dansa við afsakar mig, þvi að jeg er ekk’ nema miðlungsdansari. — Æ, mjer leiðist þessir erki- dansarar, manni finnst að ekkert. komist fyrir í hausnum á þeim ann- að en dans og jass, sagði hún. — Þá ætla jeg að leyfa mjer að biðja yður um einn dans, sagði Archibald af mikilli háttvisi. — Þakka yður fyrir, Saunders, syaraði hún og augu þeirra mættust. En að vörmu spori leit hún undan og fór að fitla við vasaklútinn sinn, ofur vandræðalega. — Mikill skrambi, tautaði gamli Jennings. — Þarna fór þá póker- inn, sem jeg hafði hlakkað til að spila við yður síðasta kvöldið, til þess að hefna mín fyrir ófarirnar á leiðinni. — Já, en þú veist, pabbi. . . . — Nei, jeg veit ekkert. En jeg vil ekki láta hafa af mjer pókerinn minn, hvað sem öðru líður. Þegar þú og Saunders hafið dansað einn eða tvo dansa, verðurðu að láta svo lítið að skila honum upp í reyk- salinn, og svo geturðu komið aftur og rekið mig i rúinið þegar klukkan er tíu.... og ef þú síðar getur freistað Saunders til þes að dnnsa við þig fram í afturelding þá máttu það gjarnan mín vegna'. Er þetta ekki góð málamiðlun? P ÓKERINN var í fullum gangi í reyksalnum. Heppni og ó- heppni hafði skifst á, nú vantaði klukkuna tíu mínútur í tíu — og Archibald átti að gefa. Það mundi liklega verða síðasta skiftið sem bann gæfi í kvöld, því að þeir voru að hætta. Þeir spiluðu á bridge-spil, 52 án jókers, og þegar Archibald hafði gef- ið, sá hann að Jennings gamli kipptist við. Archibald fannst það ekki nema eðlilegt, J)ví, að liann hagaði svo til að Jennings tók fjórar drotningar og ás upp af borðinu. En aldrei þessu .vant hafði hann verié svo gráðugur að gefa sjálfum sjer fjóra konga og þrist. Jennings var auðsjáanlega svo ánægður með spilin, að flestir hinir spilamennirnir sögðu pass, og nú voru þeir Jennings og Saunders einir um hituna. — Komið þjer ef þjer þorið, sagði Jennings grallaralegur og hló. — Þori? Dettur yður i hug að J)jer gelið hrætt mig til að gefa spilið? — Hrætt eða ekki hrætt. Þorið þjer að leggja þúsund undir? — Segið þjer heldur tvö þúsund. - Tvö þúsund? Jæja, ])ví ekki það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.