Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 5
F Á L K 1 N N Franklin D. Roosevelt. mótað hei'ii’ menningarlíf henn- ar á svo margan hátt, kemur einnig með eftirtektarverðum hætti fram í vaxandi virSingu fyrir hinum óliku þjóSernum og heilbrigSri þjóSræknisstarfsemi innan landsins. Nefni jeg sem dæmi þess, að vjer íslendingar í Bandaríkjunum fáum með öllu óhindraðir að halda uppi þjóSrælcnislegu starfi voru ireð fjelagslegum samtökum, í ræðu og riti. Enda er það segin saga, að íslendingar í landi þar hafa fyrir löngu síðan uniiið sjer liið ágætasta orð fyrir þegnskap og þjóShollustu. Hafa og marg- ir þeirra skipað, og skipa nú, opinberar irúnaðárstcður viðs- vegar um landið, en þó eðlitega sjer í lagi á þeim stöðum, þar sem þeir eru fjölmennastir. Loks kemur lýðræðishugsjón Bandarikjanna glögt fram i vin- samlegri afstöðu þeirra til ann- ara lýðræðisríkja, jafnt stórra sem smárra. Eru þess næg dæmi, þó eigi verði þau hjer talin. Hefir ísland eigi farið var- hluta af vinarhug þeirra, eins og lýsti sjer svo vel á Alþingis- hátíðinni 1930, og þá eigi síður i virðulegum og vinsamlegum kveðjum, sem forseta íslands, rikissíjórn, Alþingi og þjóð bár- ust frá forseta Bandarikjanna, þjóðþingi þess, utanrikisráð- herra þess og öðrum leiðtoguni, í sambandi við endurreisn hins íslenska lýðveldis. Þess er þá jafnframt að geta, íslenska þjóðin nýtur viðtækr- ar virðingar og viðurkenningar í Bandaríkjunum fyrir þann skerf, sem hún hefir lagt til heimsmenningarinnar með bók- mentúm sinum og hlutdeild sinni í þróun lýðræðislegs stjórnskipulags og í lagagerð. Alkunnugt er hverja rækt hinn mikli lærdómsmaður .Tames Bryce, sem dvaldi lengstum veslan hafs, lagði við íslensk fræði, og þá eigi síður öðling- urinn og merkismaðurinn Will- ard Fiske; ýmsir aðrir amerisk- ir fræðimenn hafa einnig fvlgt þeim i spor, svo að í mörgum háskólum Bandaríkjanna, og eigi í allfáum hinum fremstu þeirra, er fræðsla veitt í ís- lenskum bókmentum, menning- arsögu og tungu. Með dvöl ís- lensks námsfólks vestan hai's treystast einnig ný hönd gagn- kvæmrar kynningar miili hinnar miklu lýðræðisþjóðar í Banda- ríkjunum og íslensku þjoðar- innar. Fyrir mörgum áruin orti Ein- ar Hjörleifsson Iivaran kvæði fyrir minni Vesturheims, þar sem hann kemst meðal annais þannig að orði: „Vesturheimur, veruleikans áll'a, vonaland hins unga, sterka manns, iyft oss yfir agg og þrætudíki upp í sólrík háfjöll kærleikans“. Það er vafalaust von og ósk allra góðra Bandarikjamanna, að land þeirra megi ekki að- eins lialda áfram að vera land mikilla raunhæfra athafna og framtiðarmöguleika, heldur einnig griðland þeim, sem leita kunna þangað úr áþján annars- staðar i heiminum, eins og svo oft hefir átt sjer slað. En sjer- slaklega er það þó áreiðanlega einlæg ósk hinna bestu manna og kvenna i Bandaríkjunum, að þjóð þeirra megi bera gæfu til þess að eiga verðugan þátt í stofnun þess framtíðarríkis friðar og bræðalags á jörðu lijer, sem mannkynið þráir og dreymir um. Fljótvirkir rithðfandar Enginn mælikvarði er til um það, hve fljótir rithöfundar sjeu yfir- leitt að semja bækur sinar. Sumir eru afar lengi og margvelta hverri setningu fyrir sjer, en aðrir hafa ekki við, að festa hugsanir sínar á pappírinn. Líklega hefir Alexander Dumas, eldri, hraðamet meðal rit- höfunda, því að hann samdi 52 bækur á einu einasta ári. En að vísu nolaði hann þá aðferð að segja að- stoðarmönnum sínum fyrir og lála þá skrifa, en leiðrjetti svo sjálfur á eftir. En þetta var vel af sjer vikið samt. — Sir Arthur Conan Doyle, hinn frægi höfundur að Sherlock Hotmes-sögunum, skrifaði einu sinni 12.000 orða sögu í einni lotu, án þess að standa upp frá skrifborðinu á meðan. Og um hann er einnig sagt, að eitt kvöld hafi kunningi hans setið hjá honum og verið að segja honum frá glæp, sem hafði verið drýgður þá um daginn. Morguninn eftir sýndi Conan Doyle kunningj- anum nýja Sherlock Holmes-sögu, sem byggðist á þessum glæp. Hann hafði skrifað hana áður en hann fór að liátta. — H. G. Wells hefir oft skrifað um 10.000 orð á dag. SPRENGJUVÖRPUMENN Á ÍTÖLSKU VÍGSTÖÐVUNUM. Þessir tveir menn eru úr fimto hernum á ítaliu og eru að skjóta sprengjum úr svonefndum „morlars“ eða sprengjuvörp- uin. Þessi vopn eru einföld og Ijetl og koma að góða gagni, þar sem mark sprengurnar eru ekki fjarri. SKRIÐDREKAR FERJAÐIR. Árnar á ítalíu hafa verið Bandamönnum til mikils trafala i sókn þeirra norður eftir landinu, og einkum varð áin Volturna þeim þrándur i götu. Oftast nær ferjuðu þeir lið og skriðdreka gfir árnar að nœturþeli áður en þeir komu bráðahirgðabrúm á þær, til þess að verja staðinn, sem brúin átti að lenda á handan árinnar. Hjer sjest Sherman-skriðdreki, sem ferjaður hefir verið yfir ítalska á. FLUGVJELAR AFFERMDAR. / tvö ár fgrir innrásina var stöðugt unnið kappsamlegu að flutningi hergagna, herliðs og matvœla frá Bandaríkjunum til liretlands og þeim flutningum linnir ekki enn. Myndin er af skipi í breskri höfn, sem er að skipa upp ameríkönskum Thunderbolt-flugvjelum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.