Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Elsta hersveitin í heimi Efiir George Edinger í norðvesturhluta City í London eru margar fallegar byggingar frá 17. og 18. öld, sem hafa staðist tím- ans tönn og verið hlíft við þeim eyðileggingum, sem nútíma borga- endurskipun og hernaðareyðilegg- ingar hafa í för með sjer. Á milli þeirra sjást hlið úr smiðajárni, og inn af þeim stór forgarður og allt í kring óskipulega settar múrsteins- byggingar frá ýmsum tímum siðan snemma á 18. öld. Við hliðin standa dyraverðir, jafn- vel á . friðartimum, og inni i for- garðinum eru ávalt hermenn úr borginni, sjálfboðaliðsmenn, sem eiga heima eða starfa i City í Lon- don. Um þessar mundir eru þessir sjálf- boðaliðar ýmist mjög ungir eða býsna gamlir — fyrverandi hermenn eða nýliðar í heimavarnarliðinu. Því að herdeildin sjálf, sem átl hefir heima í þessum húsum síðastliðin l'jögur hundruð ár, berst á vigstöðv- unura eriendis og hinna ágætu af- reka hennar hefir verið minnst í dagskipunum nýlega. En livoi't heldur þessi gamla her- deild er stödd i London eða Libýu, ítalíu eða Normandi, er hún altaf saraan, og þessi elsta hersveit í Bretlandi æfir sig ennþá á sama vellinum og einum elsta æfingavelli í heimi, -— „The Artillery Ground", sem enskur leikritahöfundur fyrir Sliakespeares daga nefndi Ieik sinn eftir; þar lærði skáldið Milton að kasta spjóti, og meistari St. Pauls- kirlcjunnar, sir Christopher Wren, lærði þarna undirstöðuatriði þeirr- ar stærðfræði, sem kom honum og þjóð hans að svo miklu gagni, og honum sjálfum cinnig, meðan hann var ungur stórskolaliði, í byrjun 17 aldar. Jafnvel í þá daga var hið virðu- lega Artillery Company gömul her- sveit. Þangað sóttu nýliðar úr ýms- utn áttum. Vauhan hinn snjalli verk- fræðingur Lúðvíks XIV, lærði und- irstöðuna að virkjagerð sinni í „Ar- tillery Garden“, um líkt leyti og liinn mikli hersnillingur 17. aldarinnar, — sonur manns, sem nefndist Win- ston Churchill, og forfaðir annars Winston Churchills — hinn ódauð- legi hertogi af Marlborough. Saga Artillery Company nær aftur til 25. ágúst 1537, er Hinrik konungur VIII. gaf kgl. rjettindabrjef til handa „Hinu sívarandi St. Georgs-bræðra- fjelagi til ástundunar stórskotafræð- um, svo og iðkun með langboga, krossboga og handbyssum". Þó að lalið sje frá útgáfu rjettindabrjefs- ins aðeins, er hersveit þessi elst allra í veröldinni. En þegar bræðra- fjelagið fjekk hin kgl. rjettindi liafði þeð verið til lengi, en engar heim- ildir eru til um hve lengi. Hitt er vitað, að Englendingar hafa iðkað bogfimi jafnlengi og þjóðin hefir verið til. Árið 1400 skrifar bysant- inski sagnritarinn Chalcoconclydes: „Langboginn er liið sjerstaka vopn, sem Englendingum er til yfirburða". Og boginn er notaður enn i dag á loftvarnarstöðvunum til þess að skerpa augu skotmannanna. Nú er það vist, að St. Georgs- bræðralagið var besta, ef ekki eina fjelagið í Englandi, sem iðkaði bog- fimi. Svo að það er mjög sennilegt að það hafi verið gamalt þegar það fjekk rjettindi sín árið 1537. Á timum Shakespeares var enginn skipulagður lier i Englandi, en her- varnastjórn Lundúnaborgar sendi þá menn til hernaðarlærdóms til St. George-íjelagsins, sem gekk undir nafninu „hið virðulega stórskota- liðsfjelag fyrir leiðbeinendur". Þegar spánska Armadan lá við strendur Englands með innrásarher um borð, var „Artillery Company“ beðið um að útvega fyrirliða handa hermönnum Lundúnaborgar, er send Petta er hópur fyrirliða úr ,,Artillery Company“ um miðja 19. litu einkennisbúningar hersveitarinnar út þá. öld. Þanniy Á sumrin heldur stofnuríin uppi námskeiðum fyrir unglinga. Hjer er for- ingi að kenna sirák að halda á byssti. ir voru til Tilbury eða Thames- ósa til þess að taka á móti hermönn- um hertogans af Parma, ef þeir freistuðu landgöngu. Þá var þessi stofnun orðin eins- konar liðsfoi'ingjaskóli, og því hlut- verki hefir hún gegnt jafnan síðan, svo að í þessari styrjöld, eins og hinni siðustu gegnir „Artillery Com- þany“ því tvöfalda starfi að berjast sem hersveit á vigvellinum, og hafa á að skipa flokki herkunnáttumanna, sem aðrar hersveitir sækjast eftir að fá til sín. Deildir úr þesari frægu stofnun liafa verið settar á fót í ýmsum bæj- um Englands og meira að segja i fyrstu nýlendum Englendinga i Ain- eríku. Þannig var „Artillery Com- pany of Massachussetts“ stofnað af einum fjelaga frá London, Robert Keane, árið 1638, og heldur þessi stofnun enn fast við ýmsa siði, sem horfið hefir verið frá hjá móður- stofnuninni í London. Fyrirliðarnir þar bera spjót og brynþvara. Þeir halda á ári hverju átveislu, sem hefst með guðsþjónustu, en sá siður lagð- ist niður í London á 19. öld. Þó að „Artillery 'Company" sje í orði kveðnu hluti af landvarnarhern um breska, þá er það talið alveg sjer á herskránni. Það er ekki hægt að gera það að einingu innan breska landhersins, heldur hefir það ávalt sjerstöðu. „Artillery Company“ hefir ávalt [ulltrúa viðstadda í skrúðgöngunni, sem fer fram þegar nýi borgarstjórinn i London tekur við embætti (á Lord Mayors Day). Þá nota þeir einkennisbúninga frá 17. öld. Majór einn, sem var mjög gefin fyrir háheitin“ var beðinn um að segjá álit sitt á ungum manni, sem var að sækja um stöðu á skrifstofu. Hann svaraði með svolálandi brjefi: — Blank er fyririnyndar ungling- ur. Hann er sonur Blanks majórs, sonarsonur Blanks hershöfðinfgja, frændi sir Henry Blanks og að öðru leyti af allra bestu ættum. Firmað skrifaði til baka: — Þakka yður innilega fyrir með- mælabrjefið með mr. Blank. En við ætluðum að nota hann fyrir skrifara, en ekki til undaneldis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.