Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N YNS/tlf U/&N^UNNIR Prinsinn sem ekki vildi láta þvo sjer „Nei, jeg vil það ekki! Siepptu mjer! Æ! Farðu!“ öskraði litli prins- inn og sparkaði eins og hann gat. „Æ, vertu nú vænn og þægur“, sagði tignasta hirðmeyjan. „Jeg vil ekki láta þvo mjer!“ „Jeg vil ekki vera vænn og þægur — ég vil ekki láta þvo mjer! Farið þið burt — jeg bít og sparka!“ sagði óþægi prinsinn. Svona var það á hverju kvöldi þegar átti að þvo prinsinum — og það var litlu skárra þegar átti að þvo honum i framan á morgnana, eða þegar átti að laga hann eitthvað til á daginn, þegar gestir komu. Kongurinn og drotningin sögðu oft, að það væri leiðinlegt, þetta með prinsinn, en svo fengust þau ekki meira um það — stundum settu þau svolítið ofan í við liann þegar hann var sem óþægastur, en annars Ijetu þau hirðmeyjarnar og barn- fóstrurnar um að fást við strák- skömmina. En barnfóstran, sem hann einu sinni hafði velt ofan í baðkerið, fór út í skóg til hennar ljósu sinnar, sem vissi jafnlangt nefi sínu, og sagði henni upp alla söguna. „Jæja, telpa min!“ sagði hyggna ljósmóðirin, „farðu nú bara heim, og taktu eftir hvort ekki gerist eitt- hvað skritið. Merkilegt þætti mjer ef prinsinn breyttist ekki, meira að segja umbreyttist ekki alveg,“ bætti hún Við og hló. Og þetta kom nú líka á daginn, og nú skuluð þið heyra hvernig: Nokkrum kvöldum siðar var al- veg ómögulegt að tjónka við prins- inn, þegar átti að fara að baða hann. Hann öskraði svo hátt að allar hirðmeyjarnar urðu að taka fyrir eyrun, og barnfóstran sagði: „Bara að þú værir fiskur — þvi að þá gætir þú ekki öskrað“. „Æ, já,“ öskraði prinsinn og vatt sig eins og ánamaðkur í höndunum á þeim, sem voru að færa hann úr, „af hverju þarf jeg endilega að fara ofan í þetta ógeðslega vatn? Jeg er hvorki fiskur nje froskur — bara nð jeg væri fiskur, því að þá ....“ 1 sama bili varð grafhljótt i her- berginu — ekkert heyrðist nema ofurlitið skvamp i baðkerinu, en svo byrjuðu óhljóðin aftur. En nú var það ekki prinsinn held- ur hirðmeyjarnar, sem öskruðu, og svo flýðu þær eins og fætur toguðu. því að i staðinn fyrir prinsinn, sem hafði verið þarna á meðal þeirra, var kominn svolitill gullfiskur í baðkerið, sem synti þarna fram og aftur og virtist kunna ágætlega við lífið. Barnfóstran stóð kyrr og starði á hann dálitla stund, en svo læddist hún og lokaði öllum dyrum og gluggum. „Það er best að varast að köttur- inn komi lijerna inn og veiði gullfiskinn,“ hugsaði hún. „Því að ekki veit kötturinn að prinsinn er orðinn ai> gullfiski." Hirðmeyjarnar fóru beina leið til kongsins og drolningarinnar og svo náðu þær líka i liirðlæknirinn, og svo hlupu þær á burt — þær þorðu ekki að vera viðstaddar þegar drotn- ingin sæi hvernig komið væri. Hirðlæknirinn var nú einstaklega vitur maður — Sumir sögðu jafnvel að hann væri göldróttur. Það getur vel verið satt, en þá var svo mikið víst, að hann var góður galdra- maður. Hann gekk að baðkerinu, en kongurinn og drotningin héldu sig i fjarlægð og horfðu þangað. Þau voru hrædd um að þau mundu verða fyrir gjörningunum lika. „Ójú, þelta er alveg rjett — þetta er enginn nema prinsinn!" sagði hirðlæknirinn, „en þvj miður get jeg ekkert ráðið við þessa umskift- ingsnáttúru, því að hann hefir sjálf- ur óskað henni yfir sig. Það eina, sem jeg get sjeð um er að enginn kötturinn nái i hann og éti hann .... sjáið þið: þarna er einn kom- inn! Og svo skal jeg sjá um að prins- inn — eða gullfiskurinn — fái nóg að borða og svo skifti jeg um vatn hjá honum eins oft og með þarf. Kongurinn og drotningin urðu í öngum sínum þegar þau sáu hvern- ig komið var,en hirðmeyjunum fanst að þær hefðu aldrei átt eins góða daga. Nú þyrftu þær aldrei að fljúg- ast á við óþægan prins til þess að fá að baða hann. Þær gættu gull- fisksins og gáfu honum brauðskorp- ur og mauraegg að jeta, og hann sýndist vera skelfing ánægður þar sem hann synti fram og aftur í baðkerinu og veifaði sporðinum. Hirðlæknirinn var alltaf að reyna að úthugsa einhverja aðferð til þess að leysa prinsinn úr álögunum — en sem betur fór þurfti þess eklci með, þvi að einu sinni heyrðist óp frá hirðmeynni, sem var að fóðra gull- fiskinn í það skiftið. „Prinsinn — hann er kominn hérna aftur!“ hrópaði hún og nú þustu allir að. Og þarna stóð hann í baðsloppn- um sínum og nuddaði sig allan til þess að láta sjer hitna í hamsi, því að sannast að segja var honum liálf- kalt. En annars gekk ekkert að hon- um. Gamla konan í skóginum hafði veitt honum ósk hans um að verða að fiski — en ekki lengur en í viku. Þetta vissi hann ekkert um þegar hann hafði öskrað að hann vildi 9 —- Gerðu svo vel, pabbi. Þú c/Ieymcl- ir matarbögglimim þinum! Tannpina i Iieimsskautalönclunum. verða að fiski. En nú var hann lækn- aður. Eftir þetta datt honum aldrei i hug að öskra og æpa þegar hann álti að fara í bað — og hann ásetti sjer að verða alltaf hægur og prúður drengur. Annars gat hann átt von á að sjer yrði breytt í eitthvað miklu verra en gullfisk — kanske jafnvel í frosk, og verða i þeim álögum leng- ur en í viku. — Jeg ev hrœddur um að þn hafir borið of mikið af saltpjetri á blett- inn. — Jeg neyddist til þess að taka þessa vinnu til þess að fá þak yfir höfuðiö.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.