Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Minni Bandaríkjanna flutt í íslenska útvarpið 4. júlí 1944 Vegna margra áskorana frá lesendum „Fálkans“ höfum vjer fengið leyfi til að birta hina ágætu ræðu, sem próf. Ricbard Beck flutti í Ríkisútvarpinu á þjóðardegi Bandaríkjanna, þ. 4. þ. m. Góðir áheyrendur! Það hefir æði oft orðið kær- komið hlutskifti mitt heima í Bandaríkjunum, aTS minnast þeirrar fósturþjóðar minnar á frelsisdegi hennai’, 4. júlí, sem árlega er haldinn hátíðlegur um land allt, eins og sæmir þeim mikla og söguríka degi i æfi hennar. Þessvegna var mér, sem íslenskum þegni Banda- ríkjanna, sjerstaklega Ijúft að verða við tilmælum útvarpsráðs um það að áv^rpa landa mína í tilefni af þessum þjóðminning- ardegi í sögu hins merka menn- ingarlands á vesturvegum, fæð- ingarlands konu minnar og barna, landsins, sem mín dag- legu störf eru vígð, þó að þau sjeu, góðu heilli, jafnframt að öðrum þræði helguð íslenskum og norrænum fræðum og menn- ingarmálum. Og þegar jeg á þessum degi, sem sveipaður er Ijóma mikill- ar helgi í hugum allra sannra Bandaríkjamanna, minnist Bandaríkjanna, þá rennur mjer fyrst íyrir liugskotssjónir land- ið sjálft. En víðátta þess er svo mikil, að þar er í reyndinni um heila heimsálfu að ræða, á mælikvarða Norðurálfu. Nátt- úruauðæfin og náttúrufegurðin eru að sama skapi. Hvað minn- isstæðust mun þó mörgum vera hin stórfelda fjölbreytni lands- lagsins, sem þar mætir auganu, svipbrigðin eru mörg i ásýnd landsins, hvort sem mint er á Klettafjöllin hrikalegu, sem gnæfa i bókstaflegri merkingu „sem risar á verði við sjóndeild- arhring“, eða víðfeðmar sljett- ur Mið-Vesturríkjanna, sem likjast einna helst úthafi af ak- urlendi. Því sagði eitt íslenska skáldið vestan hafs, er hann leit yfir gróðursæla bygð Islend- inga í Norður-Dakota, að þar væri „akrahaf sem Húnaflói“. Nú vita það allir, sem um það hugsa, að sambandið milli hvers lands og þjóðar þess er harla nátengt. Það skildi Stephan G. Stephansson manna bezt, eins og fram kemur í hinum marg- dáðu ljóðlínum hans: Þó þú langförull legðir sjerhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. Vissulega eru þau orð rétt- mæli um það töframagn, sem ísland á yfir hugum íjarlægra barna sinna. En auðvitað á þetta einnig við um önnur lönd, ekki síst um jafn svipmikið og fjölbreytilegt land að náttúru- fegurð eins og Bandaríkin eru. Ásýnd landsins, umhverfið sem fólkið býr í, mótar með ýmsum hætti skapgerð og viðliorf þeirr- ar merkisþjóðar, sem þar er að myndast af öllum hinum fjar- skyldustu kynþáttum jarðarinn- ar. Enda má svo með sanni segja, að Bandaríkjaþjóðin, þar sem menningarleg áhrif hins gamla og nýja heims mætast og renna í einn farveg lílct og kvíslar í meginfljót, sje eigi síð- ur merkileg heldur en landið í allri auðleg þess og fegurð. Þar er í sköpun ný þjóð, arftaki allra menningarþjóða veraldar, sem þegar hefir lagt mikinn skerf og margháttaðann til heimsmenningarinnar; en á þó vafalaust eftir að leggja enn stærri og margþættaðri skerf til hennar eftir því sem árin liða. 1 vissum skilningi er það vafalaust rjett, sem biskup Is- lands, doktor Sigurgeir Sigurðs- son, sagði í einni af ræðum sín- um vestan hafs, að JBandaríkin væru stórfeldasta tilraun, sem gerð hefði verið á jörðinni til þess að skapa nýjan heim. Þar lifa og starfa saman í vaxandi eindrægni menn og konur af hinum fjarskyldasta uppruna og með hinar ólíkustu skoðamr, þó að draumurinn um fullkom- ið þjóðskipulag sje eigi þar, fremur en annarsstaðar í heim- inum, orðinn að veruleika. Og þá er jeg einmitt kominn að því, sem vera átti þunga- miðjan í þessu ávarpi mínu,' en það er lýðræðishugsjón Banda- Georg Washington. ríkjaþjóðarinnar, sem skráð cr ógleymanlega i frelsisskrá henn- ar, og þessi mikli þjóðhátíðar- dagur hennar er tengdur við. Mun ekki verða um það deilt, að samning þeirrar frelsisskrár og samþykt hennar, 4. júlí 1776, hafi verið eitt hið allra merkasta og áhrifamesta spor, sem stigið liefir verið í frelsis- og framsóknarbaráttu mann- kynsins. En grundvallaratriði þessarar frelsisskrár, sem hin lýðræðislega stjórnarskipun Bandaríkjanna byggist á, er það„ að það sje ótviræður rjett- ur livers eins að lifa lifi sínu og leita hamingju sinnar sem frjáls maður. Ilér er hvorki staður né stund til þess að ræða nánar einstök atriði hinnar margþættu og merkilegu frelsisskrár Banda- ríkjanna, enda var það gert ít- arlega af einum hinna efnilegu sagnfræðinga íslensku þjóðar- innar hjer í útvarpinu 4. júlí i fyrra. Því einu vil jeg bæta við, að lýðræðishugsjón sú, sem er undiraldan í frelsisskrá Banda- ríkjanna, og þar er færð í spak- legan og glæsilegan orðabúning, liefir verið fagurlega og drengi- lega túlkuð á ýmsum tímum af forsetum og öðrum þjóðleiðtog- um þeirra, alt frá þvi, á tið landsföðursins sjálfs, Georgs Washington, og stjórnarspek- ingsins Thomasar Jefferson, svo seni í ódauðlegum ræðum mannvinarins Abrahams Lin- coln, i merkisritum hugsjóna- mannsins og friðarvinarins Woodrows Wilson, og þá eigi síður í ræðum og tilskipunum hins mikilhæfa forustumanns og ótrauða formælanda frelsis- og bræðralags, sem nú skipar forsetasess Bandaríkjanna, Franklins D. Roosevelt. Eru löngu víðfræg orðin þau fjögur atriði, sem liann lagði áherslu á að vera ættu hornsteinar þess þjóðskipulags, sem lýðræðis- þjóðunum bæði að stefna að, þá er ófriðnum væri lokið; en það er fernskonar frelsi: Málfrelsi, trúarfrelsi, efnalegt sjálfstæði, eða öryggi gegn skorti, eins og það hefir verið rjettnefndara á íslensku, og frelsi án ótta, eða öxyggi gegn ótta. Þetta eru þær vörður, sem hann vill láta vísa mönnum veginn inn í nýjan heim friðar og aukinnar farsældar, og þar speglast á fagran hátt sú lýðræðislega hugsjón, sem verið hefir leiðarljós bestu og langsýnustu manna Bandaríkj- anna frá því að frelsisskrá þeirra var í letur færð og varð stjórnarskrá landsins. Lýðræðisskrá Bandaríkjanna lýsir sjer einnig eftirminnilega í umíangsmikilli og örlagaríkri þátttöku þeirra í núverandi heimsstyrjöld. En í einni af hinni miklu ræðu sinum fórusl Roosevelt forseta þannig orð um það, sem Bandarikjaþjóðin og samherjar hennar ei-u að berjast fyrir: „Vjer berjumst fyrir öryggi og framsókn og friði, eigi að- eins sjálfum oss til handa, held- ur öllum mönnum, eigi aðeins í þágu einnar kynslóðar, held- ur allra kynslóða. Vér berjumsl til að hreinsa heiminn af göml- um glæpum og meinum. Óvinir vorir hafa að leiðarstjörnu grimmilega liarðúð og vanhelga fyrirlitningu fyrir mannkyninu. Vjer höfum hitann úr trú, sém á rætur sínar að rekja alla leið um aldaraðir aftur í fyrsta kapitula fyrstu Móse-bókar: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd; hann skapaði hann eftir Guðs mynd“. Vjer leitumst við að vera trúir þeirri guðbornu arfleifð. Eins og feður vorir fyrrum, berjumst vjer til þess, að halda við lýði þeirri kenn- ingu, að allir menn sjeu jafnir fyrir augliti Drottins. Andstæð- ingar vorir leitast hinsvegar við að uppræta þessa djúpstæðu trú og skapa nýjan heim i sinni eigin mynd, heim kúgunar, harðýðgi og þrældóms“. Og Roosevelt forseti bætti því við, að engin málamiðlun gæti bund- ið enda á átökin milli þeirra hugsjóna og lífsskoðana, sem um er að ræða, því að aldrei verði, svo að til blessunar leiði, miðlað málum milli góðs og ills, ljóss og myrkurs. Þau eru ekki af sama heimi. Þá er þess einnig að minnast að djúpstæð lýðræðishugsjón Bandaríkjaþjóðarinnar, sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.