Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 6
6 FÁLRIMN - LITLfi SfiGfln - GuðlaaB Benediktsdóttir: UNNUR Þegar jeg hafði sagt henni Krist- borgu gömlu frá eftirfarandi atviki, sagði hún: „Þú ættir að gera það fyrir mig, að skrifa um hana Unni. Jeg er viss um, að okkur Haraldi myndi báð- um þykja vænt um það. Það mundi gefa öðrum hugmynd um kærleika hennar, og kannske fá fólk til að hugsa af meiri skilning um þá, sem eru farnir, og gera ekkert nema biða og bíða.“' Löngu eftir þetta samtal, sá jeg að jeg gat gjarnan látið að orðum gömlu konunnar, því viðkynning mín við Unni, var á sinn hátt þess virði, að á hana væri minnst, ekki siður en svo margt annað. Jeg var óvenju seint á ferð. Jeg hafði ætlað mjer að fylgja fólks- straumnum upp í bæinn, um leið og hóparnir kæmu af bíóunum, en klukkan sem jeg fór eftir, hafði ekki sagt mjer rjett til. Allir skemtistaðir voru þegar lokaðir. Mjer fannst ónotalegt að hafa enga samfylgd. Hálfdimmar göturnar voru svo geigvænlegar. Það var allt ann- að að fara i myrkri á milli bæja i sveit, en að ganga dimmar, nærri mannlausar götur i höfuðstaðnum. Og til þess að losna við þennan ó- nota beig, ætlaði jeg að taka nokk- urn krók á leið mina, og reyna að þræða sem lengst þær götur, scm best voru upplýstar. Þannig hjelt jeg áfram nokkra faðma. Einhverjum mætti jeg, sem hjeldu i öfuga átt, við það sem jeg var að fara. Af hverju mjer var Iitið um öxl veit jeg ekki, kannske hrein tilviljun, en þá sá jeg að á gang- stjettinni andspænis mjer kom stúlka, sem hjelt i sömu átt og jeg. Hún gekk hratt, þvert yfir götuna og stefndi á hliðarstíginn, sem jeg ætl- aði að fara, ef mjer hefði ekki fund- ist sú leiðin um of skugga*eg. En þarna fékk jeg óvænta samfylgd, og án þess að hugsa frekar um bjartar eða dimmar götur, hjelt jeg á eftir stúlkunni. Hún fór að hægja á sjer þegar hún varð þess vör, að hún var ekki ein á ferð, jeg varð líka að ganga hæg- ar, til þess að verða ekki á undan henni. En alltaf var stúlkan að lötra meira og meira, mjer sýndust fæt- ur hennar vera lengi að stíga hvert spor. Það var eins og brúnir nýlegir skórnir krepptu að fótunum, og stóra gráa kápan hjekk utan á henni eins og á myndastyttu, en ekki lif- andi manneskju. Jafnvel stóri skinn- kraginn virtist ekkert vera nema uppgerð. — Hattlaus — jú, hún var hattlaus. — Þá á hún víst ekki langt heim, hugsaði jeg, fyrst hún hefir farið út hattlaus. Jeg sá rautt, snyrtilegt hár henn- ar koma í lokkum, niður undir stóra kragann. En nú fann jeg, hvernig gremjan var farin að ólga í mjer, yfir öllum þessum seinagangi stúlkunnar. Kan- ske henni hafi dottið í hug, að jeg væri ekki alls gáð, fyrst jeg var að elta hana þetta. og jeg fyrirvarð mig fyrir lítilmenskuna, því hvað var eiginlega að óttast? Mjer varð léttara um, þegar jeg var komin nokkur skref fram fyrir hana. Hún gat þá átt sig, og gengið eins hægt og hún vildi. Jeg hjelt áfram stundarkorn, án þess að líta við, og þó var jeg viss um, að ókunna stúlkan var alveg á hælunum á mjer. Það fór þá svo, að hún hefði orðið fegin að greikka sporið, heldur en að vera ein að læðast um mannlausan bæinn. Þegar jeg var nærri komin á göt- una, sem jeg átti heima í, heyrði jeg hávaða, sem barst úr dimmri þvergötu á hægri hönd. Þarna var komið að því, sem jeg hafði óttast, óvæntur hávaði úr myrkrinu, sem ekki var hægt að segja um, af hverju stafaði. Jeg dokaði við hjá ljóskerinu, án þess að gera mjer grein hversvegna. Þá kom'hún upp að hliðinni á mjer, konan sem jeg hafði í fyrstunni elt. Hún stóð kyrr og hlustaði eins og jeg. Hún leit á mig stórum, gráum augum, og jeg hugsaði með mér: Það er líklega af þvi hún er hrædd, að augu hennar eru svona stór og starandi. En nú heyrðist greinilega svolitill dynkur, eins og maður dytti, svo kom veik * stuna, síðan varð allt hljótt. Jeg hafði horft út í myrkrið, i þá átt, sem hávaðinn kom úr. Jeg sá móta fyrir stóru, gráu steinhúsi, og giskaði á, að hljóðin bærust það- an frá húshorninu. Aftur leit jeg á konuna, sem stóð rjett hjá mjer, sá sama tillitið og breiðleitt, frekknótt andlit hennar. Allt i einu gekk hún frá mjer, hröðum skrefum beint út i myrkrið, einmitt í þá áttina, sem hávaðinn kom frá. Hún hefir ákveðið sig, hugsaði jeg. Hún ætlar sjer að vita hvað þetta er. Og auðvitað ætlaði jeg ekki að láta hana fara eina, jeg flýtti mjer á eftir henni út í dimmuna. Hún stansaði við hornið á gráa steinhúsinu, og beygði sig niður. Jeg beygði mig líka, og sá einhverja hrúgu. „Er ekki rjett að gera lögreglunni aðvart?“ sagði jeg við stúlkuna. Hún ansaði ekki. — kanske henni finnist mjer ekki koma þetta við, hugsaði jeg. En þá fór hún að tala við mann- inn, sem lá þarna: „Haraldur,“ sagði hún. „Þú ættir að ansa mjer. „Haraldur, liggðu ekki hjerna, þú verður veikur. Þetta er Unnur, sem talar við þig.“ „Hann er út úr fullur,“ sagði jeg, en hún ansaði mjer ekki. Jeg fór að reyna að þreifa fyrir mjer hvernig manngarmurinn lægi, en þá vildi það óviljaverk til, að jeg setti fótinn framan í hann. Hann rankaði við sjer og bölvaði stint. Svo spurði hann illur, hver þetta eiginlega væri. Jeg var í vandræðum, stúlkan svaraði ekki, og loks sagði jeg, þeg- ar hann var farinn að gerast óþarf- lega hávær: „Nú þetta er hún Unnur, sem er að tala við þig.“ „Já, ef það væri mín kæra Unn- ur,“ sagði hann bljúgur. „Það er einmitt hún,“ ansaði jeg. „Eða hver heldurðu að hefði svo sem farið að hugsa um þig, hjer i myrkrinu?“ „Nei, það er satt,“ sagði hann. „Enginn nema hún, mundi hafa gert það.“ Hann var sestur upp. Jeg var hálf gröm við stúlkuna, hversvegna gat hún ekki ansað honum, fyrst hann var farinn að ranka við sjer. Það var víst sami silagangurinn á henni, eins og áðan, en þau um það, mjer var best að fara mína leið, og láta þau eiga sig. En hvað var nú þetta? Stúlkan var farin! — Aldrei hafði jeg vitað annað eins. — Þarna var jeg einn i myrkrinu. — Haraldur hafði tek- ið i frakkann minn, og var að brölta á fætur. Unnur hlaut að vera á næstu grösum. „Unnur, jeg var ófyrirgefanlega drukkinn, svo fullur, skal jeg segja þjer, að jeg þorði ekki heim til mömmu. En það var alveg töfrandi að þú skyldir koma.“ „Bíðið augnablik,“ flýtti jeg mjer að segja. Unnur hefir vikið sjer frá.“ Það kom svolitið stans á Harald, en svo sagði hann: „Nú, ert þú ekki Unnur?“ „Nei, jeg er ekki Unnur, en við fylgdumst að neðan úr bæ.“ Hann bölvaði, tók í handlegginn á mjer, og sagði: „Við skulum koma hjerna að ljóskerinu.“ Honum hnykkti við, þegar hann sá mig, og liann sagði: „Það er hverju orði sannara, að þú ert ekki Unnur, en hvernig datt þjer í hug, að ljúga því til, að hún væri hjá rajer?“ „Við skulum hinkra svolítið við,“ sagði jeg. „Unnur hlýtur að koma.“ „Þetta er ekki satt,“ sagði Har- aldur, og varð svipþungur. Hann tók af sjer hattinn, sem var all-óásjá- legur, og reyndi að sljetta úr brot- unum á honum. Svo færði hann hendina upp í þykkan, ljósan hár- lubbann, og reyndi að fá hann reglu- legan. Andlit hans var fremur stór- skorið, en ekki ógóðlegt. Jeg hálf hikaði við að fara, svo fastlega bjóst jeg við Unni. „Hvað viltu mjer annars,“ sagði Haraldur hranalega. „Ekkert,“ svaraði jeg fljótt. „Við Unnur fylgdustum að úr bænum, og þegar hún fór út að gráa steinhús- inu, til að vita hvaða umbrot það væru, sem við heyrðum, þú kunni jeg ekki við að láta hana fara eina. En svo vjek hún sjer frá, og er ekki ennþá komin aftur.“ Hann hristi hausinn undrandi, og tautaði eitthvað yfir þessari end- emis heimsku. „Jeg er svo, vitlaus núna,“ sagði hann allt í einu uppgerðarlega. „Jeg man ekkert hvernig hún Unnur mín lítur út.“ „Þessi kona var allstór og feit- lagin,“ ansaði jeg. „Hún var rauð- hærð, gráeygð og freknótt.“ Það var eins og víman ryki af manninum. Hann setti hælana fast saman og gerði sig beinan og spengi- legan. „Þetta er allmerkilegt, ungfrú,“ sagði hann. „Jeg er víst hvorki hættulega fullur núna nje snarvit- laus, — en þetta með hana Unni — hún er nefnilega dáin. Það var þess vegna sem jeg vaknaði og það rann af mjer, þegar jeg heyrði hana nefnda. Ekkert annað hefði svo fljótlega getað vakið mig af ástandi mínu> en sú fullyrðing, að Unnur væri hjá mjer.“ ' Þegar Haraldur hafði sagt mjer þetta, vissi jeg það jafn greinilega og hann, að hin umrædda stúlka var dáin. Það var svo margt, sem beúti til þess, og fyrst og fremst það, að jeg hafði aldrei heyrt fóta- tak hennar. — Já, jeg sá það glögt núna, að hún átti ekki heima í þessu efni, en það var næstum eins og hún hefði ekki kært sig um, að láta neitt á því bera, og mjer flaug í hug, hversvegna hún hefði viljað láta þetta ganga þannig til. Þegar Haraidur hafði hugsað sig t um nokkra stund, sagði hann: „Mig langar að vita hvernig þetta atvikaðist?“ Mjer fanst svo vandalaust að skýra það fyrir honum, að jeg varð strax við bón hans. Þessi atburður kom honum við, en ekki mjer. Jeg var hinn ófullkomni þáttur, sem óttaðist myrkrið og þögnina, þegar Unnur kom og fór viðstöðu- laust þá leið, sem styst var fyrir mig að komast heim, og án þess að hugsa nánar um samfylgd hennar, höfðum við orðið samferða þangað, sem Haraldur lá hjálparþurfi. Haraldur hlusaði á frásögn mina, sem jeg reyndi að gera eins lifandi fyrir honum og jeg .gat. „En hver er svo tilgangurinn?" spurði hann og reyndi að gera sig kaldan í rómnum. „Já, jeg spyr, hver er tilgangur- inn?“ endurtólc liann. „Unnur var tekin frá mjer miskunnar- og vægð- arlaust, og svo frjetti jeg af henni núna. — Nei, jeg skil ekki lífið.“ „Það liggur í augum uppi,“ ans- aði jeg, „að Unnur hefir aldrei ver- ið tekin frá yður. Þið Unnur hafið raunverulega aldrei skilið — hún sannaði það með nærveru sinni áð- an að hún veit fjarska vel, hvað yður liður.“ Jeg gekk af stað áleiðis upp göt- una, og Haraldur við hlið mína. Hann var furðu lítið valtur á fótun- um, eftir því sem von var til, — og hann sagði: „Ef þjer sjáið hana Unni mina aftur, þá segið henni, að mig langi til að verða að manni, fyrst hún sje svo væn að fylgja mjer.“ „Það er óþarft að biðja mig fyr- ir skilaboð, Unnur fylgist eflaus með áformum yðar án þess“, svar- aði jeg um leið og jeg tók um hönd hans, og bauð honum góða nótt.“ • Haraldur stóð úti á götunni, með- an jeg fann húslykilinn og opnaði. Mér virtist hann tæplega hafa gert sjer fulla grein fyrir þvi, sem fyrir hann hafði borið, sem varla var heldur von. Drekklð Egils-öl

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.