Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.07.1944, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 og þúsund í tilbót. —Þjer hræðið mig ekki, sagði Saunders og hló innilega. — Sögðuð þjer fimm þúsund? — Tiu, sagði jeg, hrópaði Jenn- ings æstur. Jafnvel þó að tíu þúsund væru ekkert stórfje í augum hinna spil- aranna, þá höfðu þessi yfirboð vit- anlega vakið athygli þeirra og þeir fylgdust með yfirboðunum af áhuga. — Jeg vil ekki gera yður Ieiðindi herra Jennings, en jeg aðvara yður. — Aðvara mig? Nei, þjer getið ekki svælt mig inni í tóugreni. — Hyað segið þjer um tíu þúsund? — Jeg tvöfalda það — tutlugu þúsund. — Tuttugu? Gott og vel. Tuttugu þúsund. — Pabbi! Hin óvænta koma Marjorie Jenn- ings inn í feykskálann hafði mikil áhrif á liina æstu spilamenn og þeim brá við. — Pabbi? — Hægan, liægan, telpa mín, .... Nú-erum við að hætta. . . . — Já, en pabbi, jeg lieyrði að þú — Hægan, Marjorie. sagði hann róandi og lagði spilin sín frá sjer á borðið. — Pabbi. Hún tók báðum höndum um liöf- uðið og riðaði, eins og hún væri að falla i ómegin. í sama vetfangi var Archibald kominn til hennar. — Þakka þjer fyrir, sagði liún og tók utan um hana, en svo harkaði Imn af sér og dró andann djúpt. Hún opnaði augun, muldraði lágt og brosti veiku brosi. — Það var flónska af mjer að koma inn í allan þennan reyk. Þegar maður reykir ekki sjálfur.... og. ... — Svona telpa mín, farðu nú út á þilfarið, — jeg kem eftir eina eða fvær minútur.... Marjorie fór út á þilfarið, og Archibald settist aftur i sæti sitt. Jennings andaði að sjer löngum teyg úr vindlinum sínum. — Það voru tuttugu þúsund sem þjer sögðuð, var ekki svo? Mjer þykir þetta sárt yðar vegna, ungi maður, en sannast að segja held jeg að jeg sje færari pókerspilari en þjer eruð. Saunders pikkaði fingrunum á spilin sín. — Það getur verið, hr. Jennings, að þjer spilið betur en jeg, en eitt veit jeg: Það er óralangt síðan jeg hefi átt eins góð spil og jeg er með á hendinni núna. — Getur verið, en jeg ætla nú að hætta þessum tuttugu þúsundum á, að mín spil sjeu betri. Archibald brosti og tók upp spil- in sín fimm af borðinu, en það var eins og tionum findist allur reyk- salurinn liringsnúast i einkennilegri móðu, þegar hann leit á þau og og sýndi drotlningarnar fjórar og ásinn, sem hann hafði gefið Jenn- ings gamla. En gamli maðurinn glotli og Iiló ánægjulega. Hann lagði fjóra konga og ás á borðið. C1 IMM minútum síðar drap .Tenn- ing á dyr hjá Marjorie. — Þá er þetta í lagi, sagði hann er hann var kominn inn og liafði lokað á eftir sjer dyrunum. — Þarna sjerðu það sem jeg sagði. Jeg var viss um að svona spilahákarl mundi vera svo önnum kafinn við sín eigin þorparastrik að hann mundi ekki óra fyrir að hann ælti nokkuð á liættu. Vitanlega dró jeg aldrei í efa, að hann mundi gefa sjer betri spil en mjer. Þessvegna var ekki annar vandinn en að skifta á spilum við liann meðan liann væri að stjana við þlg. — En setjum nú svo að hann hefði ekki látið spilin frá sjer á borðið? — Marjorie litla, hefir þú ekki litið í spegil nýlega? Hvaða maður getur setið rólegur og horft á að stúlka, sem hann meira að segja er að draga sig eftir, falli í yfirlið, án þess að hann reyni að hafast eitt- hvað að? Það hjálpaði líka vel til að fá liann til þess að ganga i gildruna, að okkur skildi takast að láta hann hlera samtalið okkar núna i dag. — Itugsaðu þjer, jeg var svo hrædd um að hann hefði komið auga á spegilinn, sem jeg hafði sett upp svo að jeg gæti sjeð hann er liann lcæmi út á þilfarið. — Nei, hann hafði um annað að hugsa pilturinn. Jæja, skál, Marjorie jeg óska okkur til liamingju. — Skát, fjelagi, — og gefðu mjer nú sígarottu. Skál, fjelagi. Hvíslandi veggir. Margir munu hafa heyrt getið um „hvísíandi svalirnar“ í Pálskirkj- unni í London, en þar á ákveðnum stað lieyrist veikt hvísl greinilega þvert yfir kirkjuna. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um einkenni- legt bergmál. Má þar tilnefna graf- liýsi það, sem Súlla reisti yfir lík konu sinnar. 1 kjallaranum i Pantheon í Róm er bergmálið líkast því og skotið væri af byssu. Og ef maður syngur nokkra tóna í skakka turn- inum í Pisa þá er bergmálið eins og liljómur í sterku orgeli. Ekkert er nýtt.. . . Okkur hættir til að álita að það sje eingöngu nútiminn, sem hafi gert liinar mörgu teknisku nýjungar, sem okkur finnast svo ómissandi. En mörg dæmi má nefna um að ekkert er nýtt undir sólinni. — 1 etrúskasafninu í Papa Júlía, skamt fyrir utan Róm er t. d. til hauskúpa, tvö þúsund ára gömul, og i henni eru gulltennur og einnig það, sem tannlæknarnir kalla „brú“ nú á dög- um. Tannlæknalistin hefir með öðr- um orðum verið á liáu stígi í þá daga. — Hraðritun hafa menn líka kunnað í gamla daga, þó að liún væri með öðru sniði þá en nú. Það t er tálið að mælskumaðurinn Cicero hafi orðið fyrstur manna til þess að kenna skrifurum sínum að nota tölur og teikn i stað heilla setninga. Prestur: — Sjáið þjer ekki, Tómas að þjer gefið ungu mönnunum í sókninni illt eftirdæmi með þvi að fara á knæpur á sunnudögum. Þvi kaupið þjer ekki fimm potta brúsa af öli á laugardögum og farið með hann heim . Tómas: — Hvernig ætti mjer að vera mögulegt að sofa, og vita af fimm pottum af öli á heimilinu? í HEIMSÓKN" HJÁ IIERFÖNGUM Prelátinn á miffri myndinni er Amleto Giovanni Cicognani erkibiskup, sem er sendiherra páfans hjá Bandarikjastjórn. Iíjer er hann staddur i heimsókn hjá itölskum föngum. ÞÆR STARFA SAMAN. Þessar skotsku systur, Aileen og Joan Wylie, starfa saman á flugmiffunarstöð hjá breska flughernum. Hlutverk jieijrra er þaff aff snuffra uppi hreyfingar óvinaflngvjelanna. JAFNVÍGUR Á SJÓ OG LANDI. Þetta er ckki skriffdreki, þó aff hann líkist honum, heldur einn af skriöbátum 'þeim, sem ýmist eru notaffir til innrása eða til flutninga yfir ár og vötn. Dáturinn getur fariff hratt á vatni en þegar hann kennir gruims heldur hann áfram og fer á landi eins og hver annar skriðdreki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.