Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1944, Qupperneq 3

Fálkinn - 21.07.1944, Qupperneq 3
F Á L K I N N 3 YIKUBLAÐ MBÐ MYNDUM Ritstfóri: Skúli Skúlason. Framkojttóri: Svavar HJalteatod Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaðiS kemur út hvern föstudag Allar iskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSprent. SKRADDARAÞANKAR „Drag skó þína af fótum þjer“. Og þvi skyldi þetta gert að maður- inn stóð á heilögum stað, sem licjn- unji bar að virða og sýna lotningu. Við tölum um helga staði, hjer á landi, og eigurn þá einkum við sögu- staðina. Og lijer er einnig margt HelgafeJlið, sem með nafni sínu bendir á, að meiri hafi alvaran og innileikinn verið með þjóðinni fyrr- uin en nú er. Hjer skal alveg ósagt látið. hvort sá tíðarandi, sem skóp Helgafellsnöfnin hafi verið betri en hinn, sem nú rikir, cn annað cr íhugunarvert i þessu sambandi, sem þó qft gleymist. Við- berum of litla virðingu fyrir náttúrunni. Það ætlast að vísu eng- inn til þess, að við göngum á sokka- leistunum um þá staði, sem virðing skal borin fyrir. En hitt ætti að vera á tilfinningu hvers manns, sem fer um farinn veg eða ófarínn, að óvirða ekki þann stað, sem hann kemur á, hvort lieldur staðurinn hefir á sjer helgi vegna gamalla minqinga eða hann er nafnlaus blettpr á víðavangi. Því að náttúran er friðhelg. Þetta verður aldrei of ofl l.veðið og Verður að kveðast þangað til allir nema fábjánar liafa skilið það og muna það. En langt er í land til þessa, þó' að mikið hafi áunnist. Fyrir þrjátíu árum þótti mesta heiðursfólki ekki nema sjálfsagt að prýða hvamminn, sem það áði í, umbúðum af þvi, sem lmð liafði í sig látið á staðnum. Það reisti sjer „heiðursmerki“ á áningarstaðnum, úr blikkdósum, flöskum,umbúðum af tóbaki og súkkulaði, ásamt miklu öðru brjefarusli, og þótti þetta kurt- eisi. „Það skaðar ekki þó að það sjáist að einhver hefir komið hing7 að,“ sagði það. Nú þykir öllu sómafólki þetta hin mesta ómenning. En betur má el' duga skal. Ferðalögin út í guðs græna náttúruna eða um hrauii, sanda og jökla, eru alltaf að aukast, og vegna sumarleyfalöggjafarinnar aukast þau nú í ár meira en nokkru sinni fyrr. Og því miður fjölgar ruslblettum að sama skapi um holt óg heiðar. Þetta er ekki ásetningarsynd nema lijá örfáum. Það er hugsunar- leysi. En það er ómenningarblettur, sem verður að afmást. Fyrr en liann er horfinn verður ekki hægt að tala um ferðamenningu á íslandi. ALÞJÓÐLEG VÍSINDASTOFNUN: TEKNISKA STOFNUNIN í PASADENA í frjósömum hlíðum við Pasadena milli Mont AVilson og Kyrrahafs- strandar stendur þyrping af hvitum marmárabyggingum. Pasadena ei skammt frá Los Angeles, í suðvestur horni Bandaríkjanna. Þarna i hvítu húsunum starfar l'jöldi af frægum visindamönnum margra jijóða að því að auka þekkingu mannkynnsins. Þetta eru byggingar „California Institute of Technologi", sem að jafnaði er kallað „Cal-Tech“. Þar hafa starfað níu Nobelsverðlauna- menn síðastliðin 22 ár, en fyrir 22 árum kom stjarnfræðingurinn dr. George E. liale til California til þess að sjá um byggingu hins fræga stjörnuturn á Mount Wilson, en' dvaldi þarna síðar áfram til þess að stofna þarna merka miðstöð fyr- ir náttúruvísindastarfsemi. Stofnun- in bauð til sín vísindamönnum viðs- vegar að úr heiminum til þess að taka þátt i þessari starfsepii- Margir af frægustu vísindamönnum þessarar aldar, svo sem Willem de Sitter, sir James Jeans og Albert F.instein hafa dvalið jiarna, og þar er einn al- þjóðlegasti staður hnattarins. Háskól- arnir í Oxford, Miinchen, Kalkutta, Curiestofnunin í París, John Cashmir- háskólinn pólski, háskólarnir i Ley- den, Cambridge, Toronto og Pralia, ásamt mörgum fleiri, hafa sent bestu kennara sína til þess að starfa á Cal-Tech. Sagan um Cal-Tech er eigi aðeins saga um visindamenn heldur og um alhafnamenn í viðskiftum og fram- Jeiðslu. Og sá þáttur hefst þegar tihiburkaupmaðurinn Arthur Flem- ing, sem fæddur var í Canada flutt- ist til Pasadena lil þess að njóta ellinnar þar, en var beðinn að taka sæti i stjórn Iðnskóla eins jiar i bænum. Fleming átti mörg áhuga- mál og var sannfærður um, að Banda rikin gæti orðið fremri Evropu- jijóðunum í efnafræði og ýmsuin þeim visindum öðrum, er verða mætti iðnaðármálunum til hagsbóta. Þegar hann var 64 ára gamall bar fundum hans og dr. Hale saman og hann hlustaði á ráðagerðir dr. Hale um að koma á stofn alhliða náttúru- vísindastofnun. Fleming tók frá handa sjer upphæð, sem nægði honuin til iífsframfæris það sem eftir væri æfinnar, en aðrar eigur sinar, sem námu 5 miljónum dollara gaf hann til vísis jiess, sem Hale hafði fengið af tekniskum skóla. Frægir forustumenn. Dr. Hale rjeð að stofnuninni dr. Robert Milliken, frægan eðlisfræð- ing og efnafræðinginn, dr. Arthur Noyes. Eftir að hafa fengið svo á- gæta forustumenn, hvorn i sinni grein, tók hann upp nýtt nafn handa skólanum og nefndi hann „California Institute of Technologi“. Brátt fór að fara orð af stofnun þessari og visindamenn að sækja þangað viðs- vegar að. Thomas Hunt Morgan, sem gerði byltandi uppgötvanir á arfgengni, varð forslöðumaður líf- fræðideildar stofnunarinnar . Dr. William Bennett Munroe kom frá Canada til þess að gerast kennari í stjórnvísindum. Ungverjinn dr. Theo- dor von Karman, einn af frægustu flugvísindamönnum lieims, sagði upp stöðu sinni við þýskan háskóla og fluttist til Pasadena til að kenna vísindi, sem Bandarikjaþjóðinni hefir orðið ómetanlegt gagn að. C. V. Ramae, prófessor i eðlisfræði við háskólann i Calkútta, varð prófessor i þeirri grein við Cal-Tech, ásamt forstöðumanninum, próf Millikan. Þessir menn og margir fleiri hófu nú rannsóknarstarf, sem reyndist svo merkilegt og mikilsvert að það vakti athygli um allan heim. Starfið er ærið fjölþætt. Þarna var framkvæmd rannsókn á kosmiskum geislum og efni sólarinnar, lögmál- um arfgengisins, hraða Ijóssins, raf- eindum, skyldléika rúms og tíma — verkefnum, sem voru svo margbrotin að ekki gátu fengist við þau nema fáir mcnn í öllum heiminum, sem flestir höfðu fórnað æfi sinni mannsandanum til þroska en ekki sjálfum sjer til frægðar. Rannsókn- arstofur með . merkilegri áhöldum en nokkursstaðar i heimi, spruttu upp í hliðinni, þar sgm áður hafði i;axið kjarr. Charles Lauritsen kom /rá Danmörku til þess að framleiðs svonefnda gammageisla með X-geisla lampa, er liafði miljón volta spennu. Frakkinn Jesse W. M. Dumond varði þremur árum til þess að smiða undravert áhald, sem hann gat notað til þess að mæla með hraða rafeindanna. Og hinn sterki stjörnu- kikir á Mounl Wilson opnaði manns- auganu leið til fjarlægari stjarna himinhvolsins, en áður var vitað um. Mönnum varð brátt ljóst að þetta hávisindalega starf, sem unnið var í Cal-Tcch, hafði líka hagnýta þýð- ingu og rjeð margar gátur, sem tækninni var gott að vita skil á. Og ýms atvinnufyrirtæki fóru nú að styrkja stofnunina. Edisonfjelag Suður-Californiu lagði stofnuninni til háspennustöð, sem hægt var að framleiða í gamma-geisla, en þeir Framhald á bls. lb. fíaiuisóknarstofurnar i Cal-Tech, eru með súlnaröðum út að skrautlegum forgarði. Þarna starfa fjölmargar þjóðir nú að þvi að stgðja sigur hiiuia sameinuðu þjóða i styrjöldinni. Nokkrir frægir menn í anddyri klúbbsins i Cal-Tech, en hann nefnist Athenaeum. Frá v. til h.: Nobelsverðlaunamað- urinn fíob. A. Millken forstöðumaður stofnunarinnar. Sviss- lendingurinn Fritz Zwicku, sem er stjörnueðlisfræðingur enski sagnfrœðingurinn Godfrey Davis, og Edvard C. Darreit umsjónarmaður stofnunarinnar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.