Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSpren/ SKRADDARAÞANKAR Engum er það láandi þó að liann vilji varðveita heilsuna, — liitt væri láandi að vanrækja það. En leið- irnar eru svo margvíslegar og heilsuverndarfræðin svo flókin, að hún er nærri því eins þægilegt stæluefni og pólitik eða trúmál. Þó að það þyki t. d. sæmilega sannað, að maðurinn ,geti ekki lif- að án súrefnis, þá eru þeir menn til, sem telja það banvænt að opna glugga nema nokkrum sinnum á ári. Það hafa til skamms tíma ver- ið til baðstofur liér á landi, þar sem enginn gluggi var á hjörum, og eru kanske til enn. Þær voru sæmilega þéttar, en einstöku sinnum varð að opna liurð, og þó varð eklci hjá því komist að svolítill gustur utanfrá blandaðist ])ví sem inn.i var og liafði farið margar liringferðir gegnum kokið á öllum viðstöddum. Fólkið kunni vel við sig i þessu, þó að loftið væri svo lélegt, að lampinn logaði varla í því. Allt þólti betra en kuldinn. Þá halda menn því fram að það sé holt að þvo sér sem oftast, meira að segja allan kroppinn, til þess að hreinsa svitaholurnar. Fram á þessa daga hafa þó verið til menn, sem segja að það sé stakasti óþarfi að þvo sér um skrokkinn nema einu sinni á ári, og jafnvel hættu- legt að þvo sér úr köldu. Maður fái lungnabólgu af því. Og svo er mataræðið. Sumir segja að maður eigi að éta eins og maður getur, aðrir að maður eigi að hætta að éta þegar lystin er sem hest. Sumir segja að það sé enginn kraft- ur í nýmetinu, lieldur sé best að allt sé reykt, úldið eða saltað, eða allt í senn. Eða þá súrt. Þegar frétt- ist um „penicillinið“ þóttust vitr- ingar sjá vegna hvers íslendingar yrðu gamlir: Það ])æri myglan í torfbúrunum, sem hefði haldið lif- inu í þjóðinni. Sumir segja að það sé bráðdrep- andi að éla ket, hvítasykur, reykja tóbak og drekka brennivín. Aðrir gera þetta allt og verður gott af. Búlgarar kváðu ekki þvo sér nema sem allra minnst og þar verða menn allra manna elstir. Hverju á að trúa? Gömlu kerlinga- hækurnar eru að vísu úr sögunni, en læknarnir liafa fengið andstæð- ing í staðinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 55 ára stræti. Þar var efstu hæðinni breytt í samkomusal og veitingastofur, sem allir Reykvíkingar þekkja und- ir nafninu Félagslieimili V. R. En þetta húsrúm er þó livergi nærri nægjandi fyrir allan þann fjölda, sem nú er í félaginu, og telja for- ráðamenn V. R. að viðunandi lausn á húsnæðismálum félagsins náist ekki, fyrr en hið fyrirhugaða stór- hýsi þess hefir verið reist, og þykj- ast þeir hafa góðar vonir um full- komna farmkvæmd þess máls nú á næstunni. Árið 1943 barst félaginu höfðing- leg peningagjöf — 80 þúsund krón- ur — frá Thor Jensen, sem stofnaði þar með sjóð til styrktar ungum verslunarmönnum, er kynnu að vilja stunda framhaldsnám í versl- unarfræðum erlendis. Er hér um stórkostlegt hagsmunamál að ræða fyrir verslunarstéttina yfirleitt. Síðustu 10 árin hefir V. R. gefið út Tímaritið „Frjáls verslun", mán- aðarrit, sem ýmsir áhugamenn inn- an stéttarinnar hafa hingað til lijálpast til við að skrifa og búa til prentunar. En nú hefir Baldur Pálmason verið ráðinn fastur 'rit- stjóri við blaðið og hefir það auk þess verið stækkað allmikið frá þvi sem áður var. Vafalaust verður þessi breyting mjög til batnaðar, því að Baldur er einn liinn ötul- asti meðal ungra verslunarmanna, prýðilega pennafær, menntaður og smekkvís. Starfsemi V. R. hefir verið mjög glæsileg síðustu 5 árin, sem sjá má af því, að á þessu tímabili hefir félagatalan aukist úr 030 upp í 10 • 1700. En auk þess hefir húsbygg- ingarsjóðurinn vaxið hröðum skref- um og það svo, að i formannstíð Odds Helgasonar árið 1944 jókst liann um hvorki meira né minna en 70 þúsund krónur. En einn allra merkilegasti áfanginn i ferli V. R. verður þó að teljast sú ráðstöfun, sem gerð var á síðasta aðalfundi félagsins i október; því að þá var tekin ákvörðun um fasta launatalcsta fyrir hina ýmsu meðlimi. Samning- ar um þetta mál voru gerðir við atvinnurekendur í mánuðinum sem leið, og cr það trú manna að þeir muni verða til stórbóta einkuni fyrir hina lægst launuðu innan versl unarstéttarinnar. Þessi ráðstöfun er fyrst og freinst að þakka núver- andi stjórn V. R. en hana skipa: Guðjón Einarsson, form., Baldur Pálmason, varaform., Carl Hemm- ing Sveins, ritari og Sveinn Ólafs- son gjaldkeri. Það hefir líklega aldrei verið eins bjart yfir starfsemi V. R. og einmitt núna, þegar það er að liefja 55. starfsárið. Þann 12. janúar 1890 komu all- margir reykvískir verslunarmenn saman á fund í veitingahúsi því, er Þorlákur Johnson rak þá hér : bæn- uiji. Það var Þorlákur, sem liafði boðað lil þessa fundar í samráði við nokkra félaga sína i þeim til- gangi að hefja undirbúning að stofnun félagsskapar, er væri opinn öllum þeim starfandi verslunar- mönnum, er ekki fengu inngöngu i Kaupmannafélagið svonefnda. Þor- lákur liafði lengi liaft stofnun slíks félagsskapar í liuga, en umræddur fundur var fyrsti verulegi árangur- inn af ötulu starfi lians í þessa átt, því að þá var kosin undirbúnings- nefnd, er skyldi stuðla að örum framgangi málsins. Og það voru engar liðleskjur, sem skipuðu þessa nefnd, nefnilega liinir alkunnu at- hafnamenn Th. Thorsteinsson, Deth- lev Thomsen, Johs. Hansen, Matt- liías Jóhannessen og svo auðvitað Þorlákur Johnson. Störf nefndarinn- ar gengu all greiðlega og lauk þeim með stofnun Verslunannannafélags Reykjavíkur þann 27. janúar 1891. Stofnendur féalgsins voru 33 og markmið ])ess var, að veita versl- unarmönnum tækifæri lil að verja frístundum sinum sameiginlega þannig að þær gætu orðið þeim bæði til skemmtunar og fræðslu. Þess var ekki langt að biða að V. R. gerðist ein öflugusta drif- fjöðurin í félagslífi bæjarbúa. Það lét mikið til sín taka í íþróttamálum, efndi til kappróðra og útreiðatúra, en hvað' skemmtanalíf snerti þá er óhætt að fullyrða, að V. R. hafi verið langbesta skemmtanamiðstöð unga fólksins í höfuðstaðnum, þar til er kaffihúsalíf og kvikmyndasýn- ingar komu til sögunnar. Vöxtur og viðgangur félagsins var með eindæmum allt fram til árs- ins 1907, en þá færðist deyfð yfir starfsemi þess og breyttist lít- ið til batnaðar fyrr en í kringum 1920. Þá koma nýir athafnamenn fram á sjónarsviðið og taka við stjórnartaumunum. Skcl þar fyrstan telja Erlend Ó. Pétursson, sem var formaður alveg frá 1921-31 að árinu 1924 undanskildu. Á þvi tima- bili jókst meðlimatalan gífurlega, enda var starfsemi félagsins þó til fyrirmyndar á flestum sviðum. Ötul- ir samstarfsmenn Erlends í stjórn félagsins á þessu tim'abili voru þeir Hjörtur Hanson og Egill Gutt- ormsson, að ógleymdum þeim al- nöfnunum Árna Einarssyni kaup- manni og Árna Einarssyni, verslun- armanni, sem jafnan munu nefndir fyrstir manna, þegar rætt er um velgengni Verslunarmannafélagsins. V. R. tók snemrna að beita sér fyrir framkvæmdum, er miðuðu að eflingu stéttarinnar og auknum um- bótum á sviði verslunarmála. Stofn- un Verslunarskólahs árið 1905 var fyrsta skrefið í þá átt og stuðningur V. R. við þá menntastofnun hefir jafnan verið hinn traustasti og má í þvi sambandi minna á það, að þegar Verslunarskólinn eignaðist sitt eigið lnis, lánaði V. R. honum 10 þúsund kr. til kaupanna úr byggingasjóði sínum. Sá sjóður var stofnaður fyrir forgöngu Erlends Ó. Péturssonar árið 1920. Fram að þeim tíma þurfti félagið aíltaf að leigja sér húsnæði til fundarhalda og varð raunar að gera það allt fram til ársins 1940, þegar það keypti húseignina nr. 4 við Vonar- Visjinskí og Bevin. — Nöfn þessara manna hafa mikið verið nefnd i sambandi við fundi Öryggisráðsins í London, mest fgrir hinar hörðu deilur, sem þeir hafa átt í um Grikklandsmálin. Til vinstri sést hinn rússneski Visjinski, en til hægri hinn breski Devin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.