Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 11
FÁLKINM 11 Sildarréttir ob fleira Kryddsíld, gömul sœnsk uppskrift. 80 síldir eru þvegnar og lireistr- aðar, og stráð á ]jær salli, breitt yfir þær og þær látnar bíða i 4-5 tima. Þá er hver síld strokin með hendinni svo saltið hrynji af, og lögð í leirdúnk eða krukku og helt yfir þær ediki svo að fljóti yfir. Eftir 18 tima má taka þær upp aftur og þurka þær með grófum klút áður en þær eru látnar í kryddið. Kryddið: Vi kg. salt, Vt kg. syk- ur; nellikur, saltpétur, humall, lár- berjablöð, (15 gr. af hverju) er blandað vel saman og stráð í lög á síldina, sem svo er pressuð og geymd. Eftir mánuð má fara að borða af síldinni og finnist hún of sölt, einkum síðast, er hún af- vötnuð í mjólkurblandi. Soðin síld geymd i ediki. 10 'síldir, 1 tesk. pipar, 2 lauk- ar, 3 lárberjablöð, salt, edik og vatn. Síldin er hreistruð, söltuð og þerriið og skorin á ská í 3 hluta, höfuð og sporður eru skorin frá. Bitarnir eru lagðir í krukku með salti, pipar og rifnum lauk, og helt yfir það ediki og vatni, lárberja- blöð efst. Krukkan er svo látin í pott með köldu vatni og hann hit- aður varlega og hægt þar til sýður. Þegar beinin eru laus er sildin soð- in. Hana má geyma á köldum stað nokkra mánuði. Kryddsúrsuð síld. V2 fl. ávaxtavín, 1 dl. edik, 1 þunnt sneiddur laukur, 1 gulrót skorin í mjóar lengjur, 1 krydd- jurtavöndur, pipar og salt. Þetta er allt sett yfir eld og soðið varlega í 15 mín. 14 hreinsaðar síldir eru látnar í smápott og sjóðandi krydd- súrsinu hellt yfir þær og þeim hald- ið við suðu i 10 min. Þá eru þær færðar upp og látnar kólna, súrsið siað og því hellt yfir síldina. Gul- rætur og laukur lagður með. Síldarbollur. 3 nýjar síldir, 8 soðnar kartöfl- ur 1 tesk. söxuð steinselja, 1 egg, 1 sitróna, Vi tesk. kabes 1-2 sk. pipar, salt, hveiti og brauðmylsna. Roð og bein eru tekin úr síldinni og þær skafnar fínt niður, kart- öflurnar marðar gcgnum sáld. Fisk- urinn, steinseljan, piparinn, salt og kabes er hrært saman við kart- öflurnar, þar til það er orðið að mjúku deigi, þá er eggjarauðan hrærð út í. Þá eru húnar til smá- bollur, sem velt og hnoðað er úr hveiti. Létt þeyttri hvitunni er strokið yfir bollurnar og þeim velt upp úr brauðmylsnu. Þær eru steiktar. Bornar fram með stein- selju og sítrónusneiðum. Síld með olivum. Nýjar smásíldir, salt og olívur, 2 matsk. edik, 1 matsk. vatn, sykur og pipar. Síldirnar eru hreistraðar, saltaðar, geymdar i 3 tima. Hver síld vafin um ólívur og þjappað ofan í gler. Kryddið hrært út í vatnið og því helt yfir síldirnar. Bundið yfir glösin og geymd á köld- um stað. Bólstruð húsgögn. Þau skal banka rækilega liaust og vor. Séu þau fín og viðkvæm skal vefja klút um bankarann. Nota skal ryksuguna varlega á slík liús- gögn, því að þræðir efnisins geta brostið og slitnað, sé þess ekki gætt. Pappírstappar. Komið getur það fyrir að mann vanti tappa í flösku og geti ekki náð til hans í bili. Þá er ekki um annað að gera en væta bréf og vefja sér úr því tappa og troða lionum ofan í stútinn. Þegsr tapp- inn þornar þenst hann út og verður alveg loftþéttur. Tréprjón er ágælt að hafa í eldhúsinu svo maður geti gripið lil lians. Með honum má ákveða hvort kökur eða búðingar eru fullhökuð. Tolli ekk- ert við prjóninn er fullbakað. LEIKARAIt...... « Framhald af bls. 6'. hendinni gekk hún þvert fyrir kvik- myndavélina. „Frönsku-tíminn er að byrja, Joan,“ sagði liún við Joan Leslie, sem þá var 17 ára og lék í myndinni. Kvikmyndastjórinn M. Curtiz, leikararnir James Cagney, Walter Huston, Irene Manning og 40 aðrir, sérfæðingar í hljóm- og myndatökum og heill herskari af öðrum starfmönnum, allir urðu að biða, þangð til Joan Leslie var laus úr frönsku-tímanum. Nýlega var gerð rannsókn á því, hvernig gáfnafari kvikmynda-barna væri liáttað í samanburði við önn- ur börn. Það kom i Ijós, að gáfna- stig þeirra fyrrnefndu er allmiklu hærra en hinna. „Þetta er í rauninni mjög skiljan- legt,“ segir fröken Horne. ,J3örn þau, sem leggja fyrir sig leiklist, verða að hafa skarpari athyglisgáfu, fjörugra ímyndunarafl og liprari skilning en önnur börn.“ Næstum hver einasta kvikmynd er að nolckru leyti leikin af börnum. Að vísu gegna þau sjaldnast aðal- hlutverkum, en aukalilutverk hafa þau með höndum í flestum tilfell- um. Og öll eru þau undir eftirliti Lois Horne — hún verður að veita þeim öllum kennslu þá, sem kraf- ist er. En námið er ekki ætíð stund- að i skólahúsinu hjá fröken Horne. Oft kemur það fyrir að kvikmynda- félögin neyðast til að bregða sér upp í fjöll með allan sinn útbúnað, ellegar þá út á eyðimerkur eða haf- ið sjálft til að trýggja sér hið rétta baksvið fyrir myndatökur. Þegar þannig stendur á, slæst fröken Horne í förina, 'því að hún getur stundað kennsluna á hvaða stað sem er. Óperusöngvarinn Lawrence Tibbett fylgist vel með öllum matartilbún- ingi konu sinnar, Jane. Leikkonan Nissa Foch sést hér í dimmbleikri ullarpeysu, sem œtlast er til að sé notuð sem kvöldklæðn- aður. Stuttu hekluðu hanskarnir og kotsvartir eyrnalokkarnir eru i stít við peysuna. LÍTILL FLÓTTAMAÐUR Framh. af bls. C>. blóðlilaupin. Hann tók gólfið í tveimur sltrefum og faðmaði svo bæði Peggy og mömmu. Og skritn- ast var að liann fór lika að gráta, og Peggy sá að fólkið sem stóð þarna næst þurrkaði sér um aug- un, hló og talaði svo að glumdi í Öllll. Hún hotnaði ekki almennilega i þessu. En þó var það að minsta kosti eitt, sem hún gat skilið. Þeg- ar hún leit á andlitin á pabba og mömmu sá hún, að nú voru þau orðin hamingjusöm aftur. Og það kom, á einhvern kynlegan hátt, til af lienni. Nú mundi lnin aldrei verða ásteytingarsteinn framar. Kvikmyndaleikkonan Martha Scott í hvíttim, kjól með raiiðum og blá- um skreytingum. Rúmsjá-kvikmyndir. Rússar hafa kvikmyndað Robin- son Krúsó með nýrri aðferð, svo að myndin fær miklu eðlilegri dýpt en þær rúmsjármyndir, sem hing- að til hefir tekist að gera. Heitir sá maður Pavlovitsj Ivanov, sem fundið liefir þessa aðferð, og sjást myndirnar svo eðlilega að fólk lætur belkkjast. Það hrekkur við þegar bifreið kemur akandi inn á sviðið og beygir sig þegar fuglar sjást fljúga á myndinni. Það hefir jafnvel reynt að grípa bolta, sem sést kastað í kvikmyndunum. — Hugvitsmaðurinn hefir sagt frá að- ferðinni, sem hann notar. Sjálf kvikmyndaræman er með tveimur myndum alveg eins, hlið við hlið, eins og á ljósmyndum fyrir rúm- sjá. Og „tjaldið" er samsett úr 2000 glerjum, sem snúa með ákveðnu móti. Kaffið hefir verið gefið frjálst í Sviþjóð aftur, og skömmtuninni lauk 1. nóvember. Svíar liafa haft talsvert af kaffi öll striðsárin, eða um 42% af meðalnotkun fyrir stríð. Alls var úthlutað 107 miljón kg. af kaffi striðsárin, en með venjulegri notk- un hefðu Svíar þurft 250 miljón kg. Te og kókó hefir líka verið gefið frjálst samtímis kaffinu, en áfengisskammturinn er enn miklu lægri en var fyrir stríð. Fíflið furðar sig — sá vitri spyr. Hjarta þritugs manns er annað- hvort brostið eða steinrunnið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.