Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN MANNS BARN. Framhald af bls. 9. „Hann er úr sömu sveit og ég, hann heitir Levka Osia. Við fórum saman að heiman.“ Hann sneri sér undan. Skyrtu- garmurinn hans var votur af tárum, og stóru svörtu augun voru skær. En Skorzov leit á liann og varð glaður. „Þú ert bjáni, Grigori,“ sagði hann. „Þú ert eins og skógar- hind, hversvegna komstu ekki með Levka heim með þér, það var nógur matur til handa ykk- ur báðum. —- Þið getið verið hjá mér og lært eitthvað. Hvar er Levka?“ Grisjka leit upp. „Hann fór til sveltihópsins og bað um að fá að verða sam- ferða. Eg átti að bíða hérna á meðan.“ „Við slculum fara og leita liann uppi. Er það vegna Levka, sem þú seldir stígvélin?“ „Auðvitað,“ sagði Grisjka al- varlegur. „Hann er frá sama stað og ég.“ Þeir stóðu upp og gengu sam- an meðfram ánni. Við stóra timburbryggju hitti Grisjka vin sinn. Levka liafði fengið leyfi til að slást í sveltihópinn. Hann leit fyrirlitlega á Skorzov. „Við förum ekki,“ sagði Grisj- ka við hann, „við verðum hér, við höfum fengið atvinnu. Mörg þúsund á vergangi en aðeins nokkur hundruð komast lífs af,“ þuldi liann orðrétt eins og Skorzov hafði sagt. Þeir settust allir þrír til að taka ákvörðun. Loks tókst sam- komulag með þeim þarna á árbakkanum og Levka kom með þeim heim. Þeir urðu samferða upp í bæinn, allir þrir og töluðu hægt, eins og fullorðnir menn, þó að Levka væri ekki nema níu ára. „Guð gefur okkur áreiðan- lega gott veður,“ sagði Levka. „Það er aumi vandinn með þennan eilífa þurk hérna.“ Slcorzov leit á skinið and- litið á Levka og hvarmarauð augun og sagði: „Á morgun skal ég láta lclippa hárið á þér, mannsbarn. Hvað ætli þú hafir við sitt hár að gera i þessum hita? Heyrðu, ert þú að leita að honum föður þínum?“ Levka svaraði með þyrkings- legri rödd: „Eg á engan föður!“ Neonlampinn, sem notaður er við myndaútvarp, er svo nœmur og fljótvirkur aS hægt er aS kveikja og slökkva á honum 500.000 sinnum á sekúndu. Huep íann: EIMREIÐARNAR? Sú gífurlega bylting í samgöngu- málinu, þegar eimknúnar járnbraut- ir komu til sögunnar, hófst fyrir 120 árum. En þaS aS láta vagna renna á teinum er miklu eldra. Rómverjar gerSu spor úr liöggnum steinum, sem þeir létu vagna renna á, og sömuleiöis úr timbri, og í Englandi var snemma farið aS nota járnteina fyrir vagna. Hér á landi sjást víSa í kaupstöðum brautar- teinar frá bryggjum upp aS versl- unarhúsunum, en mannafl var aS jafnaSi notaS til að hreyfa vagn- ana. — Járnbrautarteinarnir í Eng- landi voru fyrst notaSir kringum námugígina. Hestar voru notaðir til aS draga kolavagnana, og járn- brautir voru einnig niSri i námu- göngunum, en eftir aS gufuvélin fannst, var lmn víSa notuð til að draga vagna. Var þá haft spil við gufuvélina, sem var óhreyfanlegt, en vagnarnir dregnir á streng. En þegar talað er um járnbrautir nú á dögum er jafnan átt við að vagna- lestin sé dregin af eimreið á hjól- um. George Stephenson (f- 1781, d. 1848) er almennt talinn höfund- ur eimreiðarinnar, en ýmsir höfðu sýslaö um þetta á undan honum. Fyrsti maðurinn, sem smíðaði vagn er gekk fyrir gufuorku var Frakk- inn Joseph Cugnot. Hann smiSaði gufuvagn sinn ellefu árum áður en Stephenson fæddist, eða 1770. í reynsluferðinni ók þessi vagn á múrvegg; taldi fólk því að hann væri glæframaSur og missti áliuga á málinu. Næstur var William Mur- dock, sem bjó til ofurlítinn gufu- vagn, sem liann gat borið undir hendinni. Eina af fyrstu tilraunum sínum gerði hann á fáförnum vegi. Setli vélina af stað, en hún fór með svo miklum harða, að Murdock gat ekki fylgt henni. Hvarf vélin út veg- inn. Innan skamms lieyrði hann óp mikið úr fjaidægð. Það kom á daginn, að þetta var presturinn á staSnum, sem liafði mætt þessu hvæsandi og eldspúandi óféti, og liélt hann, að þetta væri djöfullinn sjálfur, sem hefði tekið á sig þessa skrítnu mynd. — Gufuvagnar Cug- nots og Murdocks voru ætlaðir fyr- ir venjulega vegi, eins og bifreiðar, en ekki fyrir teina. Fyrsti maður- inn, sem tengdi saman gufuvagn og teina, hét Richard Trevithick, hann smiðaði eimreiS fyrir teina árið 1803. En úrslitin komu með George Stephenson. Hann var af fátæku foreldri, faðir hans námu- maSur skamt frá Newcastle. George varð vélamaður. Árið 1814 smíðaði hann fyrstu eimréið sina, en hún reyndist illa, og liélt hann þá áfram tilraunum og bjó til nýjar gerðir. Árið 1825 var fyrsta járnbrautin samkvæmt li3ns tillögum lögð milli Stockton og Darlington. Ekki fór lestin hart yfir. Ríðandi maður var látinn vera á undan til að vara fólk við ferlíkinu þegar það kæmi, og reka fólk og fé af teinunum. Auðvitað sætti uppgötvun Stephen- sons miklum andmælum. „Ilvað mundi ske, ef eimreiðin yðar mætti kú á sporinu,“ var hann spurður. „Það væri leiðinlegt fyrir kúna,“ svaraði hann. Sigur Stephensons var unninn, þegar járnbrautin var lögð milli Manchester og Liverpool. Var efnt til samkeppni um bestu eimreið- ina á þessari braut, og komu fram 5 tilboö. VerSIaunin voru veitt eim- reið Stephensons „The Racket“ en næstu verðlaun fékk eimreið sænska hugvitsmannsins Johns Ericsson. Upp frá þessu var þýð- ing járnbrautanna viðurkennd og þær breiddust óðfluga út i Eng- landi og öðrum löndum. Varð Stephenson ráðunaulur ýmsra járn- brautafélaga. í Austurríki kom fyrsta járnbrautin 1831, í Frakklandi 1837, í Danmörku 1847 og í Nor- egi 1854. Svör við 7 spurningum. . .1. Friðriks VIII. Danakommgs, 2. San Francisko - Oakland brúin hún er 6A00 metra löng. 3. Jón Thor- oddsen, 4. 12. des. 1711, 5. 50 kg. 6. 3 klst., 7. Feruccio Parri. Til viðreisnarstarfsins. — Nú hefir franska póststjórnin gefið út ný frimerki með mýndum frá þeim borgum Frakklands, sem verst urðu úti í stríðinu. Gróðanum af sölu frimerkjanna verður varið til end- urbyggingar þessara borga. Hér sjásí frímerki með myndum frá Dun- kerque, Suint Malo og Caen. í Tennessee i Bandaríkjunum eru sumar sveitirn- ar mjög strangar hvað allt velsæmi snertir. Þar er til dæmis barna- kennurum bannað að dansa. Gagnstætt viÖ rúmföt ættu menn að sofa á raunum sinum, áður en þeir viðra þær. Gömul negrakerling var spurð að því, hvernig hún færi að því að halda sér svo unglegri, og liún svaraði: „Þegar ég vinn, þá vinn ég vel; þegar ég sit, þá sit ég illa; og þegar ég hefi áhyggjur, l)á fer ég að sofa.“ -— Það má ekki miklu muna að \ þetta ameríska flugvirki fari á kaf í snjó.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.