Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Vladimir Lidin: Manns barn. A NDREI Ivanovitsj Skorzov var skósmiður, og gamall og skrælnaður piparsveinn. Hann vann myrkranna á milli og það var rétt svo að hann gaf sér tíma til að spjalla við þá, sem gengu um götuna og gægðust inn um gluggann til lians. Kettir voru hans líf og yndi, allir veikir, liraktir og lieim- ilislausir kettir, sem liann fann, þá tók hann heim til sín, nostraði við þá og gaf þeim að éta, svo að íbúðin hans var jafnan full af þess- um veslingum, sem hann stund- aði eins og þeir væru manneskj- ur. Svo dundi hungursneyðin mikla yfir Rússland, og um sumarið, þegar litla þorpið, sem Skorzov átti heima í, skrauf- þornaði í sólhakstrinum eins og forarpollur, og tjaran rann úr veggjunum á gömlu timbur- kofunum, fór hungurfylkingin stórum flokkum austur á hóg- inn til að deyja. 1 þrjá daga streymdi fólkið gegn um bæ- inn og skildi þar eftir börnin og þá, sem voru dauðvona. — Börnin urðu eftir í hverjum bæ. Þau vildu ekki deyja. Þau voru athafnasamari en full- orðna fólkið. Og einn daginn, eftir að svellifólkið var farið framlijá, fann Skorzov mann- kynshvolp á torginu. Hvolpur- inn var níu ára. Hann var orð- inn svartur af sól og sulti, her- ir fæturriir á lionum höfðu bólgnað liræðilega og hausinn ein geitnaskóf. Hvolpurinn sat á grjótgarði á torginu og stóð á sama um allt. Tárlaus augu hans störðu sljó út i bláinn. Hann var eins og soltinn liund- ur með flókalubba. Skorzov laut niður að honum og hjarta hans herptist saman af með- aumkun. Hann sagði: „Þú ert ineiri kláðakindin, drengur minn. Sulturinn fegrar sannar- lega ekki mannkynið. Komdu með mér, þú skalt fá bita.“ Hvolpinn gildir einu hvar hann á að deyja. Skorzov fór með hann heim til sín og setti hann við borðið. Hann setti skeið hjá honum, braut stór- an mola af brauðinu og tók kalda súpu úr ofninum. „Éttu bara!“ sagði hann við drenginn. „Hvað gónirðu svona á, enginn gerir þér mein hér.“ Drengurinn tók slceiðina og fór að éta. Hann át þangað til honum lá við að rifna —- súp- an ólgaði í hálsinum á honum, svo mildu tróð hann í sig — og bráðum tók Skorzov skál- ina frá honum. „Þetta er nóg í svipinn, þú mátt ekki éta mikið fyrst í stað, meðan þú ert að venjast. Hvað heitirðu?“ Drengurinn starði þungbúinn út í bláinn. — „Grisjka.“ „Grigori, með öðrum orðum. Og livar eru foreldrar þínir? Þú munt vera foreldralaus, geri ég ráð fyrir. Og hvert ætlarðu með þessu fólki ?“ „Við ætlum út að sækja brauð. Við verðum að tóra til vorsins,“ sagði Grisjka alvar- legur, eins og fullorðið fólk í tali sínu, „og frá vorinu til lcornskurðarins björgumst við einhvernveginn.“ Hann var ekki saddur enn og mændi á súpuskálina. „Nei, Grigori, þú færð ekki meira núna, það getur farið illa, af því að þú ert óvanur að horða. Þú getur drepið þig á að éta of mikið. Hvaðan kem- urðu ?“ Grigori svaraði: „Eg kem langt að. Eg hefi slaðið við i hverjum bæ. Börnum er alltaf hjálpað eittlivað. En þegar ný- ir hó])ar af sveltifólki koma, þá held ég alltaf áfram. Nú ætlum við næst til Syrra, það er ákveðið mál.“ Skorzov liorfði á geiturnar, sem þökktu hausinn á drengn- um, og skininn kroppinn, og liristi höfuðið. „Þú ert svq skritinn, þú talar eins og fullorðinn bóndi, en þó ertu varla nema átta ára,“ sagði Skorzov. Þunglyndi hvolpsins skein úr ellilegum og þreytulegum aug- unum. — Skorzov horfði á hann. Hann kendi sárt í brjósti um drenginn, og svo sagði hann upp úr þurru, eftir nokk- ra umhugsun: „Veistu hvað ég er að liugsa um, kunningi? Þú átt hvergi athvarf. Það getur orðið langt þangað til þú kemst þangað, sem brauð er að fá, og það er óvíst hvort þið komist áfram yfirleitt. Þú getur eins vel unn- ið hjá mér til yorsins. Þú getur hjálpað mér, og þá skaltu fá mat í staðinn. Fyrst um sinn áttu að fara með skófatnað til skiftavina minna.“ Grisjka sat um stund og liugs- aði málið, alveg eins og full- orðinn maður, er væri að ráða sig í vist. „Nú, jæja, það er gott. — Bara að ég fái sæmilegan mat —- og svo eru bastskórnir mínir gauðslitnir.“ Bastskóræflarnir liéngu á þvengjunum um öklana á hon- um. „Mat skaltu fá svo mikinn að þú verðir saddur,“ sagði Skorzov, „Og þessum skóræfl- um þínum fleygi ég út í ösku- liaug lianda krákunum. Eg skal smíða fallega spax-iskó handa þér.“ Grisjka hugsaði sig um enn um stund og spui'ði svo alvar- legur: „Ileitan mat eða upphitaðar leifar?“ Drengui'inn lierti á hamp- spottanum, sem liann hafði um samangenginn magann, og Skorzov sagði vingjarnlega: „Við getum komið okkur saman um að ef maturinn vei'ð- ur slæmur þá segir þú upp vistinni.“ Þeir urðu ásáttir uixi þetta, og Grisjka — eða Grigori Semjono- vitsj Tebilov, senx liann lxét fxxllu nafni — varð eftir hjá Skorzov. Hann hafði komið handan yfir steppurnar eins og akurhæna og skreið nú inn í fyrstú holuna, sem liann hitti fyrir. Skoi’zov gerði rxnxx liaixda honum yfir ofixinum, skamtaði honum gætilega fyrstu xlagana og Grisjka lá í bælinu og horfði á Skoi’zov vinna. Svona lá hamx í tvo daga, eix þriðja daginn sexxdi Skorzov hann í búð lil að kaupa steinoliu. Grisjka tók við peningunum, fór í stóru stígvélin skósmiðsins, fór út og konx ekki heim aftur fyrr en seint um kvöldið, peningalaus og steinolíulaus. Skorzov spurði liann: „Hvar hefii’ðu verið? Kevpt- ii’ðu steinolíuna?“ Gi’isjka tíndi af sér spjarirn- ara í hægðum sínum og svar- aði ekki. Skoi’zov spurði liann Saga frá hungurs- neyðinni í Rússlandi aftur og Grisjka sagði rauna- lega: „Eg keypti ekki neitt.“ Svo þagði hann um stund og bætti þá við: „Eg týndi peningunuxjj;“ Án þess að segja orði meira ski’eið liann upp í rúmið og lá þar allt kvöldið. Hann fór ekki fram úr fyrr en maturinn var tilbúinn, og át þá eins nxikið og hann gat í sig látið. Svo skreið liann upp í bólið aftur. Konu smiðsins, sem kom nið- ur með slígvél sem átti að sóla, varð litið á drenginn. Þá fitj- aði hún upp á trýnið og sagði við Skorzov: „Hefirðu nú fengið þér þessa skepnu í staðinn fyrir kettina? Hann er líkastur skógardýri." Skoi’zov horfði alvarlegur á liann og pírði augunum. „Þetta er engin skepna, það er mannsbarn,14 sagði hann al- varlegui’. Moi’guninn eftir fór lxann lil rakarans með Grisjka. Rakarinn klippti hárið á drengnum og snxurði svo allan liausinn með lúsasalva. En vart voru þeir fyrr koxnnir heim aftur en Grisjka fór að kvelja kettina lians Skorzovs Hann píndi þá svo að loksins földu þeir sig allir undir rúmi og mjálmuðu þar hver í kapp við annan i kvöl sinni og örvænt- ingu. Þá sneri Skoi’zov sér á skóarastólnum og sagði: „Hversvegna kvelur þú ves- lingana, ófétið þitt ?“ Grisjka svaraði. „Hvað ætti nxaður annars að gera við þá?“ „Hugsaðu þér að svona væri farið með þig!“ „Ilefir það kanske ekki ver- ið gert? Maður pínir alltaf þá smæstu mest.“ Hann sat á bekknum nýklipptur og nxeð stóran nxaga, senx liafði túlnað út af öllum matnum. Skorzov horfði meðaumkunaraugum til hans: „Óféti ertu — óféti, það er víst og satt. Hvernig á maður að hafa uppi á manneskjunni i þér?“ Kvöldið eftir lauk liann við stígvélin vei-kstjórans og sendi Grisjka með þau til lians. Hann fór í rökkrinu og konx ekki aftur. Loks fór Skoi-zov á stúf- ana að leita að lionum. Hann hafði ekki komið til verkstjór- ans. Og livei'gi sást hann á göt- unni. Skorzov l’eitaði að honum langt fram á nótt án þess að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.