Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 10
10 F Á L K 1 N N YNG/tU LE/6NQURNIR Góðu bræðurnir Einu sinni var karl, sem átti þrjá stráka. Þegar þeir fóru að stækka, sagði gamli maðurinn: — Nú verð- ið þið að læra eitthvað, svo að þið getið unnið fyrir ykkur, því að é.g er orðinn svo gamall, að ég get hvorki unnið fyrir peningum eða mat handa ykkur. Svo fóru allir drengirnir að lieim- an til að læra. Fyrst mættu þeir galdramanni, sem sagði: „Hver ykk- ar vill læra að galdra?“ Það vildi sá elsti þeirra, og svo fór hann með galdramanninum. Þegar hinir tveir höfðu gengið um stund mættu þeir veiðimanni. „Hvor ykkar vill læra að skjóta?"‘ spurði veiðimaðurinn. „Það vil ég,“ sagði sá næstelsti, og svo fór hann með veiðimannin- um. Þriðji strákurinn hélt áfram. Eft- ir nokkra stund mætti hann skradd- ara. „Langar þig að læra að sauma?“ spurði skraddarinn. Það langaði drenginn. Og svo fór hann heim með skraddaranum og lærði að sauma. Þegar eitt ár var iiðið hittust bræðurnir aftur. Því að nú ætluðu þeir cllir að sýna pabba sínum, hvað þeir höfðu lært. Hann varð skelfing glaður, þeg- ar hann sá drengina sína aftur. „Nú skuluð þið sýna mér hvað þið kunnið, sagði hann. — Hérna uppi í trénu er hreiður með eggj- um. Getur þú, sem er stærstur, náð eggjunum án þess að eggja- mamma verði vör við það?“ Stærsti drengrinn, sem hafði lært að galdra, tók fram töfrasprotann sinn og sagði: „Hókus, Pókus!“ Og í sama bili lágu fimm egg í lófanum á honum. „Nú er best að sjá hvort þú, sem ert skytta, getur skotið öll eggin í einu skoti,“ sagði gamli maður- inn. Og nú kom strákurinn, sem hafði orðið skytta, og skaut öll eggin sundur i einu skoti. „Nú er best að þú, sem ert skradd- ari, setjir eggin saman aftur, svo vandlega að eggjamamma sjái eng- in missmíði á þeim,“ sagði gamli maðurinn við yngsta drenginn. Og þetta gerði þriðji drengurinn svo vei, að það var ómögulegt að sjá, að eggin hefðu nokkurntíma brotnað. „Nú sé ég að þið liafið lært veru- lega vel,“ sagði sá gamli. „En ég veit ekki hver ykkar er duglegast- ur.“ „Eg er duglegastur!“ sagði sá elsti. „Nei, ég er duglegastur!“ sagði sá næsti. „Ónei, ég er nú iangduglegastur," sagði sá yngsti. Meðan strákarnir voru að rífast um þetta heyrðist hræðilegt brak og brestir. Fjöldi fólks kom hlaup- andi upp veginn. „Hvað er að?“ sagði gamli mað- urinn. „Það kom stór dreki og tók prinsessuna okkar,“ sagði fólkið, og nú situr konungurinn okkar og grætur. Sá, sem getur fundið prins- essuna á að fá að vera í liöllinni lijá konunginum.“ „Þið verðið allir að fara að reyna!“ sagði sá gamli. „Prinsessan er á eyju, langt úti í sjó. Og kringum eyjuna eru drekar á verði.“ Strákarnir tóku stóran bát og réru út. — Þú sem ert galdramaður getur víst galdrað prinsessuna burt, án þess að drekinn verði var við það,“ sagði sá yngsti. Og sá stærsti tók töfrasprotann og sagði: „Hókus, Pókus!“ Og á sömu stundu kom prinsessan i bátinn. Svo réru þeir heim. En drekinn vaknaði. Og þegar hann sá að prinsessan var horfin, varð liann fokvondur og flaug af stað til að ná í hana. Þegar skotmaðurinn sá hvar drek- inn kom, skaut hann á hann. Og drekinn datt. Hann var stór og þungur og datt ofan á bátinn, svo að hann fór í spón. „Eg kann ekki að synda — livað á ég að gera?“ hljóðaði prinsessan. Þá tók sá yngsti nálina sina og saumaði bátinn saman. Og svo réru þau heim. Kongurinn varð skelfing glaður að fá dóttur sína aftur. „Hver ykkar á nú að verða prins og setjast hér að?“ spurði konung- urinn. „Eg,“ sagði sá stærsti, „þvi að j)að var ég, sem galdraði liana frá drekanum.“ „En það var ég, sem skaut drek- ann, þegar hann ætlaði að ræna prinsessunni," sagði sá næstelsti. „Og ])að var ég, sem saumaði saman bátinn, þegar hann fór i mél,“ sagði sá yngsti. „Jahá,“ sagði konungurinn, „þið hafið verið jafnduglegir, allir þrír. Þessvegna er best að þið verðið allir hérna. Og þið getið sagt hon- um pabba ykkar að koma líka.“ Þegar drengirnir heyrðu þetta, urðu þeir skelfing glaðir. Og svo bjuggu þeir allir í höllinni með pabba sinum, konunginum og prins- essunni. Copyright P. I. B. Bo* 6 Copenhagi Adamson ú úlaveiðum. S k r ítl u r —• Hugsaðu þér, maðurinn minn kom klukkutíma, of seint heim af skrifstofunni í gœr. . . . hann svaf Ufir sig — / — Þetta er eina rúðið til að rúða við hann þegar við erum úti mcð hann. — ....... Krakkarnir öskra, kon- an min og tengdamóðir mín rífast, ..... svo ætlist þér til þess c,ð ég kaupi blóml — Hva. . . . lwar er félagi gðar? — Hann skrcjtp lieim að sækja skúkmennina!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.