Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 15

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 15
F Á L K 1 M N 16 SEX MILJÓN PÓLVERJAR fórust í stríðinu, eftir þvi sem næst verður komist, eða flýðu land. En fyrir stríð voru landsbúar 32 miljón- ir, svo að það lætur nærri að sjölti hver íbúi hafi farist. Hér eru taldir bæði þeir sem féllu á vígvellinum, utan lands og innan og þeir sem dóu úr sulti í fangabúðunum o.g utan, og voru drepnir og myrtir. Verst hafa Gyðingarnir í Pól- landi orðið liti, því að svo má heita, að þeim liafi verið útrýmt í landinu. Fyrir stríðið voru um fjórar miljónir Gyðinga í Póllandi. Hve margir eru eftir vita menn eigi með vissu, en þeir eru einhversstað- ar milli 100 þúsund og 400 þúsund. En erlendis munu vera um tvær miljónir pólskra Gyðinga. Nú er farið að senda þýska stríðs- fanga til Póllands og eiga þeir að byrja með að hreinsa rústirnar i Varsjá og byggja upp borgina. Þeir eiga að búa i bröggum, sem settir hafa verið upp þar sem Gyðinga- hverfið var forðum. En Þjóðverj- ar brenndu þetta liverfi til ösku 1943, eftir að Gyðingar höfðu ris- ið upp gegn þeim. Auk þessara þýsku lierfanga verða 45.000 Þjóð- verjar látnir vinna í kolanámunum í Póllandi BREFDUFAN. Skömmu fyrir innrásina í Frakk- landi stóð hérshöfðingi einn og ráða menn hans pg horfðu á flutninga- vél, sem fór hjá. Allt í einu sást bréfdúfa koma út úr flugvélinni. Var nú gripið tii ldkjanna iil að fylgjast með dúfunni og ofursti sett- ur til að ná i liana og boðskap- inn, sem hún væri með, sem vit- anlega var mikilsvarðandi. Hann náði dúfunni og kom lafmóður með bréfið til liershöfðingjans. Hershöfð- inginn opnaði bréfið með titrandi fingrum, las inniiialdið en bölvaði svo og ragnaði. Svo fleygði þann sneplinum og strunsaði burt, eld- rauður í framan. Ungur liðsforingi beið eftir að Þegar Thyra, prinsesse, var jörðuð. — Myndin er tekin í Hallarkirkjunni og sést þar öll konungsfjöl- skyldan. Kristján X. situr yst til hægri í rööinni til vinstri. Konunglegur professionarius Neiendam talar. — Mér er sagt að þú sért duglegur í skólanum, Alfreð, sagði afi með aðdáun. — Hverju gengur þér best í? Er j)að lestur, skrift eða reikn- ingur? — Talaðu ekki svona barnalega, afi, svaraði Alfreð litli. —Það er ný viðreisnaráætlun, sem ég samdi, er ég hefi fengið svo mikið iof fyrir. — Iíemurðu frá snyrtistofunni núna? —- Já, ég var einmitt að koma þaðan. — Það er, auðséð að hún hefir verið lokuð. hershöfðinginn hyrfi en síðan tók hann upp blaðið. Þar stóð: — Mér var sleppt út af því að é,g dreit í búrið mitt. Málverkasvindl. í Hollandi hefir nýlega komist upp stórfeld fölsun á málverkum, sem eignuð hafa verið frægum gömlum meisturum og seld fyrir of fjár. Það kom á daginn að mað- urinn, sem liefir málað þessar myndir, lifir enn — ekki að vísu góðu lífi, því að hann er i tukthús- inu — en málar af l'ullum krafti. Sérstaklega hafði liann lagt sig eftir að stæla Vermeer van Delft, og gerði það af svo mikilli leikni, að frægir listkunnáttumenn létu blekkj- ast og töldu myndirnar ekta. Mál- ari þessi, sem heitir van Meegeren, situr nú í fangelsi og liefir verið látinn mála þar stælingu á van Delft, til að sanna sekt sína. ÞÉR GETIÐ VERNDAÐ FEGURÐ YÐAR SAMKVÆMT HOLLYWOOD-TlSKU Irene Dunn segir: „Ekki er hægt að fá betra meöal til að vernda fegurðina en Lux-hand- sápuna. Hún heldur húð minni unaðslega sléttri og mjúkri." Hörund yðar mun verða miklu bjartara, sléttara og silkimjúkt við- komu, ef þér notið hina dásamlegu, rjómahvítu Lúx-handsápu reglulega. 9 af hverjum 10 hinna glæsilegu kvikmyndakvenna í Hollywood láta Lux-handsápuna annast um útlit hins fíngerða hörunds síns, og aðrar fagrar konur um allan heim hafa fundið ánægju af því, að þær urðu líka fastir notendur fegurðarsápu filmstjarnanna, LUX handsápunnar. K-LTS 669.2-1” Ennþá sömu afbragös gæðin, en vegna núverandi sparnaðarfyrir- mæla er hún ekki í sínum venjulegu fallegu umbúðum. Kaupið timbur og aðrar byggingarvörur hjá stærstu timburverzlun landsins. Höfum fyrirliggjandi ágæta tegund af pappasaum Timburverzlunin Völundur h.f. Reykjavík

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.