Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 12
12 D’ Á L K 1 N N Ragnhild Breinholt Nörgaard: • • Oldur örlaganna 13 ég koma með eitthvað gott handa þér. Það vantaði nú hara að við færum að vola! Um leið og hún sagði þetla leit hún undan, en Per fylgdist vel með. — Þú grætur sjálf mainma, sagði hann og horfði með hluttekningu á móður sína. Eg veit að þér leiðist líka, bætti liann við. -L- Ó, Per, auðvitað leiðist mér, ég sakna þín hvern tíma dagsins, já, hverja minútu en við skulum hugsa um að þetla er að- eins um stuttan tíma, sem við verðum fjarverandi livoru öðru, og það er til þess að þú verðir hraustur! Hún beygði sig nið- ur að drengnum og tók liann í fang sér. Hann var lítill eftir aldri, og mjög magur, svo henni veittist létt að halda þannig á honum á meðan hún þrýsti honum kveðju- kossinn. — Hlauptu nú heim, Per, sagði hún með grátklökkva í röddinni. — Það er ekki vert að þú gangir lengra með mér. Mundu svo allt, sem ég hefi sagt þér, og farðu eftir orðum Emanuels frænda og Önnu, og mundu að lesa hænirnar þín- ar, þegar þú ert liáttaður á kvöldin. Svo manstu að þvo þér alltaf um hendurnar áður en þú sest að matborðinu, og — já, og allt annað, sem ég liefi sagt þér! — Eg skal muna það allt, mamma, sagði drengurinn og vafði grönnum hand- leggjunum um háls móður sinnar, — og þú kemur fljótt að heimsækja mig, hvísl- aði hann. -—- Eins fljótt og mér er unnt, svaraði hún og klappaði á bak hans. — Hlauptu lieim til Emanuels og vertu duglegur drengur. Ilún leit oft við og liorfði á eftir hon- um, og liún komst við af því hversu ein- manalegur hann var þar sem hann gekk álútur heim götuna. Hún átti í striði við sjálfa sig, að hlaupa ekki á eftir honum og taka liann aftur með sér og þrýsta hon- um að sér, en hún skildi, að hún hafði ekki leyfi til þess. Það var um heilsu hans að ræða að liann yrði í sveit, og hún varð að vera sterk. Það var gott, hugsaði hún, er tárin stóðu í augum hennar og hún gat ekki greinl drenginn lengur — að Erik skildi sleppa við þessa stund. Þetta hefði verið honum ofraun. VHI. kafli. Inga sat í borðstofunni og leit óþolin- móð til klukkunnar á veggnum. Hún var búin að leggja á borðið. Erik hlaut að koma hráðlega! Hún vissi að hann mundi vera þreyttur, hann var alltaf svo þreytulegur þegar hann kom heim og nú i seinni tíð hafði liann verið daprari en nokkru sinni fyrr. Hún varð oft að þvinga hann til þess að borða, henni fannst sem hann væri búinn að tapa áliuga fyrir öllu síðan drengurinn fór í hurt; hann var enn ekki farinn að sætta sig við það að liann væri farinn frá þeim. Þegar hann kom heim var hann vanur að renna leitandi augum um stof- una, enda þótt hann vissi fyrir víst að hann mundi ekki sjá það, sem liann leit- aði að. Oft sat liann stundum saman þög- ull og hugsandi og starði fram fyrir sig á stól þann, sem drengurinn hafði verið vanur að sitja á. Þau töluðu þó aldrei saman um söknuð sinn, því að þau vissu að það mundi að- eins verða til þess að ýfa upp söknuðinn, Inga dáðist að Erilc fyrir það, að hann skyldi af nærgætni við hana, standa á móti löngun sinni til þess að minnast á drenginn. Hann var ennþá nærgætnari á öllum sviðum og ástúðlegri við hana en hann hafði áður verið, og leitaðist við að gera henni alll til skemmtunar, sem hann gat. 1 kvöld hafði hún fréttir að færa hon- honum! Augu hennar ljómuðu við til- hugsunina. Hún var þó ekki viss um hvernig hann myndi taka þessum tíð- indum, en hún vissi að sér mundi heppn- ast að fá liann til þess að ganga inn á sitt mál. Um leið og hún lieyrði að hann opnaði útihurðina, fór hún á móti honum fram i anddyrið. — Ó, Erik, sagði hún er liún sá að liann var með blómvönd i hendinni, — nokkuð sem liann liafði ekki getað látið eftir þeim i langan tíma. — Hún tók þakksamlega við blómunum og var hrærð af þakklátsemi. — Þau eru svo sem ekkert sérlega fall- eg þessi blóm, en ég hafði dálitla auka- þénustu í dag, og fannsl að ég yrði að gera okkur dagamun í tilefni af því, sagði Erik og leit brosandi til konu sinnar. — Þú getur líka farið til Per á morgun, bætti hann við næsta hreykinn. — Á morgun! hún liristi liöfuðið. — Á morgun get ég ekki farið, Erik, en ef til vill getum við farið bæði til hans á sunnu- daginn í staðinn; getum við það ekki? — Ef lil vill. En hversvegna getur þú ekki farið á morgun, hvað áttu við með því? spurði hann. — Það skal ég segja þér þegar við er- uní búin að borða. Maturinn er tilbúinn, gerðu svo vel og farðu að borða. Ilún varð sem venjulega að neyða mal- inn ofan í hann þetta kvöld, því lyst hans var lítil, en strax og hún hafði lokið við að taka af borðinu eftir máltiðina, sagði hún lionum frétt þá, sem hún bjó yfir. — Eg er búin að fá atvinnu, Erik, sagði hún glaðlega, — vinnu við að gæta síma, skrifa reikninga og slíkt. Eg losna lclukk- an fimm á daginn, svo að ég get komist heim og haft til matinn á kvöldin áður en þú kemur heim. — Nei, þú mátt ekki verða reiður, sagði liún og lagði hendina brosandi fyrir munn lians, þegar hún sá svipbrigðin i andliti lians. — Eg er svo glöð yfir þvi að geta unnið líka, en nú þegar Per er farinn í burtu, er dagurinn svo lengi að líða, þegar ég hefi ekkert fyrir stafni, annað en að vera heima. Af laununum, sem ég fæ, get ég greitt fyrir Per hjá Emanuel, og þú getur lagt fyrir af laununum þínum. — En ég leyfi þetta ekki, Inga, ég get ekki hugsað mér, að þú sitjir á skrif- stofu, og hugsir líka um lieimili, nei — ég. vil það alls ekki, sagði Erik höstugur. — Við skulum ekki miða við það, sem verið hefir, heldur þær ástæður sem nú eru. Við þurfum meiri peninga, sagði Inga og horfði festulega á mann sinn. — Mér er aðeins ánægja að því að vinna, ég vil það sjálf, Erik. Þegar ég er hér al- ein heima, sakna ég Per svo sárt. En ef eg liefi nóg að gera þá dreifir það hug- anum. Það þýðir heldur ekki fyrir þig að neita mér um þetta, bætti hún við bros- andi, — þvi að ég liefi þegar ráðið mig í vinnuna, og byrja strax í fyrramálið, svo það er of seint að koma með mót- bárur, og það er vegna þess, sem ég get ekki farið til Per á morguri, en við getum farið þangað bæði á sunnudag- inn. Það er næsta undravert! ■— Einn dag saman uppi í sveit hjá Per! — Já, svaraði Erik, og það hrá fyrir gleði i svip lians. — En Inga, ég veit að þú hefir tekið þessa ákvörðun eingöngu til þess að lijálpa mér, en ég verðskulda það ekki. Hingað til höfum við líka kom- ist af, enda þótt erfiðlega hafi gengið á sundum. _ t — Ekki aðeins til að hjálpa þér. Eg vil liafa eittlivað fyrir stafni. Og eins og ég liefi áður sagt, er þetta útrætt mál! — Eg undrast alltaf méir og meir yfir þér — yfir dugnaði þinum! Ilann tók hana til sín og horfði innilega i augu henn- ar. — Þú getur ekki leikið á mig, Inga, ég veit hversvegna þú liefir telcið þessa ákvörðun, en ég verðaskulda það ekki. Þú hefir verið meira en dugleg, þú liefir líka verið svo örugg i gegnum þetta allt, og einasta von mín er sú, að ég geti ein- hverntíma launað þér liversu vel þú lief- ir reynst mér á þessum erfiðu tímum. — Þú endurgeldur það með daglegri framkomu þinni, svaraði hún og þrýsti hönd hans. — Heldur þú að ég hafi ekki séð, hve mikið þú hefir liðið vegna alls þessa. Þú ert svo stórbrotinn, og befir alist upp við allt önnur kjör en ég. — En ég var búinn að lofa þér að bera mig vel og ég hélt að ég mundi geta það, en svo.......hann andvarpaði mæðu- lega. — Ef til vill varir þetla ástand þó ekki ævilangl. Vonandi verð ég einhvern- tíma maður til þess að láta þér líða vel, og gera það fyrir þig, sem mig langar til; ég vil ekki gefa upp alla von, Inga. Eg er vakandi á verði fyrir öllum tælcifær- um, hverja stund, en — þú verður að laka því með jafnaðargeði, þótt ég æ9i--

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.