Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 5

Fálkinn - 08.02.1946, Blaðsíða 5
P Á L K I N N 5 og hefir vakið aðdáun heimsins i fortíð og nútíð. Þegar hann árið 1800 kom með klaverkonsert sinn, 1. liljómkviðuna og septett, sem leikinn var, fór almenningur smátt og smátt að taka el'tir Beethoven sem efnilegu tón- skáldi. Næstu árin komu mörg tónverk frá lionum, m. a. margar af hinum frægu klaversónötum hans, og má sérstaklega nefna „Sonate pathet- ique“, Op. 13; um sama leyti komu „Tilbrigði“, Op. 26, hinn frægi Sorgarmars, sónata i Es-dúr og Cis- moll, sem kölluð er „Tunglskins- sónatan“, sónötur i D-moll og Es- dúr og inargar sónötur fyrir fiðlu og píanó, svo sem „Kreutzersón- alan“. Beethoven samdi líka sex strokkvartetta. Sköpunarmáttur lians er undraverður á þessu skeiði, sem kallað er „fyrsta skeiðið í sköp- unartíð Beethovens“. En var hann sæll sjálfur? Hann var umkringd- ur al' lióp heldri vina, sem dáðu tónlist hans og andans mátt; efna- lega vantaði hann ekki neitt, en nú hafði dregið saman ský það, sem átti eftir að myrkva ævi lians. Honum þvarr áberandi heyrn, svo að árið 1802 fluttist hann á burt úr Wien upp i sveit, að ráði læknis síns. En lækningu var þar vitan- lega enga að fá, og Beethoven varð sífellt geðstirðari. í . minnisgrein frá þessum tíma segir liann: „Þið mann- eskjur, sem lialdið mig kaldiyndan, geðvondan og mannliatara, — hví likan óréit gerið þið mér! Þið þekkið ekki liina leyndu orsök þess, sem yður virðist. Hjarta mitt og hugur var frá bernsku opið hinum blíðu tilfinningum góðviljans, og ég sjálfur ávalt reiðubúinn til þess sem golt var; og liugsið ykkur, síðan fyrir 6 árum hefir ólæknandi kvilli sest að mér, og ár frá ári hefi ég svikið sjálfan mig með von uni bata. Mér var gefin létt og fjörug lund í vöggugjöf, móttækileg fyrir samkvæmislíf, en snemma varð ég að draga mig út úr og lifa lifinu einmana — en vildi ég yfirstíga jietta þá kvaldi það mig að heyrn- arleysið fór sívaxandi. Mér er ó- mögulegt að segja við fólk: „Talið þér hærra, liví að ég er heyrnar- laus!“ Beetlioven segir frá kvöl sinni, að sér geli ekki verið gleði að J)vi að vera i samkvæmum með öðru fólki, o.g verði þvi að lifa eins og bannfærður maður. „Það mun- aði minnstu að ég tæki mitt eigið líf — listin ein aftraði mér frá því. Mér finnst ómögulegt að yfir- gefa lieiminn fyrr cn ég liefi gengið frá öllu, sem mér finnst ég maður til að gera. Forsjón! Þú sérð minn innri mann, þú þekkir liann, l)ú veist að ást til mannanna og lineigð til hins góða býr þar.“ „Annað sköpunarskeið“ Beet- hovens er í aðalatriðum helgað hljómkviðunni, og i J)essari grein er liann nýskapandi — hinn ó- sambærilegi. Eroica-hljómkviðan var leikin í Wien 1805, en fólk skildi ekki snildina í þessu ágæta tónverki. Berlioz skrifar um ])essa tónsmíð: „Beethoven hefir máske samið eilt- hvað, sem er meir grípandi en Jiessi hljómkviða, en Jiað verður að viðurkenna, að hún er svo sterk í hugsun og meðferð, slíllinn svo kjarnmikill og göfugur, og formið svo skáldlegt, að hljómkviðan á sess hjá því besta, sem hann hefir skap- að. Tilfinning Jiungrar, foineskju- legrar angurblíðu náði valdi á mér meðan ég hlustaði, en álieyrendur virtust ekki verða fyrir áhrifum af henni.“ Nú rekur hver liljómkviðan aðra, 4. hljómkviðan og sú 5. — C-moll hljómkviðan, sem talin er með því fegursta, sem Beethoven hefir samið. „Hún er miðdepill listaverka hans á þessu sviði, og eitt af ágætustu verkum lians — liún er jafn djúpt hugsuð eins og liún er fögur að formi, jafn ágætt listaverk hvort lieldur litið er á formið eða inni- haldið,“ sagði Tliorvald Lammers i fyrirlestri um Beetlioven. Skömmu eftir að Eroica-hljómkviðan kom út lauk Beethoven við óperuna „Fide- lio“ —- einu óperuna sem hann samdi. Um það verk hefir verið deilt, en fegurð J)ess hefir enginn neitað. Þó að Beetlioven væri í eðli sínu hljóðfæratónskáld liefir liann samið ýms sönglög, t. d. við Ijóð eftir Goethe. Um sama leyti komu frá honum margar klaversónötur, svo sem Waldstein-sónatan, Appassion- ata, sem er rnáske mesta sónata hans, og ýmsar fleiri — heil ver- öld af undursamlegri tónlist. Þar hefir sónatan náð hámarki sínu, hún er innihaldsmeiri og í stærra broti en nokkurntíma áður. Á Jíessu skeiði semur liann líka 5 pianó- konserta, m. a. í G-dúr og Es-dúr og tríó, svo sem B-dúr trió. sem talin er hámark tónlistar í sinni grein. Þetta „annað skeið“ .Beethovens nær frá 1802 lil 1813. Þá samdi liann fiðlukönsert, Op. 61, liinn al- kunna „Hörpukvartiít“ og margt fleira. Sköpunarmáttur lians var undraverður. Hann bjó við góðan hag, árið 1809 tryggðu vinir hans hónum 4000 gyllina árstekjur, en tveim árum síðar lækkaði upphæðin í 1600 gyllini, líklega vegna gjald- Jirots ríkisbankans, en tónsmíðar hans gáfu svo mikið af sér, að liann átti aldrei við fátækt að stríða. Frægð lians fór vaxandi, hann átti góða vini og vinkonur, en oft slettist upp á Jiann vinskap vegna mislyndis lians. Vegna heyrn- arleysisins sem J)jakaði hann, varð liann ákaflega vandsetinn, og hvorki útlit hans né háttalag var aðlaðandi. Hin gífurlega liugaráreynsla, sem liann varð fyrir í starfi sínu, bætti ekki um skapsmunina, sem voru örir og ákafir fyrir. Ludwig van Beethoven giftist ekki, en frægar konur dáðu liann, og sjálfur var hann ekki ósnortinn af dálæti Jieirra. Tunglskinssónötuna til einkaði hann Jieirri konu, sem liann varð fyrst ástfanginn af, greifynj- unni Juliu Guicciarda. Kona ein sem fræg var fyrir fegurð, Maria v. Erdödy greifafrú, lét reisa musteri í garði sínum, til heiðurs honum. Til liennar kom hann oft, og þar lék liann oft ný verk eftir sig. „Sæll er sá listamaður, sein á slíka áheyr- endur,“ segir tónlistarmaðurinn Reichardt. Önnur vinkona Beet- liovens, Bettina v. Arnim, lýsir lionum í bréfi til Goethe, sem hún unni mjög: „Hann telur sig liafa lagt undirstöðu að nýju sviði fyrir andlegt líf; hann seiðir frarn hið ógrunaða, óskapaða, — hvers virði er umgengni við veröldina lionum, sem situr við hið heilaga starf um sólaruppkomu og lítur varla kringum sig um sólarlagið — sem gleymir að matast? Ó, Goethe, enginn keisari né konungur hefir jafn skýra hug- mynd um mátt sinn eins og Jiessi Beethoven!“ Þegar „öðru skeiðinu“ lauk, 1815, dró meistarinn sig Jiví nær alveg í hlé vegna heyrnarleysisins. — Hann hætti að koma opinberlega fram en öll hans hugarorlca leitaði inn á við, lil hans sjálfs. í þeim heinii skapar liann síðustu verk sín, 9. hljómkviðuna, Missa Solemiijs, fimm klaversónötur og fimm kvart- etta — Jietta var síðasta tón- verk lians. Svo mikið liggur eftir Beetlioven, að hann lýtur að hafa verið fljótur að semja. Hann samdi einnig kirkjutónlist, og um Messu hans i C-dúr er vitað að hann taldi hana einskonar frumdrætti að Missa Solemnis, en það verk liafði liann á prjónunum í nær fjögur ár (1818- 22). Síðasta stórverk hans, 9. hljom- kviðan og lilutar úr Missa Solemnis voru leiknir í fyrsta sinn i Wien í maí 1825 við feikna fognuð, en höfundurinn heyrði ekki lófaklapp- ið, og var svo utan við sig a'S hann sneri baki við álieyrendum á svið- inu. Ýmislegt fleira hafði Beethoven ætlaði að semja en komst ekki yfir, svo sem músík við „Faust“, 10. hljómkviðu og Requiem. En hugur lians tók á síðustu árum l)á stefnu, að honum fannst sú grein lórdistar varla til, sem túlkað gæti liugar- ástand sitt, eins og það var orðið. Hann hafði snúið liug sínum frá þvi jarðneska til þess eilífa. Hann var öldum á undan samtíð sinni. Sjálfur lýsir Beethoven list sinni með þessum orðum: „Hversu ljóm- andi sem úthverfa frægðarinnnr er, þá leyfir hún þó ekki listamann- inum að vera daglegur gestur á 01ympstindi.“ Nokkrum árum áður en liann dó, skrifar hann Clierubini: „Hin sanna list er óforgengileg, og sann- ir listamenn gleðjast af lijara yfir afrekum snillinganna. Þessvegna er ég sæll í livert skifti, sem ég heyri nýtt verk eftir þá, ég gleðst meir yfir þvi en þó það væri eftir s|álian mig. Eg elska og virði yður.“ Og bréfinu lýkur með þessum orðum: „Listin sameinar alheiminn!“ Hinn 27. mars 1827 dó Beetlioven. Þegar liann var horfinn, skildist Wienarbúum fyrst hvað þeir höfðu mist. Beethoven var sómi landsins og mesti maður þess. Utför lians varð minnisverð — tuttugu þúsund manns fylgdu honum til grafar. Síðan eru liðin nær 120 ár. En ennþá eru þau orð i gildi, að ekki er til nema einn Beethoven. Fulltrúar hinna sameinuðu þjóða á fundi. — Myndin var tekin yfir fundarsalinn í Central Hall, London og sjást þar flestir fulltrúar Hinna sameinuðu þjóða.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.