Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1946, Side 10

Fálkinn - 18.10.1946, Side 10
10 FÁLKINN VMC/9t| Leifturnámskeið í veðurspám. Með fyrstu sólskinsdögunum vakn- ar áhuginn fyrir veðrinu. Veðrið ræður öllu um sunnudagsferðirnar, og þessvegna er gagnlegt að g'eta sjálfur getið sér þess til fyrirfram — í kvöld eða á morgun. Og það geturðu, ef þít setur á þig einkenn- in, sem náttúran sjálf sýnir þér. Þú þarft með öðrum orðum bara að nota augun. Litum fyrst á skepnurnar. Þær vita oft á sig veður. Ef kóngulær eru iðnar við að spinna vefinn sinn þá táknar það gott veður á morgun. Ef þær hinsvegar sitja ekki í net- inu og gera þræði vefsins stutta þá má búast við regni. Svölurnar segja lika fyrir veður. Þegar þær fljúga lágt þá kemur rigning. Ef hænsnin leita sér skjóls í rign- ingu þá styttir upp bráðlega aftur, en ef þau halda sig úti í suddarign- ingu þá má búast við regni allan daginn. Það er sagt að rigning komi þegar hundarnir bita gras, en því er nú ekki vert að treysta. Yfir- leitt verður að taka þvi með fyrir- vara, sem sagt er um dýraspár. — Skýin eru miklu öruggari. „Þegar sólin hnigur i sekk renn- ur hún upp í Iæk,“ segir danskt mál- tæki. Ef himinninn verður bleikgul- ur um sólarlag kemur oft þrálát rigning. Ef kvöldhiininninn er þung- búinn en skýin greinast sundur á síðasta augnabliki, svo að sólin hnígur í heiði en ekki bak við ský, á að verða gott veður. Og skýin! Meðan himinninn er blár er ekki útlit fyrir veðurbreyt- ingu, en þegar fyrstu cirrus-skýin — Þvi miður, frú — — ég er hrœddur um að við getum ekki selt öðrum en föstum skiftavinum. ***** í Rúmeníu er eins og í mörgum öðrum löndum hörgull á gjaldeyri, og fólk má ekki liafa með sér nema Jitla fjárupphæð úr landi. Einn dag- inn spyr gestur í banka: eða blikan sést, þá má búast við veðurbreytingu. Þessi ský likjast fjöðrum eða ullarlögðum og eru mjög hátt — um 8000 metra yfir jörð. Ef þau ber liratt þá kemur storm- ur, en ef þau svífa hægt og með fjaðraoddinn niður þá getur góða veðrið haldist. Ef oddarnir snúa upp verður komin rigning eftir sól- arhring. Cumulus-ský, hin stóru, ljósu sumarský gera engan skaða. Þau prýða bara himininn. Þrumuský eru auðþekkt: risavax- in ský afar þungbúin og ískyggileg og blásvört á litinn. Maður finnur líka á loftinu þegar þrumuveður er í aðsigi. Þrumuveður nær hinsveg- ar að jafnaði yfir lítil svæði. Það er algild regla að það fari yfir frá suðvestri. ***** — Sem betur fór fengum við hann aftur, en það lítur út fyrir að barna- ræningjarnir hafi haft talsverð áhrif á hann. — Eg ætla til Júgóslavíu, hve mikið fæ ég að hafa með mér? — 100, lei. — Og þar fram yfir? — Átta mánaða fangelsi. Skrítlur — Hérna er verið að segja frá manni, sem hefir arfleitt konu sem hryggbraut hann einu sinni, að hundrað þiísund krónum. — Og svo er verið að segja, að þakklátt fólk sé ekki til framarl — Það er matarhvíld hjá honum núna, en ég get vel tekið á móli yður. Ung kona kom inn í verslun í New York og bað um bæði innri og ytri fatnað — en hvorttveggja yrði að vera sérstaklega hlýjar og góðar flíkur, þvi að hún ætlaði til lands, þar sem loftslagið væri mjög kalt. — Hvert er ferðinni heitið, með — Þér hljótið að viðurkenna, herra Larsen, að þelta er einstak- lega vel vaninn hundur — hann veit nákvæmlega hvenœr síðasti strœtis- strætisvagninn fer. leyfi, spurði afgreiðslumaðurinn kurteislega? — Til Nýja Sjálands. — Já, en þar er alls ekki svo kalt, frú. — Það hlýtur þó að vera, sagði frúin, það er jú þaðan, sem við fáum frosna kjötið.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.