Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Side 6

Fálkinn - 20.12.1946, Side 6
6 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 fíústin af St. Katrínarkirkju, sem var klausturkirkja Fransiskusar- munkajina. fíósarunnur vex i kórnum. - bær kirkjurústanna IFYRSTU landafræðinni, sem ég stautaði mig fram úr fyrir nærri því — fimmtíu árum — ekki man ég nú hvort það var Erslev eða Morten Hansen — var minnst á Visby og sagt að þetta væri merki- legur bær. Síðan befi ég lesið margl um Visby, og þessi miðaldaborg staðið fyrir hugarsjónum mínum eins og hilling. En aldrei hefi ég komist til þcssarar æfintýraborgar í Eystrasalti, sem ' einu sinni var frægasta víkingabæli Evrópu, fyrr en núna í liaust. Og þegar ferðin var ráðin bugs- aði ég með mér: Þú verður áreið- anlega fyrir vonbrigðum! Eg liafði sem sé oí't rekið mig á, að svo mikl- ar geta verið gyllingar mynda og lýsinga, að menn gera sér of báar hugmyndir um staðinn og verða vonsviknir er þeir sjá bann. Hús- in eru ekki nærri eins tignarleg og myndir af þeim. — en ég skal taka ]>að fram í tilfellinu um Vis- by, að þá var þetta öfugt. Visby og Gotlandi verður ekki lýst, því að það er hafið yfir öll lýsingar- orð.------ — Eftir klukkutíma járnbrautar- ferð frá Stokkhólmi til Nynas- hamn, og sjö stunda siglingu það- an með sk'ipi, sem er minna en „Esja“ en má samt taka 750 far- þega ef leiðin er ekki meira en 8 tíma löng, er komið á höfnina í Visby. Þetta var heil blaðamanna- torfa, sem var með skipinu og öllu skipuiega niðurraðað fyrir fram. Heimsókn á forngripasafninu undir eins og komið var í bæinn, og svo veisla um kvöldið. Og daginn eftir átti að skoða kirkjurústir. Mér þótti það skrítið, að eyða skyldi nærri því heilum degi í að skoða kirlcju- rústir, en skýringin kom síðar. Gotland á sér gamla sögu, þó að heimildirnar séu glompóttar. Eg hafði haldið að íslendingar væru einir um „sögueyjar“-nafnið, en nú veit ég að svo er ekki. Gotland er líka kallað sögueyjan, þó að henn- ar saga sé ekki skráð á kálfskinn heldur á stein. Hjá okkur segja bandritin sögu — hjá Gotum steinn- inn. Gotlands Fornsal heitir safnið og var stofnað 1880, en húsnæði fékk það í æfagömlu liúsi, Tyggárden, sem áður hafði verið vopnabúr. Það fyrsta, sem maður rekur augun i þegar inn er komið er — fjögur þúsund ára gömul kerling, þ. e. a. s. beinagrindin af henni, i stein- aldargröf en að vísu undir gleri. Hún hefir verið vel metin, því að ýmsir dýrgripir liöfðu verið lagðir lijá henni í gröfina. Allt í kring, með fram veggjunum, eru úthöggn- ir steinar, eldri og yngri, sumir með rúnum en aðrir með allskonar flúri; engir þeirra eru þó eldri en 1500—1600 ára. En grafir eru þarna bæði frá steinöld, bronsöld og hin- um eldri þjóðflutningatíma, og sýna breytingar þær, sem urðu á út- fararsiðum Gotlendinga. — — Þar sem Visby stendur nú liefir verið byggð í 4000 ár, því að svo gamlar leifar eftir mannabú- staði hafa fundist á sjálfu Stóra- torgi, aðaltorgi bæjarins. En í þá daga og lengi fram eftir voru það aðallega fiskveiðar og seladráp, sem fólkið lifði af. Það er ekki fyrr en samgöngur fara að aukast milli Sviþjóðar og landanna austan Eystrasalts og sunnan, sem Visby fer að færast í aukana og augðast á ránum og verslun. Því að bærinn var í skipaleið, aðeins 90 km. aust- ur af Svíþjóðarströnd, 150 km. vestur af Kúrlandi og 220 km. norður af Þýskalandi. Frá Visby norður til Nynashamn eru 125 km. Gotland sjálft er ekki nema 155 km. langt, frá norðri til suðurs og 53 km. þar sem það er breiðast, eða alls 3.100 ferkm. — sem svarar tæpur þrítugasti partur af íslandi. Á þessum hólma lifa nú um 60 þús- und manns, þar af um 14.000 í Visby. En á Gotlandi eru 96 kirkj- ur, og allar eru þœr frá miðöldum nema ein, og flestar í rústum. Vis- by á bróðurlilutann af þessum kirkjum. Og þetta eru engir smá- kumbaldar. Dómkirkjau í Reykja- vík gæti staðið innan í mörgum þeirra. Og sumar standa hlið við hlið, með svo sem 30 metra milli- bili. Hvergi í veröldinni er jafn- mikið til af kirkjum og á Gotlandi. Úr sögu Visby. Visby er á norðurströnd Gotlands, liggur fyrir opnu hafi við smávík, sem gerð hefir verið að góðri liöfn. Þarna var í heiðni fræður blótstað- ur eða vé, sem Svíar ncfna Vi. Með eignafallsendingunni verður þetta Vis, og þýðing heitisins er þvi Vébær, sbr. Viborg i Danmörku og Finnlandi. Uppgan'gur bæjarins hófst þegar verslunin fór að auk- ast milli Svíþjóðar og Garðarikis, síðan komu þýskir kaupmenn til sögunnar og þegar Hansa-samband- ið var stofnað varð Visby um skeið höfuðstaður þess. Söfnuðust þar saman ógrynni fjársjóða og Visby varð ríkasti bærinn á Norðurlönd- um. Kaþólsku kirkjunni varð jjví vel til fjár, því að hvorttveggja var að kaupmennirnir höfðu mikið fé, og svo hitt að samviska þeirra margra var með þeim liætti, að þeim jjótti vissara að gefa ríflega fyrir sálu sinni. Þessvegna risu upp hinar veglegu kirkjur og ýmsar munkareglur settu klaustur þar. Útvegsbændunum á Gotlandi þótti kauþmennirnir verða n'okkuð heima ríkir og áttu oft í erjum við jjá. Þetta voru flest útlendingar — Einkum Þjóðyerjar. Kaupmennirnir tóku þá að víggirða borgina.. Fyrst voru reistir tveir virkisturnar við höfnina, annar þeirra stendur enn og nefnist Púðurturninn. Og síðla á 12. öld var tekið að byggja horg- armúrinn, sem enn stendur og er best varðveitti borgarmúr í Evrópu, aðeins múrinn ltringum franska hæ- inn Carcassonne kemst i námunda við liann). En í byrjun 14. aldar var múrinn fullgerður. Er hann 3% km. á lengd og með 44 stórum virk- isturnum, en gegnum fimm jjeirra, m. a. Norderpört,. Österport og Söd- erport eru borgarhliðin, og í jjess- um turnum var setulið að jafnaði, Ijví að enginn mátti fara inn í horg- ina eða úr, án eftirlits. Yið endur- ^yfíginguna var múrinn hækkaður um þrjá metra og bætt við turnum á hann, svo að jafnan var skotfæri milli turnanna. Innan á múrnum voru pallar úr tré, jjannig að hlaupa mátti á milli turnanna, og flytja liðið þangað, sem sóknin var mest utan frá. Árið 1361 gerðist sá atburður, sem gerbreytti sögu Gotlendinga. Valdimar Atterdag fór í ránsferð til Visby, hann girntist að ná í eitt- hvað af öllum auðæfunum þar og átti um jjær mundir í erjum við Svíakonung og hafði tekið af hon- um lönd. Hélt hann nú skipum sín- um með úrvalsliði og gekk á land skammt frá Visby. Bændur skáru upp herör, en voru illa vopnaðir og óvanir vopnaburði. Varð orusta austan við borgarmúrana og féllu þar 1800 Gotar, 27. júlí 1361. En sagt er að bæjarbúarnir hafi setið á borgarmúrunum og horft á bænd- urnar hrynja niður, án þess að haf- ast að. En hefndin kom yfir þá, því að Valdimar tók borgina og rændi og ruplaði og neyddi kaupmenn til jjess að láta af liendi fjársjóði sína og dýrgripi. Voru þeir rúnir inn að skyrtunni. Á Fornmenjasafninu í Visby er stórt málverk, er sýnir þennan atburð. Og í meðvitund Got- lendinga hefir Valdimar Atterdag svipaðan sess og Tyrkinn hefir i Vestmannaeyjum. Visby náði sér aldrei eftir þetta. Miðstöð Hansastaðanna fluttist til Lúbeck. En eigi höfðu Gotlendingar enn lifað allar hrellingar danskra konunga. Visby hafði orðið álitshnekkir að lierför Valdimars konungs. Kaup- menn álitu staðinn ekki tryggan

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.