Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Page 7

Fálkinn - 20.12.1946, Page 7
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 7 Dómkirkjan i Visby — Sankta Maria. Frú St. Hansgötu —- einni aðalgötunni i Visby. framar. Og sjóræningjar óðu upp kringum Gotland, eklci síst hinir alræmdu VitalisbræÖur, sem Mar- grét drottning haföi gert út. Þeir settust að á Gotlandi og rændu og rupluðu bæði á sjó og landi. Og þegar Eiríkur af Pommern hafði verið rekinn frá ríkjum i Sviþjóð, settist hann að í Visborgarhöll, sem liann hafði reist 1411 og gert að ramgerasta virki Norðurlanda. Hann liafði setu þar l'rá 1437, kúg- aði eyjarskeggja og rændi kaupför. Og eftir hann tók danski lénsherr- ann Ivar Axelsson Tott við. Gustav Vasa reyndi að ná Gotlandi undan veldi hinna dönsku sjóræningja 1524 en tókst ekki. Árið eftir komu Lybikumenn og rændu staðinn og brenndu hann að nokkru leyti, á sjálfan Hvítasunnumorgun. Þar með var frægðarsaga Visby á enda. Um miðja 16. öld eru kirkjurnar og hallirnar farnar að falla. En vík- ingabælið Visborg var að heita mátti jafnað við jörðu. Loks varð Gotland sænskt á ný, með friðnum í .Brömsebro 1645, og hafði þá verið skilið frá Sví- þjóð í 279 ár, ýmist sjálfstæð frí- verslunarborg eða undir Dönum. Rétti Visby nokkuð við þá þegar, og ýms falleg íveruhús eru enn til í Visby frá 17. öld, og ber þar einkum að nefna Burmeisters-húsið, sem þykir eina merkast af hinum „nýrri forngripum" i Visby. Kirkjurnar. Innan hinna gömlu borgarmúra um Visby er talið að lifað liafi um 30.000 manns á blómatíma bæjar- ins. Nú lifa aðeins 6.000 af liinum 14.000 íbúurn innan múranna, nýi bærinn er allur austan múranna. En milli þeirra og lians er völlur einn. Þar stóð orustan við Valdimar Atterdag og heita þar Austurgrafir. Þar hefir verið reistur gotlenskur hringkross og letrað á hann á latínu: „Á því Herrans ári 1361 á þriðja degi eftir Sankta Jakobsmessu (27. júlí) féllu við borgarhliðin í Visby fyrir hendi Dana Gotar jíeir, sem hér eru grafnir. Biðjið fyrir þeim!“ Svo er kallað að Ólafur helgi hafi kristnað Gotland, en það er ó- sannað. Hann er þó dýrlingur Got- lendinga, (eða Guta, sem þeir kalla sig, en samkvæmt þjóðsögunni hét fyrsti mennski maðurinn, sem fædd- ist á Gotlandi Guti, og að réttu ætti því eyjan að lieita Gutaland). Við Óluf helga er kennd ein elsta kirkj- an í Visby, en þó ekki sú elsta. Rúst hennar liggur á fögrum stað Borgarmúrinn í Visby að norðan. Fjórir turnar sjást — af 44. í jurtagarði bæjarins (Botaniska Tradgárden) og er nú lítið ofan- jarðar nema turninn, sem á sumr- in er vafinn villivínviði, eins og svo mörg hús önnur. Turninn er frá seinni hluta 12. aldar en kirkjan sjálf mun vera eldri. Þegar Lybiku- menn eyddu Visby, 1525, skemmd- ist þessi kirkja svo mjög, að liún var aldrei endurreist. Og eftir siða- skiftin notuðu menn kirkjuveggina sem grjótnám til annarra bygginga. St. Görans (Georgs) kirkjan stendur utan borgarmúranna að norðan. Ástæðan til þess var sú,.að hún var kirkja holdsveikra manna, en þeir máttu ekki hafa samneyti við aðra. Hún er frá byrjun 13. ald- ar en liefir verið breytt síðar. í byrjun 16. aldar voru Visbæingar orðnir svo armir, að þeir gátu ekki rekið spítalann og lagðist hann þá niður og var rifinn, en kirkjan ein stendur eftir. Skammt frá kirkju- rústinni er Gálgaberg, þar var af- tökustaður fram á 18. öld, og út- sýni er fallegt þaðan yfir bæinn og á liaf út. Núverandi dómkirkja stendur að hcita má í miðjum bænum og verð- ur liennar getið siðar. En rétt norðan við hana er rústHeilagsanda- kirkjunnar, sem reist var á 13. öld ásamt Heilagsandahúsinu. Það var liknarfélag, sem stóð a$ þessari byggingu, og í liúsinu naut fátækt fólk vistar. Kirkjan var áföst við húsið og innangengt á milli, af báðum hæðum þess, svo að farlama fólk gat hlustað á helgar tiðir. En kirkjan sjálf er með öðru sniði en allar aðrar kirkjur í Visby. Eigin- lega er hún líkust stórum, þrílyftum turni, með ferhyrndum turni á- föstum á austurlilið; hefir ekki rúmað margt fólk, en einkum verið ælluð fólkinu í Heilagsandahúsinu. Hringsvalirnar í kirkjuhúsinu eru óskemmdar enn, og liafa verið ölt- uru bæði uppi og niðri. En innan i veggnum sjálfum eru þröngir steinstigar á milli gólfs og svala og eins af svölunum upp á turnbrún- ina, sem nú er grasi vaxin, því að hvelfingin sjálf er fyrir löngu fall- in. Kirkja þessi brann í Lybiku- mannaheimsókninni 1525, en rúst- in hefir varðv’eist vel. Ilinsvegar er ekki urmull eftir af húsinu. Sankti Nikulás stendur skammt frá, og er ein stærsta og fegursta kirkjurúst í Visby. En undir þess- ari rúst hefir fundist önnur miklu eldri, gerð í rómverskum stíl. Það þykir sennilegt að þessi gamla kirkja hafi staðið þarna þegar Dominik- anar, eða Svartbræður, komu til Gotlands 1227. Þeir byggðu þarna stóra kirkju í sambandi við klaust- ur sitt, sem nú er horfið. Rúst kirkjunnar er lítt skemmd og sumt íjf skreytingu hennar er enn á sín- um stað, svo sem einar dyrnar, með lágmynd af Nikulási biskupi og Augustínusi kirkjuföður. Á vestur- gafli eru tvær afarstórar rósettur, gerðar úr tígulsteini, og segir sag- an að í hvorri þeirra hafi verið stórir glitsteinar, sem leiðbeina slcyldu ferðamönnum. Það fylgir sögunni, að Valdimar Atterdag hafi rænt þessum steinum 1361. Þessi kirkja brann 1525, eins og þær sem áður voru nefndar. Með siðaskift- unum flýðu svartmunkarnir Got- land, svo að hvorugt ' var endur- reist. Við Stóratorg — aðaltorg bæjar- ins — stendur rúst klausturskirkj- unnar Sankta Katarina. Hún er tal- in enn fegurri en St. Nikulás, hygg- ingarstíllinn léttari og hvergi eru bogahvelfingarnar jafn fallega gerð- ar og þar. Bak við kirkjuna er gamall grafreitur, vafinn í rósum allt sumarið. Það voru Franciscus- munkar, Grábræður, sem reistu þessa kirkju ásamt klaustri. Þeir bárust lítið á og byggðu j)vi fyrst litla kirkju í rómverskum stíl, turn- lausa. En munkaregla þessi auðgað-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.