Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 19

Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 19 skoðun ríkjandi aö tilrauna- stöðin á Sámsstöðum sé fyrst og fremst kornræktarstöð. Þeir eru færri sem vita, að það eru ekki síður grasræktartilraun- irnar — og fyrst og fremst þær — sem stundaðar voru á Sáms- stöðum. Þegar þær tilraunir iiófust minntist enginn á korn- rækt, en sú skoðun var ríkj- andi að hún ætli enga framtíð fyrir höndum á fslandi, en hinsvegar bæri að keppa að þvi að komast að niðurstöðu um Jivaða grastegundir hæfðu best hverskonar jarðvegi og að kyn- næta þær tegundir, sem best reyndust, þannig að hændur um land allt gætu fengið sem hestar sáðtegundir til nýræktar. Það má telja víst að Búnaðar- félagið liefði aldrei veitt fé til þess að gera tilraunir með kornrækt eingöngu. Tilraunastarfsemi á sviði jarðræktar mun vera eitt marg- þættasta verkefni, sem til er í veröldinni, þvi að „aðilarnir’* eru svo margir að árangrinum eða árangursleysinu. Jarðveg- urinn er ýmist votur eða þurr og efnasamsetníng iians breyti- leg. Þessi jurtin þrífst vel í þessum jarðvegi en önnur í hinum. Með framræslu er hægt að breyta rakastigi jarðvegsins og með áburði má auðga liann að þeim efnum, sem hann vant- ar og ákveðnar jurtategundir þurfa. Því að jurtirnar liafa eklci allar sama „matarhæfi" öðrum verður gott af þessu efn- inu en annari af hinu. Þá er fóðurgildi jurtanna og mis- jafnt, og sumar eru nægjusam- ari en aðrar. Allir vita hve ís- lensk veðrátta getur verið dutl- ungal'ull og erfið stundum, og liver álirif hún hefir á gras- vöxtinn og á nýtingu lieyjanna. Til þess að forðast grasbrest velja menn að öðru jöfnu harð- gerðar jurtir til nýræktar og bera vel á. Og þannig mætti lengi telja. Grasræktin hefir verið rekin blindandi og liugs- unarlaust i þúsund ár og land- ið verið nitt niður jafn lengi. En nú er það viöurkennt með öllum þjóðurn, að ekki verði komist af án þess að not- færa sér reynsluvísindi nútím- ans. Stórfenglegar framfárir hafa orðið í hagnýtum vísind- um á síðasta mannsaldri, og eru alltaf að verða, og enginn menningarþjóð getur án þess verið að notfæra sér þetta, ís- lendingar ekki síður en aðrir. Nágrannaþjóðirnar hafa lengi fært sér uppgötvanir vísind- anna i nyt, ekki síst Danir, enda þykja þeir standa fremst- ir í flokki ailra þjóða að þvi er búvisindi snertir. En íslendingar héklu lengi vel að vísindin, sem Jónas þó fyrir meira en 100 árum, sagði um að „efldu alla dáð“, ættu ekkert erindi lil sín. Landið væri svo sérstætt að það sem ætli við annarsstaðar gæti ó- mögulega átt við hér. Þetta get- ur verið satt, en þá var einmitt knýjandi nauðsyn að komast að því hvað ætti við hér. Og lolcs hefir ísinn verið brotinn. Fyrir fimmtíu árum hefðu þeir Gunnlaugur Kristmundsson, Há- kon Bjarnason og Klemens Kristjánsson allir verið taldir falsspámenn og ef þeir hefðu lifað fyrir 300 árum mundu þeir allir liafa verið brenndir fyrir galdra. Og þó höldum við því fram að við höfum alltaf verið menningarþjóð. Islenskur landhúnaður er elcki kominn úr kútnum ennþá. Það sem byrjað er að gera lion- um til umbóta er ekki viöur- kennt nema af sumum og ég ef- ast ekki um að margir telji Klemens á Sámsstöðum t. d. argan villutrúarmann í land- búnaði. Svo rótgróin er van- trúin á landiö. III. Tilraunaslarfsemin á Sáms- stöðum er margþætt. Þar eru ekki aðeins reynd ýmiskonar af- hrigði af öllu venjulegu tún- grasi og lcorni, lieldur einnig hver tegund liæfi best hverjum jarðvegi og hvaða áburð beri að nota á hverjum stað og live mikinn, til þess að ná sem best- um árangri i hlutfalli við tilkostn- að. Markið, sem fyrst og fremst er stefnt að er þetta, að finna á hvern liált jarðræktin geti orðið liagfeldust, arðvænlegust og áliættuminnst. Þarna er eklci stefnt að því að setja met í upp- skerumagni á ákveðnu flatar- máli lands, með þvi til dæmis að auka áburðarkostnað eða annan tilkostnað fram úr hófi, lieldur að því að finna hvern- ig hægt er að framleiða sem mest í hlutfalli við kostnaðinn, og i öðru lagi að finna aðferð- ir til að gera afraksturinn sem tryggastan og árvissastan þó að veðráttan verði óhagstæð. Það þarf því enginn að furða sig á þvi þó að tilraunareitirn- ir á Sámsstöðum séu stundum um 1100 talsins. En á hinu furðar maður sig fremur, hvern ig einn maður kemst yfir að lialda skýrslur urn alla þessa tilraunareiti, mæla gróðurmagn þess, sem sett er i þá að vorinu, rakann i jörðinni, halda ná- kvæmar slcýrslur um veðrátt- una og draga ályktanir af þeim um álirifin, sem hún hefir á gróðurinn á hverjum tima. Allt þetta virðist fávisum leikmanni ótrúle,gt. Og' þó hefir forstöðu- maðurinn á Sámsstöðum tíma til að ganga að venjulegri vinnu með heimafólki sínu og það er enginn asi á honum. Oft koma forvitnir gestir til að tefja hann, en hann lieyrist aldrei segja: „Eg má elclci vera að þvi“, eins og svo margir, sem alltaf eru að flýta sér, en kunna ekki að flýta sér hægt. Það var ekki til að „brilliera“ eða vekja á sér eftirtekt, sem Klemens lióf kornyrkjuna. Hún var að hans áliti nauðsynlegur liður i grasræktarhúskapnum. Ilann hefir sýnt hvernig kenn- ingin um sáðskifti reynist í framkvæmd á íslandi. Hann undirbýr jörðina t. d. undir grasrækt með því að rækta á henni korn, og mun mörgum koma það einkennilega fyrir sjónir. En mikið af þvi korni, sem ræklað liefir verið á Sáms- stöðum, er vaxið upp úr svo til nýhrotnu landi og samt hefir uppskeran verið svo góð, að hún liefir oft farið fram úr því sem gerist í hinum gömlu korn- Kornið skoðað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.