Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 10

Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946 . . . . Iirakkarnir eru alveg eins og þau væru kom in beint úr undirheimum setið auðum höndum, hún tifar létt og nettlega um húsið í litskrúðugum stakknum og með skrautmynstraða perlukragann. Hún er alveg ó- missandi. Það verður að láta á iampana, jafna kveikinn og fága glasið með mestu nærfærni, elta skinnskóna handa allri fjölskyldunni, dytta að skinnklæðunum, hugsa um ofnana, flá og verka villibráðina----og svo ótal margt fleira. Jólagrísinn, sem kom sem ofurlítill angi með skipi yfir hafið frá fjarlægu landi, hefir orðið að láta lífið. Nýtt slátrið er afbragðs sæigæti. Mán- uðum saman hefir grísinn verið alinn og dekrað við hann, og hefir launað allt umstangið með því að dafna vel. Hann komst heilu og höldnu i land; í Norður-Grænlandi verður að gjalda varhuga við: það hefir komið fyrir, að grísinn hefir sloppið, og í einuj vetfangi hafa hinir hálf- trylltu, gráðugu en nauðsynlegu sleðahundar rif- ið hann í sig og étið hann upp til agna. Sumir hafa alið gæsir til jólanna — afbragðs tilbreyt- ing frá sífeldri villibráðinni: snæliérum, rjúpum, álkum, æðarfugli og öndum, sem allir heimta að séu matreiddar með snilld ef þær eigi að heita ætar. Fisk er líka hægt að fá, stundum mikið úrval, og þvílíkur fiskur! Sá sem ekki hefir etið is- hafsþorsk, beint upp úr söltum firðinum, veit ekki hvað þorskur er! Eða mannhæðarlöng lúð- an, feitur og fjörefnaríkur karfinn, sem er dreg- inn upp úr óradúpi og jafn gómsætur Grænlend- ingum sem Dönum. Nógu er úr að velja: spraka, grásleppa, hákarl, kræklingur, saltaður lax, þurrkað lireindýraket, að maður ekki minnist á hnossgætið: selaketsoð með viðbeininu i nam — nam! í lágreistum Grænlendingahúsunum er fólkið fyrir löngu komið í jólahugleiðingar, hátiðin er mesti fagnaður ársins og fegurst æfintýri snæ- landsins. Það er notalegt og hlýtt i hreysunum. Knud Oldendow: Jól í Grænlandi DAGARNIR eru orðnir stuttir í desember, nótt- in víkur aðeins tvo tíma fyrir gráu rökkri. Litlu grútartýrurnar loga allan sólarhringinn. Hann er að rjúka upp á útsunnan þarna i þorp- inu. Litlu húsin standa hljóð undir fannþökkt- um hliðum fjallsins, grafin til hálfs undir hvitri voðinni. Úr loftinu sallast stórar snjóflygsur, lík- ar bómullarlögðum, og þekja ógreinilega slóðana, sem liggja milli kofanna, þar sem hundarnir eru að snudda í kring. Bráðum er liriðin komin í algleyming, eins og gusa gegnum sundið. Hús og girðingar liverfa i elfu bylsins, það grillir í gafla eða glugga á stöku stað, og stöku Grænlendingur sést olboga sig á- fram stiginn og spyrna öxlunum i veðrið. Þeir sjást ógreinilega, stakknum bregður fyrir, snjór- inn þeytist i augun. Öll grænlensku heimilin eru í jóla-önnum. Það er langt síðan undirbúningurinn hófst, bæði i húsum danska fólksins og í hibýlum og hreysum Grænlendinganna. Það liggur í augum uppi, hvar sem er í landinu, að varla er hægt að finna heimili á öllum hnettinum með danskari svip en einmitt hér. Andstæðurnar mætast: fólk hefir ástundað að gera heimilið sem vistlegast til þess að vega upp á móti auðninni og öllu þvi stórbrotna, sem auganu mætir utan dyra. Danska húsmóðirin á annríktt, bústjórnin er ekki ósvipuð því, sem gerist á stóru sveitaheim- ili heima. Hún verður að brugga og baka, þvo og rulla. Hún heldur sig í síhlýju eldhúsinu, sælustað heimilisins, þó að hvorki sé þar vatns- krani né rafmagn, og alltaf þurfi að vera að hugsa um olíulampana liðlanga vetrarnóttina. Oft er langt í vatnsbólið, vatnið er sótt í skjólum eða tunnum í ár eða vötn; og þegar allt er botnfros- ið verður að þýða eða bræða klakamolana í tunnunni i eldhúsinu. Og undir jólin hefir verið nóg að hugsa. Svona húsmóðir hefir engan matvörukaupmann, slátr- ara, bakara eða grænmetissala, sem hún getur simað til og skotist til fyrir næsta horn. Það sem hún hefir í matinn er ýmist innlendar afurðir, varan sem fæst i landsversluninni eða þá það, sem fengist hefir samkvæmt eigin pöntun að hciman. Það er hræöilegt að uppgötva að maður hafi gleymt að birgja sig upp af einhverju nauð- synlegu eða æskilegu, — þá verður maður ann- aðhvort að véra án þess eða fá lánað hjá þeim, sem betur búa. Þessar vörupantanir heiman frá Danmörku eru sérstök vísindagrein, en reyndri húsmóður skeikar varla er hún semur úttektar- seðilinn. Nú þarf hún jólatréskraut og brjóstsyk- ur, púðurkerlingar og jólanasl, gjafir handa heim- ilisfólkinu, Grænlendingum og nágrönnum, ofur- lítið jólavin og öl, dálítið af úrvals niðursuðu og margt og margt fleira. Búálfurinn, grænlenska vinnukonan, hefir ekki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.