Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1946
intýri heimskautanæturinnar, söngnum og hljóðu
fótataki á þjöppuðum snjónum.
Jólin veita margvíslega gleði. Gagnkvæmar
heimsóknir, auðvitað, bæði meðal Dana innbyrðis
og meðal Dana og Grænlendinga. Þar eins og
heima ganga jólaboðin slag í slag. Spilað á spil
og dansað. Píanó eða grammófónn — eða bless-
uð harmonikan. Og það er dansað í timburmanns-
hjallinum eða beykisverkstæðinu eða annars stað-
ar, stundum í leikfimissal eða samkomuhúsi. Þar
er dansað við kertaljós og hóað og stappað í
takt við svellandi harmonikulögin og stundum
er sungið með fiðlutónunum. Það er ógerningur
að lýsa hávaðanum, hlátrinum, skrækjunum og
þrengslunum. Þarna glampar á silkiblúsur og út-
saumaðar skinnbrækur og margvíslega skreyttir
skinnsokkar með frumlegum mynstrum birtast í
endurskini blaktandi ljósa. Ungu mennirnir í
hvítu skyrtunum og síðu selskinnsbrókunum
sveifla meyjunum, svo að svitinn bogar af þeim
niður gljáandi spikfeitar kinnarnar. Fjörugu tón-
arnir koma öllum i hátíðarskap. Svo eru binir
gömlu sérkennilegu þjóðdansar Grænlendinga
stignir, veiðimannadansinn skiftist á við ný-
tísku dansa. Eimurinn af skinnklæðunum og öllu
heita fólkinu fer að verða þéttari og stígur deyf-
andi upp að sótsvörtu bitaloftinu, sem er lifandi
af hinum mörgu skuggum dansendanna.
Vitanlega — ekki er allt eintómt gaman í
Grænlandi, og ekki á jólunum heldur. Baráttan
fyrir tilverunni er hörð og miskunnarlaus. Eng-
inn getur aðdáunarlaust hugsað til hins rólega,
ótruflanlega húskeipsræðara, sem kemur heim i
kotið sitt með skegg og hár alklakað, en með
stóra kippu af álku og æðarfugli, og stundum
eina tíu væna þorska eða karfa, og jafnvel með
sel í eftirdragi. Jólamatur handa heimilinu. Mað-
ur ber virðingu fyrir starfinu, sem maður dag-
lega er sjónarvottur að á þessum einangruðu
slóðum. Það er aðeins stuttur spölur milli lífs og
dauða í hinni daglegu baráttutilveru. Maður
heillast af notalegri friðarkennd, sem er sam-
fara bjarmanum er Ieggur frá litlu, sótuðu lömp-
unum út á snjóinn og hjarnið, gegnum glugga-
smugurnar i Grænlendingakofunum. En maður
gleymir aldrei að undir vindnúinni brún Græn-
landsíssins lifir liarðgert og þrekmikið fólk, sem
jafnframt lífshættulegri baráttu hefir sett sér
takmark, og stefnir að þvi með iðni sinni og á-
stundun. Fólk sem vill rísa upp úr steinaldar-
ástandinu og armæðunni og eignast æðri menn-
ingu, fulkomnari æfi. — —
Landið er afar stórt og leyfir því margskonar
viðleitni á að hjarga sér. Þarna hefir veiði-
mannaleiðangur vetursetu, þarna halda einmana,
harðgerðir menn jólin í ófullkomnum veiðikofa,
og á einum stað lifir ef til vinn danskur maður
einn síns liðs í afskekktu byggðarlagi innan um
eintóma Eskimóa. Og þá geta jólin orðið með
öðrum svip.
Á því óralanga strandlendi, sem nefnist Norð-
austur-Grænland lifa danskir og norskir veiði-
menn hættulegu lifi. Menn sem tefla djarft og
freista þess að afla sér afkomumöguleika með
því að veiða loðdýr. Stundum berast annarlegar
jólafréttir þaðan.
Þeir voru að búa sig undir hátíðiskvöld. Hús-
ið var löðrandi i vatni, sem brætt hafði verið í
fötu á eldavélinni. Og nú var þörf á sápustykk-
inu, sem hafði verið sparað til jólanna.
Um kvöldið þegar átti að fara að setjast að
jólamatnum fóru hundarnir að gelta; það var
ekki um að villast að þarna var gestakomu von.
Alveg rétt — eftir stutta stund lieyrðust köll utan
af firðinum.
Þetta reyndust vera þrír norskir menn frá ná-
lægri stöð. Innan skamms var allt komið á ann-
an endann. Einkum var það einn gestanna, scm
lét til sínu taka. Hann kom í einni svipan jóla-
brag á allt, svo að hinir höfðu aldrei séð annað
eins. En liann var líka vanur — hafði verið
þrjátíu ár í íshafi og haft vetursetu 16 sinnum
á Spitzbergen og Novaja Semlja. En svo var hann
víst ekki miklu eldri en þetta samanlagt.
Kortéri eftir að hann hafði smeygt sér úr
skinnstakknum var hann farinn að dansa, með
sina rommflöskuna í hvorum handarkrika og
sælubros á veðurbitnu veiðimannsandlitinu. Og
það bros skildi ekki við hann allt kvöldið.
Bráðum voru stólar og flöskur farnar að fljúga
um stofuna og ofninn skrikaði heila alin úr
réttum stað. Þeir urðu að hætta við að lesa alla
símskeytahrúguna að heiman. Og ekki var hugs-
að um gömlu lögin úr útvarpinu í það sinn.
Því einmitt þessi maður var alræmdur á allri
ströndini fyrir óslökkvandi þorsta. Orðaflaumur
inn rann upp úr honum eins og á í leysingu og
enginn hafði roð við honum. Allt var drukkið
upp í ósegjanlegum flýti.
Vitanlega hvarf allur jólablærinn, Einn Daninn
hrölti upp á stól til að syngja uppáhaldslagið
sitt. Loks reyndist nauðsynlegt að brjóta i bág
við heilög lög gestrisninnar. Fundi var skotið
á i snatri og samþykkt að loka fyrir frekari á-
fengisútlát, vegna aðsteðjandi hættu á þvi að
vetrarforðinn kynni að liverfa. Og allir tappa-
togarar voru faldir vandlega.
Síðan var þessi samþykkt tilkynnt liinum
þyrsta. Og af því að hann virtist ekki verða
sérlega hrifinn af henni en fór að mótmæla var
honum með sameigilegum átökum holað niður i
svefnpoka. Svo var koníaksflösku stungið niður
til hans og bundið fyrir opið á pokanum. Og eft-
ir að hafa druslað pokanum út i hjall, bogruðu
hinir upp í lokrekkjurnar.
Þetta glaðværa jólakvöld i auðninni var þar
með á enda, samkvæmt bestu „real artic“ for-
skriftum.
Ashton-Friis hefir i hinni karlmannlegu og
fallegu bók um „Danmerkur-leiðangurinn“, sem
kannaði fyrir veröldina síðustu hluta Grænlands,
sem hvítir menn höfðu ekki stigið fæti á áður,
lýst jólagleði um borð á undraskútunni, er var
heimili djarfra og hugrakkra manna, sem eigi
komu allir heim aftur úr volkinu. Hugur þeirra
er tvískiftur — annarvegar við dáðir og dagsins
strit, en hinsvegar er þráin heim:
„Myrkur — myrkur! — Félagar okkar komu
heim frá Sbannoneyju í þann mund er fíngerð-
ur bogi hverfandi mána var að liverfa af liimn-
inum, og nú ríkti hið eilifa, grálivíta myrkur
yfir öllu. Stormur og logn skiftist á annan til
þriðja hvern dag. Annars var engin tilbreyting
i þessari óendanlégu, lífvana auðn.
Og við, sem verðum að hafa hirtu og yl,
hnöppum okkur saman kringum lampann og ofn-
inn. Lampinn er vinur okkar, atlivarf okkar —
hann er það ljós lífsins, sem tilvera okkar snýst
um.
Og loksins komu jólin. Undirbúningnum var
lokið. Ivassarnir ineð jólagjöfunum að heiman
voru komnir upp úr lestinni og voru nú opnaðir
af nefnd, sem kosin hafði verið til þessa. Hljóð-
færið hafði verið slillt; borðklefinn þveginn
hátt og lágt og — við þvoðum okkur allir. Þetta
olli merkilegri breytingu á okkur.
Á aðfangadagskvöld var hægviðri. Gegnum
létta frostmóðuna brosti hálft tungl veikt til
hafnarinnar og hvíta landsins. Kringum skipið
var svo undurhljótt. Hundarnir lágu, feitir og
saddir, og sváfu í tunglsljósinu; sumir snuðruðu
og voru að leita að engu. Fölur roði í suðrinu
hlandaðist silfurbjarmanum frá tunglinu. Þarna
sáust engin norðurljós; þetta var nærri því eins
og danskt jólakvöld?
Eða voru það minningar, sem settu heimasvip-
inn á þetta kvöld?
Inni í borðklefanum og svefnklefunum var
hátíðlegt. Fánar og merkjaflögg hengu á veggj-
unum, ljósakrónur úr bátsakkerum höfðu verið
hengdar upp. Borðið baðaði í ljósum og þar
var ilmur af óteljandi réttum, sem matsveinninn
hafði brasað. Við átum og drukkum og fylltum
loftið léttvægu hjali, en þorðum ekki að minnast
á það, sem okkur lá þyngst á hjarta.
Því að það þurfti ekki annað til en að við
lyftum glösunum og litum hver á annan, þá urðu
augun gljáandi af endurminningunum. Og allir
voru hræddir um að koma upp um sig.
Það sem við allir hugsuðum uni en þörðum
ekki að segja, hafði Mylius Erichsen hitt á í
jólaljóðinu sínu. Raddirnar sem sungu það voru
orðnar rámar og hrjúfar af því að hrópa gegn
stormi og snjó; það var orðið langt síðan þess-
ar raddir höfðu sagt blíðlegt orð; hreimurinn
var harður og skarpur. En hvílíkan blæ setti ekki
einmitt þessi raddhreimur á sönginn! Og svo
augun, sem fetuðu línurnar — þeim gleymi ég
ekki.
Okkur, sem ekki sungum með, óraði ekki fyrir
því, að þetta yrði i siðasta skifti, sem við vær-
um allir saman í skipinu „Danmark".---------—
Eftir kvöldverðinn fórum við allir inn i
„sæluhúsið“, þar sem listmálarinn liafði skreytt
jólatréð, og drukkum kaffi, en brytinn og þjónar
hans urðu eftir til þess að ryðja borðin og
bera leifar veislunnar miklu út. Síðan fengum
við jólagjafirnar, og með þær hurfum við svo
hver í sinn klefa. Og jiar hélt hver jólin lit af
fyrir sig. —
En kvöldinu lauk með miklum fagnaði; og það
breytti engu þó að maðurinn, sem fékk það em-
bætti að búa til púns úr frosnu kampavíni, setti
salt i það í stað sykurs.
Við komumst ekki i rúmið fyrr en langt var
liðið á nótt. Og þar lágu víst ýmsir okkar vak-
andi og hlustuðu á fótatak varðmannsins frammi
í borðklefanum, og á rotturnar sem höfðu hátt
og héldu jól langt niðri í lestinni undir okkur —“.
Doro thy
LAMOUR
Hin fræga stjarna
„VERIÐ AÐLAÐANDI -
í ÚTLITI “
ý
i
mm
Jafnvel fegursti litarliúttur krefst slöðugrar umönmmar veru-
leya góðrar sdpu, svo að hörundið haldist mjúkt og fagurt. —
Þessvegna nola 9 filmstjörnur uf hverjum 10 LUX handsápu
til viðhalds fegurðinni.
LUX TOILET SOAP
Notað af 9 filmstjörnum af hverjum 10
X- LTj 67ó 923
Stariið er margt -
en velliðan, afköst
og vinnuþol er háð*
því að fatnaðurinn
sé hagkvæmur og
traustur
vao?
VDNNQJIFMACŒtRffi áSILAhffiS */• HEYKJAVlK
Ekla sta?iita pg íullkomnostq veikstniöjq sinnat greinai á lslandi