Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 22

Fálkinn - 20.12.1946, Blaðsíða 22
22 JÓLABLAÐ FÁLKANS Í946 Ættartala jólasveinsins í undirheimum. En allstaðar verð- ur mannfólkið að koma sér vel við þessa ára, spyrja þá leyfis hvar þeir megi nema land og byggja sér ból, og færa þeim gjafir til að blíðka þá, — eins og Holberg gamli segir í gamni i „Peder Paars‘:‘ Búálfurinn er ekki aðeins alþjóð- legur, hann er æfagamall, kominn í veröldina skömmu eftir sköpun heimsins, að þvi er guðfræðingar fyrri alda liéldu fram. Þegar þeir skýrðu ritningarstaðinn í Gamla testamentinu, um Lúcífer og vondu englana, sem var þeytt ofan af himnum og dreifðust um viða ver- öld, Þú segir svo: „Sumir féllu á hús, þá kalla menn álfa eða búr- snata.“ Samkvæmt þessu ættu álf- arnir að vera fallnir englar! Þó þetta þyki fjarstæða er skýr- ingin samt nærtæk. Álfurinn er nefnilega að uppruna vættur, ein af hinum afarmörgu lieiðnu vætt- um, sem fólk hélt að væri svo að segja allsstaðar, i jörðu og sjó, hól- um og fjölium, trjám og steinum. Þeir töidust að vísu til hinna ó- æðri goða, en einmitt þessvegna var erfiðara að útrýma þeim en hinum æðri meðal ása, svo sem Óðni, Tý og Þór. Álfurinn á marga ættingja og jafningja, jafnvel aust- ur í Indlandi, þar sem púkar húa „Med Nisser maa man et oprigtigt Venskab holde, de ellers i et Hus kan mcget ondt forvolde. Ej Nisse, Underjordsk gör nogen Sjœl imod saalœnge, som de ser, mod dennem Folk er godl“ OLL vitum við hvernig jólasveinn- inn lítur út, þó að ekkert okk- ar hafi séð liann. Og ef við kynn- um að gleyma því þá erum við minnt á það þegar jólablöðin koma út, og jólakortin fara að gera vart við sig í bréfakassanum, eða þeg- ar verslanirnar fara að skreyta gluggana hjá sér fyrir jólin. Því að þrátt fyrir alla tísku-dynti er jóla- sveinninn með rauðu skotthúfuna ailtaf sjálfum sér líkur. Hann á öndvegissess í hjörtum allra barna og enda okkar hinna fullorðnu líka, og svo hefir verið margar kynslóðir fram i tímann? Eða — það höldum við. En því fer víðs fjarri. Jóla- sveinninn er tiltölulega ungt fyrir- bæri. í æsku afa okkar og ömmu þótti hann alls ekki nauðsynlegur i jólafagnaðinum. Þau könnuðust að vísu við liann, gráskeggjaða kroppinbakinn með rauðu slcott- húfuna, en það var i allt öðru sam- bandi — úr æfintýrunum, sem sögðu frá að hann héldi sig í fjósi og hlöðu, og gerði vinnukonum og fjósamanni stundum slæmar skrá- veifur, já, og meira að segja sjálf- um húsbóndanum líka. Það var húálfurinn. Þannig var það ekki aðeins um öll Norðurlönd heldur viðar. Shake- speare sjálfur minnist í „Jólamessu- draum“ sínum á búálfinn, sem láti stúlkurnar aldrei í friði, lepji rjóm- ann af trogunum og smérið af strokknum, setji gellir í ölið á kerj- unum og svo framvegis.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.